Síða 1 af 1

að breyta 2 partitionum í 1?

Sent: Fös 17. Des 2004 20:49
af Mysingur
Núna var ég að fá mér nýjann Seagate 200GB disk og mig langar að hafa stýrikerfið á honum. En ég er með 2 partition á fyrri stýrikerfis disknum,
F: fyrir OS og C: fyrir allt annað.

Þá er ég að spá hvort það sé hægt að sameina F: og C: í eitt partition án þess að ég eigi á hættu á að tapa gögnum.
Ef ég myndi bara eyða F:, þyrfti ég þá ekki að formatta allann diskinn aftur svo hann verði eitt?

Sent: Fös 17. Des 2004 20:59
af MezzUp
Jamm, ekkert mál að sameina sneiðarnar, eða eyða F og stækka C með PowerQuest PartitionMagic

En svo geturðu náttúrulega sett OSið upp á Seagate disknum, copy'að allt af C yfir á hann, partition'að gamla diskinn í eitt partion, og sett það sem var á C drifinu yfir á hann aftur

Sent: Fös 17. Des 2004 21:12
af Mysingur
Ok ef ég geri þetta eins og þú sagðir, með Partition Magic, er þá örugglegaq engin hætta á að það fokkist allt upp og ég missi öll gögnin mín? :oops:

Var reyndar búið að detta í hug þessa copy vesen aðferð en það er bara alltof mikið vesen :)

Sent: Fös 17. Des 2004 23:54
af MezzUp
Alltaf einhver hætta að þú fokkir einhverju upp þegar þú ert að breyta partition töflunni. Fara bara hægt í þetta, lesa alla skilaboða glugga og þannig og þá ætti þetta að reddast.

Og svo er ég nú ekki sammála þér að það væri alltof mikið vesen að nota copy aðferðina. Í raun bara spurning um copy - partition/format - svo copy aftur, en þú ræður vitaskuld :)