Ég er á svipuðum stað og þú og var langt kominn með að klára lánamálin mín þangað til ég endaði hjá Íslandsbanka. Ég mæli með að setja þínar forsendur inn í reiknivélar hjá bönkunum. Það er voða lítið one size fits all í þessu. Arion, Landsbankinn og Íslandsbanki fella niður lántökugjöld við fyrstu eign.
Verðtryggð lán eru klárlega "ódýrari" í dag vegna lágrar verðbólgu. Ástandið minnir mig samt töluvert á fyrir hrun þar sem enginn trúði því að krónan myndi hrynja, sagan segir okkur samt að hún gerir það alltaf. Lág verðbólga er ekki ríkisstjórninni að þakka (þrátt fyrir að taka sér credit) heldur vegna ferðamanna, lágs olíuverðs og góðra horfa í sjávarútvegnum. Allar breytingar á þessum forsendum geta haft gríðarleg áhrif á krónuna og þar með verðbólgu.
http://kjarninn.is/frettir/lanid-thitt- ... dum-lanum/ Hérna má sjá ágætis útskýringar á mismunandi lánum.
Ef verðtryggða lánið er með jöfnum afborgunum þá eru greiddir raunvextir og afborganir af höfuðstól. Munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum er sá að höfuðstóll verðtryggða lánsins hækkar í takt við verðbólguna. Afborgunin er því ekki alltaf sú sama, hún fer hækkandi með verðbólgunni. Þetta leiðir til þess að greiðslubyrðin er lág í upphafi.
Með jöfnum afborgunum á óverðtryggðu láni er sama upphæð greidd af höfuðstól lánsins í hverjum mánuði. Vextir eru greiddir af eftirstöðvum. Vaxtagreiðslur eru því háar í upphafi þegar höfuðstóll er hár, og þar með er heildargreiðsla á mánuði há, en lækkar ört eftir því sem höfuðstóllinn lækkar.
Það er ekkert eitt rétt svar hvað hentar. Þetta fer eftir aðstæðum hjá þér:
Greiðslugeta ræður þú við háa greiðslugetu?
Já, þá hentar óverðtryggð lán með föstum vöxtum þar sem þú borgar alltaf sömu upphæðina og höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun.
Nei, þá hentar verðtryggð lán þar sem afborgunin er lág en höfuðstóllinn og afborganir hækka í takt við verðbólguna.
Eignamyndun Viltu hraða eignamyndun?
Já, þá óvertryggt þar sem höfuðstóllinn breytist ekki og hann lækkar við hverja afborgun.
Nei, Ef þú ætlar þér að borga þetta á löngum tíma hvort sem það er í sömu fasteign eða taka þetta á milli fasteigna þá gæti þetta verið betri kostur.
Framtíðarhorfur Hvernig metur þú framtíðarhorfur?
Góðar, með lágri verðbólgu og stöðugri krónu þá verðtryggt
Slæmar, verðbólguskot í náinni framtíð og gengisfall á krónunni þá óverðtryggt.
Jafngreiðslulán eða jafnar afborganir
Jafngreiðslulán (annuitet)
Lántakinn greiðir sömu upphæð mánaðarlega út lánstímann. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana er aftur á móti mismunandi á lánstímanum. Vaxtagreiðslur vega þungt í upphafi og afborganir af höfuðstól minna. Þetta snýst við þegar líður á lánstímann.
Lán með jöfnum afborgunum
Mánaðarleg heildargreiðsla af láni með jöfnum afborgunum er ekki sú sama út lánstímann. Afborgun af höfuðstólnum, það er láninu sjálfu, er alltaf sú sama frá einum mánuði til annars, en vextirnir eru hærri í upphafi og þess vegna eru heildargreiðslur mestar í upphafi. Þær fara síðan lækkandi þegar líður á lánstímann, vegna þess að höfuðstóllinn fer lækkandi og þar með vaxtagjöld lánsins.
Það er auðvitað hagstæðast að borga sem mest af höfuðstólnum sem fyrst. Hinsvegar er oft gríðarlega erfið greiðslubyrði á þessum lánum, t.d. ef óvæntir hlutir koma fram.
Svo getur þú alltaf bara blandað þessu saman og tekið 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt.
Ég og kærastan mín enduðum samt á að taka 100% óverðtryggt vegna þess að við viljum hraða eignamyndun þar sem við viljum stækka við okkur eftir 3-5 ár. Við erum líka með mjög góða greiðslugetu og getum borgað hratt inn á lánin. Ég hinsvegar met framtíðarhorfurnar(3-5 ár) hérna ekkert alltof jákvæðum augum. Við ákváðum einnig að taka jafngreiðslulán þar sem við viljum sveigjanleika á greiðslum þar sem hún vinnur vaktavinnu og launin geta verið mismunandi milli mánaða.
Hjá mér er ósvaraða spurningin, fastir eða breytilegir vextir. Það fer eftir þróun stýrivaxta hér á landi og ég hef ekki fundið neitt svar sem ég er sáttur með. Mér finnst líklegast að ég festi vextina mína í 5 ár þar sem munurinn hjá Íslandsbanka er 0,1% á milli þess að festa í 3 ár og festa í 5 ár.