Síða 1 af 2

Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 15:52
af chaplin
Sælir snillingar!

Núna er kominn smá púki í að uppfæra routerinn, eftir svolitla rannsókn þá virðist vera að eina vitið sé að kaupa:

1. Ubiquiti
2. Gera sinn eigin router (Homebrew)

Núna langar mig bara að fara beint í að gera minn eigin router, hverjir hérna hafa reynslu af slíku verkefni? :)

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 16:33
af GullMoli
Ertu þá að tala um vél með t.d. pfSense eða álíka kerfi?

Ef svo er þá er ég með eina slíka, gamall DELL turn með Pentium örgjörva og 512MB RAM. Algjört overkill fyrir heimilið en sjúklega einfalt í uppsetningu, samt svo gott sem trouble free eftirá. Einu skiptin sem netið virkar ekki er þegar það er vesen Hringdu megin eða rafmagnið slær út :D

Eina sem vantar er að smíða einhverja fyrirferðaminni græju í þetta.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 16:54
af dori
Ef ég væri að uppfæra færi ég í einhverja næs tölvu í router stærð sem myndi keyra pfSense. Þekki reydnar ekki Ubiquiti þannig að ég veit ekki alveg hvernig samanburðurinn þar væri.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 17:50
af slapi
Ég keypti mér Ubiquiti Unifi AC Pro um daginn og varð ástfanginn af hugbúnaðarhlutanum. Klæjar í puttana að kaupa mér router líka.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 19:09
af chaplin
GullMoli skrifaði:Ertu þá að tala um vél með t.d. pfSense eða álíka kerfi?

Ef svo er þá er ég með eina slíka, gamall DELL turn með Pentium örgjörva og 512MB RAM. Algjört overkill fyrir heimilið en sjúklega einfalt í uppsetningu, samt svo gott sem trouble free eftirá. Einu skiptin sem netið virkar ekki er þegar það er vesen Hringdu megin eða rafmagnið slær út :D

Eina sem vantar er að smíða einhverja fyrirferðaminni græju í þetta.
Ég er að skoða þessa og þessa vél, annars langar mig rosalega að prufa að breyta RPi 2 í router, vélbúnaðurinn sjálfur er næginlega öflugur og ég þarf ekki auka LAN port, en ég treysti ekki alveg að þráðlausa netið sé eftir að performa nægilega.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 21:39
af skrani
Ég get klárlega mælt með pfsense.

Búin að nota pfsense í 3 ár eða svo vandræða laust og gat sett inn traffík limit á gesti og strákana á sér vlan.

Alger snilld, sérstaklega ef access punkturinn styður vlan. (nú eða vera með wireless kort í vélinni, en ég er ekki með það.)

Hef keyrt þetta undanfarin 2 ár á viftulsusri intel atom vélsem bootar af USB.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 22:59
af chaplin
Miðað við það sem ég hef lesið að þá skiptir það ekki máli hversu dýran router þú ferð í, pfSenes virðist vera með yfirburði í bókstaflega öllu.

Dæmi um hraða

Mynd
Mynd

Eina vandamálið virðist vera með þráðlaust net og eins og kemur í grein frá Ars Techinca er best að leysa það vandamál með WAP frá Ubiquiti. Ég spila ekki leiki og vill eingöngu hafa stabíla lausn.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 23:44
af z3d
Hef notað Debian og Ubuntu með iptables í tæp 20 ár. Klikkar ekki

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Fös 22. Apr 2016 23:50
af ponzer
pfsense með einhverju smá poweri skilur alla þessa fínu og flottu Asus/Netgear etc routera eftir í reyk í performance samanburði..

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Lau 23. Apr 2016 00:18
af chaplin
Ég væri mikið til að vita hvað Andrinn sjálfur er að nota! :D

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Lau 23. Apr 2016 10:14
af Kristján Gerhard
Ég er búinn að notast við pfsense í mörg ár. Mæli hiklaust með því fram yfir consumer eða prosumer plastkassa.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Lau 23. Apr 2016 12:04
af chaplin
Hvernig vélbúnað eru menn að nota?

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Lau 23. Apr 2016 16:31
af Hizzman
hvað segja menn um þessa múttu?

http://www.gigabyte.us/products/product ... id=4918#ov

viftulaus elska með 2 netportum og þarf bara 10w

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Lau 23. Apr 2016 16:53
af emmi

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Lau 23. Apr 2016 22:54
af russi
chaplin skrifaði:
Ég er að skoða þessa og þessa vél, annars langar mig rosalega að prufa að breyta RPi 2 í router, vélbúnaðurinn sjálfur er næginlega öflugur og ég þarf ekki auka LAN port, en ég treysti ekki alveg að þráðlausa netið sé eftir að performa nægilega.

