Síða 1 af 1
Þarf ég að hafa áhyggjur af SSD disknum mínum?
Sent: Fös 26. Jún 2015 17:06
af slapi
Re: Þarf ég að hafa áhyggjur af SSD disknum mínum?
Sent: Fös 26. Jún 2015 19:15
af Klara
Hefurðu stillt stýrikerfið þannig að skrif á SSD diskinn sé í algeru lágmarki? Að því er ég best veit er líftími SSD diskanna ekki mældur í mánuðum og árum heldur í aðgerðum.
Ég þekki bara inn á þetta á linux þar sem ég nota það. Ráðleggingarnar gagnvart nýuppsettu stýrikerfi eru þær að takmarka skrifaðgerðir á ssd diska og takmarka swap wear.
Er þetta eitthvað eitthvað sem þú hefur gert?
Re: Þarf ég að hafa áhyggjur af SSD disknum mínum?
Sent: Fös 26. Jún 2015 19:23
af GuðjónR
Ertu búinn að uppfæra firmware ?
Hér er
grein um málið.
Og hérna er firmware.
Re: Þarf ég að hafa áhyggjur af SSD disknum mínum?
Sent: Fös 26. Jún 2015 21:25
af pepsico
Diskurinn er í góðu standi og Health er einungis að mæla eðlileg slit sem fylgja notkun á flash chippunum.
Það sem er ekki eðlilegt við þetta er að CRC villufjöldi hafi fimmtíufaldast á fimm vikum frá 21.11.2014 til 08.01.2015.
Léstu verri aflgjafa í serverinn á sama tímabili? Orkukræfari búnað? Fleiri diska/annað á sama molex tengi?
Eða var serverinn einfaldlega ekki í notkun þangað til á þessu tímabili?
Eitthvað gæti verið að trufla sem skilar sér í óáreiðanlegum gagnasamskiptum milli disksins og móðurborðsins/stýrispjaldsins.
Þetta getur t.d. verið vegna erfiðleika hjá aflgjafanum.
Það væri gaman að sjá hversu mikið villufjöldinn hefur aukist frá janúar. Hefur S.M.A.R.T. ekkert uppfært það?
0000000005465 sem kemur fyrir á neðsta screenshottinu er bara hex fyrir 21605 sem þýðir að ekkert er um núverandi stöðu disksins á þessum screenshottum.