Síða 1 af 2
Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 00:17
af HalistaX
Gamli skjárinn minn er orðinn slappur og mig langar til þess að uppfæra.
Rakst á þennan skjá við létt vafr og var bara svona að pæla hvort þið hefðuð einhverja reynslu af honum.
http://www.att.is/product/asus-28-pb287q-4k-skjar
http://www.att.is/product/asus-28-pb287q-4k-skjar
http://www.att.is/product/asus-28-pb287q-4k-skjar
Ef þessi er alveg útí hött þá er ég opinn fyrir uppástungum, langar í háa upplausn, þarf ekki að vera 4K en væri fínt ef hann kostaði ekki meira en 100K.
Takk fyrir.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 12:30
af mind
Góður 4K skjár. Það er eitt af betri 4K panelunum í honum og skjárinn hefur verið að fá mikið af góðum dómum.
Þetta væri því mjög öruggt val gefið að þú gerir þér ráð fyrir takmörkunum, þ.e. þú þarft mjög öflugt skjákort fyrir tölvuleikjaspilun, og hann er ekki hentugur í keppnisspilun á FPS leikjum eins og CS:GO.
Annars myndi ég alltaf reyna fá að sjá gripinn, það segir svo mikið meira en einhverjar tölur.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 17:24
af HalistaX
Er með R9 290 kort í vélinni minni og samkvæmt þessum Benchmarks er það að koma alveg ágætlega vel út í 4K. 25-35 rammar í háum stillingum. Ég er enginn FPS Elítisti þannig að ég get vel spilað í Very High með 30fps eða High-Medium með 45-60.
http://www.guru3d.com/articles-pages/ra ... ks,28.html
Annars er ég ekkert að spila CS:GO, er aðallega að spila Battlefield 4 og Hardline sem enthusiast alls ekki competitive, er ekkert sérstaklega góður, spila bara for the 'lulz'.
Svo er draumurinn að eignast annað R9 290 kort og taka þau saman í Crossfire. Lýst mjög vel á þessi Benchmarks;
http://www.guru3d.com/articles-pages/ra ... ks,21.html
Maður er alveg að fá 20 ramma í viðbót á tveimur kortum í Tomb Raider. 56 rammar er ekki slæmt að mínu mati.
Svo getur maður alltaf stillt á 1080p á 4K skjánum, hvernig lýtur það annars út? Hef aldrei séð 4K mynd eða 720p eða 1080p á 4K skjá svo ég veit ekkert um þetta dót.
En hversvegna 'má ekki' spila competitive CS:GO á þessum skjá?
EDIT: Þegar ég spila leiki í háum gæðum er ég aldrei með Anti-Aliasing eða hitt sem ég man ekki hvað heitir á. Anisotropic Filtering og V-sync er eitthvað líka, ég held að ég setji það aldrei á þannig að ég væri kannski að græða nokkra ramma á því að sleppa þeim. Sé bara varla mun á þegar það er on.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 19:08
af hjalti8
Ef ég væri þú þá myndi ég ekki taka þennan skjá. Skjárinn er með TN panel sem er ekki sá besti. Ég myndi frekar reyna að finna eh skjá með IPS panel eða VA panel. Ég veit samt ekki til þess að þú getur fengið 4K IPS/VA skjá á undir 100k á íslandi eins og er.
HalistaX skrifaði:Svo getur maður alltaf stillt á 1080p á 4K skjánum, hvernig lýtur það annars út? Hef aldrei séð 4K mynd eða 720p eða 1080p á 4K skjá svo ég veit ekkert um þetta dót.
1080p ætti að skalast fullkomlega á 2160p skjá þar sem 3840x2160 er akkúrat 4 sinnum fleiri pixlar heldur en 1920x1080. Þetta getur þó farið eftir scaler í skjánum.
HalistaX skrifaði:EDIT: Þegar ég spila leiki í háum gæðum er ég aldrei með Anti-Aliasing eða hitt sem ég man ekki hvað heitir á. Anisotropic Filtering og V-sync er eitthvað líka, ég held að ég setji það aldrei á þannig að ég væri kannski að græða nokkra ramma á því að sleppa þeim. Sé bara varla mun á þegar það er on.
