Síða 1 af 1

Vönduð Arduino uno Clone ! Loksins !

Sent: Mið 11. Maí 2016 19:49
af jonsig
Ég varð að deila þessu með ykkur , þeim tækni sinnuðu allavegana .

Gegnum árin hef ég keypt arduino tölvur sem skiptir tugum , en í öll skiptin sem ég hef ekki keypt original arduino hef ég fengið eitthvað óvandað
dót, pinnar beyglaðir , lóðningar tæpar eða farnar að mynda sambandsleysi .

Mér sýnist þetta clón hafa sömu gæði og original útgáfan auk þess hefur það fleirri pinna . Og kostar 1000kr , samanborið við 8000 kr geinuino hjá miðbæjarradio . Hún virðist vera yfirspekkuð yfir original útgáfuna ef eitthvað .

Ég keypti nokkur eintök fra internetplus15 (seller) á ebay. Og tekur 2 vikur að fá þetta sent .

Mynd

Mynd

Re: Vönduð Arduino uno Clone ! Loksins !

Sent: Mið 11. Maí 2016 20:01
af frappsi
Þú segir nokkuð. Ég hef bara einu sinni keypt original (sem ég skilaði reyndar aftur) en ég er búinn að vera að kaupa þessa útgáfu öðru hverju í nokkur ár og hef alltaf lent á góðu eintaki með pinna og lóðningar í lagi. Aldrei neitt vesen (nema ef það þarf auka skref fyrir drivera) og þau endast eins og enginn sé morgundagurinn. Spurning hvort þú hafir ekki bara verið að versla við fúskara?
Það er ekkert nýtt að MBR, Íhlutir og fleiri í rafeindatækninni okra eins og enginn sé morgundagurinn eru með ansi hressilega álagningu á ýmsum vörum.

Re: Vönduð Arduino uno Clone ! Loksins !

Sent: Mið 11. Maí 2016 20:15
af jonsig
Ég sóttist sérstaklega í þessa DIP útgáfu , þar sem ég þarf stundum að fjarlægja kubbinn . Ég hef verið að festa á þetta GSM skildi og annað ,og ef pinnarnir eru skakkir þá gengur það ekkert vel . Auk þess kemur fyrir að maður verði að hafa áreiðanleika ,ef maður er að setja upp bráðabirgða tölvulausn fyrir ákveðið verkefni .