Tölva kemst ekki framhjá POST
Sent: Mán 31. Ágú 2015 08:56
Félagi minn er að lenda í vandræðum með tölvuna sína að hún virðist festast í POST.
Hann er með Gigabyte G1.Sniper Z97 móðurborð og þegar hann kveikir á tölvunni kemur ekki þessi standard post gluggi heldur bara logoið fyrir Gigabyte og svo yfirleitt ræsir hún sig upp frá restinni en stundum festist hún á logoinu og ekki er hægt að gera del eða f12 til að fara í bios.
Þetta gerist bara stundum og til að laga þetta þarf hann að slökkva á tölvunni með því að rjúfa rafmagnið með takkanum aftan á tölvunni og kveikja aftur og þá fer hún yfirleitt í gang.
Miðað við það sem ég hef lesið benda flestir á að vandamálið gæti verið RAM eða HD. Vitiði um einhverja leið til að prófa annaðhvort til að sjá hvor þetta er, gæti ég keyrt eitthvað memtest eða eitthvað slíkt til að reyna að rekja vandamálið betur.
Þetta er nýleg tölva (keypt fyrr í sumar samsett af einhverju af tölvufyrirtækjunum hérna). Næsta skref væri í rauninni að fara til tölvuverslunarinnar en ég væri forvitinn að vita hvað þetta er áður en það er gert.
Vandamálið byrjaði eftir að hann formattaði tölvuna, ég myndi skjóta á að þetta væri bootstrapperinn eða eitthvað en þar sem þetta virkar stundum og stundum ekki þykir mér það skrítið.
Hann er með Gigabyte G1.Sniper Z97 móðurborð og þegar hann kveikir á tölvunni kemur ekki þessi standard post gluggi heldur bara logoið fyrir Gigabyte og svo yfirleitt ræsir hún sig upp frá restinni en stundum festist hún á logoinu og ekki er hægt að gera del eða f12 til að fara í bios.
Þetta gerist bara stundum og til að laga þetta þarf hann að slökkva á tölvunni með því að rjúfa rafmagnið með takkanum aftan á tölvunni og kveikja aftur og þá fer hún yfirleitt í gang.
Miðað við það sem ég hef lesið benda flestir á að vandamálið gæti verið RAM eða HD. Vitiði um einhverja leið til að prófa annaðhvort til að sjá hvor þetta er, gæti ég keyrt eitthvað memtest eða eitthvað slíkt til að reyna að rekja vandamálið betur.
Þetta er nýleg tölva (keypt fyrr í sumar samsett af einhverju af tölvufyrirtækjunum hérna). Næsta skref væri í rauninni að fara til tölvuverslunarinnar en ég væri forvitinn að vita hvað þetta er áður en það er gert.
Vandamálið byrjaði eftir að hann formattaði tölvuna, ég myndi skjóta á að þetta væri bootstrapperinn eða eitthvað en þar sem þetta virkar stundum og stundum ekki þykir mér það skrítið.