Síða 1 af 1

Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Sent: Fös 14. Ágú 2015 19:55
af Logi J
Ég er nýbúinn að byggja mína eigin tölvu og installaði öllum driverum og allt það. En þegar ég er með heyrnatólin mín í sambandi í front panel þá kemur alltaf eitthvað mjög pirrandi hljóð þegar ég hreyfi músina, horfi á myndbönd eða spila tölvuleiki. Það verður hærra með því meira sem er að gerast á skjánum mínum og þegar ég er ekki að gera neitt heyrist ekkert í þessu.

Ég reyndi að leita að lausnum en fann ekkert mikið sem virkaði, ég reinstallaði nokkrum driverum sem gætu verið að valda þessu en ekkert lagaðist. Þegar ég sting heyrnatólunum í back panel-ið þá heyrist miklu minna í hljóðinu en það heyrist líka bara lægra í tölvunni sjálfri og það er bara pain að hafa það í back panel-inu.

Myndband um hvernig hljóðið er: https://www.youtube.com/watch?v=JbuS5xKgLUU


Væri frábært að fá ráðlagningar með þetta eða eitthvað sem getur hjálpað mér því þetta hljóð er svakalega pirrandi. ](*,)


Er með Fatal1ty z97 killer móðurborð.

Re: Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Sent: Fös 14. Ágú 2015 20:01
af Hvati
Tengdu heyrnartólin að aftan, ef snúran er ekki nógu löng þá geturu fengið þér framlengingu.
Getur einnig fengið þér USB DAC.

Re: Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Sent: Fös 14. Ágú 2015 20:11
af fantis
Opnaðu kassan og checkaðu hvort þú getur fært kapalinn sem fer frá hlóðkortinu / móðurborðinu að front panel í betri stöðu. Lang best er tengja heyrnatól að aftan.

Ef þú ert með annað PSU prufaðu það. Gríðaleg mengun frá sum þeirra.

Hvaða móðurborð ertu með?

Re: Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Sent: Fös 14. Ágú 2015 22:22
af Hnykill
Hef fengið svona áður.. þetta kemur ef tölvan er ekki með jarðtengt rafmagn :/ jarðtengtu snúrurnar í tölvuna og þetta fer.. fór strax hjá mér

Ég tengdi reyndar vír beint í tölvukassan aftan á og í járn ofn í herberginu :Þ ..skrapaði smá málningu af til að leiða í járnið. vatnsofnar leiða nefnilega rafmagn beint í jörð nokkuð vel :klessa