Takk fyrir að benda á þessa gaura, er búin að vera leita af og til að einhverju sem hentar í svona verk og þetta virðist vera algerlega það sem ég er að leita að.

Varðandi að nota Pi í svona verk, þá myndi ég mæla með öðru. Fyrir það fyrsta er LAN 100Mbit á því, er með 2 PI hér keyrandi, annan sem Airplay-server og annan sem SNMP-server og þeir þurfa af og til restart, lesist um það vil einu sinni viku. Það er reyndar hætt eftir að ég setti reboot á þá á 2x í viku í gegnum crontab.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 02:46
af ElGorilla
Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér.

Tengið þið router vélarnar beint í ljósleiðaraboxið eða þarf hefðbundið "módem" frá Netgear eða TP-link áfram?

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 03:17
af chaplin
ElGorilla skrifaði:Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér.

Tengið þið router vélarnar beint í ljósleiðaraboxið eða þarf hefðbundið "módem" frá Netgear eða TP-link áfram?
Tengir beint úr ljósleiðaranum í eitt af LAN portunum á tölvunni.

Mér sýnist ég enda með að taka 14nm 6W Haswell vélina, virðist vera miklu meira en nógu öflug, 2XGb LAN, svo ég tengi ég Ubiquiti Access Point fyrir þráðlaust net.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 11:20
af Dúlli
chaplin skrifaði:
ElGorilla skrifaði:Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér.

Tengið þið router vélarnar beint í ljósleiðaraboxið eða þarf hefðbundið "módem" frá Netgear eða TP-link áfram?
Tengir beint úr ljósleiðaranum í eitt af LAN portunum á tölvunni.

Mér sýnist ég enda með að taka 14nm 6W Haswell vélina, virðist vera miklu meira en nógu öflug, 2XGb LAN, svo ég tengi ég Ubiquiti Access Point fyrir þráðlaust net.
Væri snild er þú gætir gert review þegar þú færð þessa gráðu, hef oft skoðað á Ali smátölvur fyrir sjónvarpið en hef aldrei tekið séns á að versla svona stykki þar sem maður treystir þessu lítið varðandi gæði.

Væri frábært ef þú myndir nenna að segja frá þinni upplifun :happy

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 12:26
af chaplin
Geri það! :)

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 13:08
af russi
Ætlaru að taka þá 2gb útgáfu eða 4gb útgáfu? og þá með hvaða stærð af SSD?

Miðað við https://www.pfsense.org/hardware/ þá er maður í góðum málum með 4GB útgáfuna, sama hversu stór SSD-in er

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 14:07
af Revenant
Síðan er líka annar möguleiki að keyra OpenWRT í staðin fyrir pfsense.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Sun 24. Apr 2016 16:01
af chaplin
Revenant skrifaði:Síðan er líka annar möguleiki að keyra OpenWRT í staðin fyrir pfsense.
Hugsa að ég hafi pfSense á vélinni sem verður router-inn og OpenWRT (eða DD WRT) á access punktinn ef ég fæ mér ekki Ubiquiti.

Ubiquiti virðist hafa aðeins einn ókost og það er hraði.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Mán 25. Apr 2016 10:24
af gardar
Sjálfur tæki ég pfsense eða sophos utm. Með sophos utm gætirðu stýrt sophos access punktum og þal kominn vegginn og punktinn undir sama stjórnborðið :happy Mér þykir það persónulega skemmtilegri lausn en að fara í standalone Ubiquity.

Ef þú ert að keyra virtual vélar heima hjá á þér þá er ekkert því til fyrirstöðu að keyra pfsense/sophos utm sem virtual vél og þá spara þér að kaupa nýjan vélbúnað. :money

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Mán 25. Apr 2016 12:57
af depill
Ég þurfti að gera VPN á milli tveggja staða( og utanaðkomandi ) sem var í raun og veru eina sem kvatti mig í annan router heldur en Síminn er með og fékk mér EdgeRouter Lite. Það er þrusu öflugur router, fínu verði, þolir misnoktun á networkin, þæginlegur í uppsetningu ( Vyatta skipanasett í CLI og GUI sleppur í "flesta" hlut ) og það sem hann kannski hefur framyfir "heimagerðu" routerana er formfactor.

Svo integratast þetta allt saman UniFi punktana og EdgeRouter Lite.

Svo er ég með heima hjá mér bara Thomson 789vac + 2X UniFi AP. Hentar einstaklega vel að hafa PoE til að geta haft þetta snyrtilegt.

Re: Heimagerðir Router-ar

Sent: Mán 25. Apr 2016 14:20
af Baldurmar
Hvernig eru þið að deila WiFi merki með pfSense ? Bara AP á valda staði ?