Síða 1 af 1

BenQ 2765 QHD skjár

Sent: Mið 09. Mar 2016 11:13
af ÓmarSmith
Sælir allir.

Hefur einhver reynslu af þessum skjá ?
https://www.tolvutek.is/vara/benq-gw276 ... ar-svartur

Mun koma til með að nota þennan í allt frá myndvinnslu yfir í leikjaspilun.
Vil bara bæta við upplausn og stærð ( Er með 24" Dell Ultrasharp í dag, 1920x1200, 16:10 )


Kíkti aðeins á hann í Tölvutek í morgun og leist þokkalega vel á. Eina sem mér leist ekki á er verðið 90k .)



Allar reynslusögur vel þegnar.

Re: BenQ 2765 QHD skjár

Sent: Mið 09. Mar 2016 15:35
af Frost
Ég er með svona skjá, það hefur ekki verið neitt vesen á honum og virkar mjög vel hjá mér. Litirnir í honum eru svo mikið betri en á hinum skjánum hjá mér (TN-panill) að þegar ég er ekki í leikjum þá nota ég hann yfirleitt meira.

Re: BenQ 2765 QHD skjár

Sent: Mið 09. Mar 2016 15:48
af ÓmarSmith
En er BenQ-in ekki að gera sig í leikjum ?


hefði haldið að 4ms grátt í grátt væri yfirdfrifið nóg.

Er í dag með eldgamlan Dell ultrasharp 2405fpw sem er eflaust 8-16ms, og hann virkar flott í alla leiki :)

En Dell skjárinn er með PVA panel sem er eins og IPS, skilar æðislegum litum og skerpu, og þá réttum litum. Þoli ekki TN skjái.

Re: BenQ 2765 QHD skjár

Sent: Mið 09. Mar 2016 18:50
af Frost
Jújú hann er fínn í leiki en er með 144hz skjá líka sem ég nota frekar.