Þegar þú ert kominn með svona háa upplausn þá fer AA(anti-aliasing) að skipta minna máli. En ég myndi alltaf hafa anisotropic filtering á þar sem það hefur nánast engin áhrif á performance á nútíma skjákorti en skiptir miklu máli fyrir myndgæði.
AF: OFF
AF: 16x
Horfðu á veginn í fjarska(eða á allar textures sem snúa ekki beint að þér) og berðu þessar myndir saman.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 19:36
af HalistaX
hjalti8 skrifaði:Ef ég væri þú þá myndi ég ekki taka þennan skjá. Skjárinn er með TN panel sem er ekki sá besti. Ég myndi frekar reyna að finna eh skjá með IPS panel eða VA panel. Ég veit samt ekki til þess að þú getur fengið 4K IPS/VA skjá á undir 100k á íslandi eins og er.
Langar þessvegna að heyra í mönnum sem hafa reynslu af þessum skjá, var að googla áðan og sá hjá Linus Tech Tips smá Screen Tearing í einhverju vídjói sem hann var að keyra. Fann svo sem ekkert um hvort þetta screen tearing væri ef notuð væru AMD kort, Ætli Linus hafi ekki verið að nota Nvidia kort því það eina sem ég fann í fljótu bragði um screen tearing var í sambandi við Nvidia kort og það um þetta leiti í fyrra. Ætli það sé ekki búið að redda þessu með driverum núna, ef það er hægt, ég veit það ekki.
hjalti8 skrifaði:
1080p ætti að skalast fullkomlega á 2160p skjá þar sem 3840x2160 er akkúrat 4 sinnum fleiri pixlar heldur en 1920x1080. Þetta getur þó farið eftir scaler í skjánum.
Þar hef ég það, þá ætti að vera lítið mál að spila þá allra hörðustu í 1080p ef ég vil ekki fórna Ultra stillingunum fyrir FPS.
hjalti8 skrifaði:
Þegar þú ert kominn með svona háa upplausn þá fer AA(anti-aliasing) að skipta minna máli. En ég myndi alltaf hafa anisotropic filtering á þar sem það hefur nánast engin áhrif á performance á nútíma skjákorti en skiptir miklu máli fyrir myndgæði.
Já ókei ég man að á gamla 7850 kortinu mínu þegar ég setti anisotropic filtering á þar þá droppaði performance'ið heilan helling. En ef það er hætt að vera þá mun ég muna eftir því að setja það á.
hjalti8 skrifaði:
AF: OFF
AF: 16x
Horfðu á veginn í fjarska(eða á allar textures sem snúa ekki beint að þér) og berðu þessar myndir saman.
Já ókei það er stór munur á veginum og hellings munur á Textures í fjarska.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 20:31
af hjalti8
HalistaX skrifaði:
Já ókei ég man að á gamla 7850 kortinu mínu þegar ég setti anisotropic filtering á þar þá droppaði performance'ið heilan helling. En ef það er hætt að vera þá mun ég muna eftir því að setja það á.
Það hefur líklega verið anti-aliasing en það hefur mikil áhrif á performance, fer eftir AA tegund
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 13. Jún 2015 20:43
af HalistaX
hjalti8 skrifaði:HalistaX skrifaði:
Já ókei ég man að á gamla 7850 kortinu mínu þegar ég setti anisotropic filtering á þar þá droppaði performance'ið heilan helling. En ef það er hætt að vera þá mun ég muna eftir því að setja það á.
Það hefur líklega verið anti-aliasing en það hefur mikil áhrif á performance, fer eftir AA tegund
Það gæti verið líka, ég kann ekkert á þetta dót haha
Hvernig er þessi samt? Skárri panel í honum?
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=655
EDIT: Linus says it's TN....
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 14. Jún 2015 00:03
af skrani
Ég er með svona Asus skjá til að vinna á og það er alger snilld, get haft 2-3 remote desktop opna, tölvupóstinn, glósur og leiðbeiningar, allt sjáanlegt í einu, á einum fleti. En, maður þarf að vera skrambi nálægt skjánum, soldið eins og að vera á fremsta bekk í bío.
Hef notað hann til að vinna video og ljósmyndir, mér finnst hann fínn í það líka.
Hef aldrei spilað leiki á honum, þannig að ég veit ekkert um það.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 14. Jún 2015 01:09
af HalistaX
skrani skrifaði:Ég er með svona Asus skjá til að vinna á og það er alger snilld, get haft 2-3 remote desktop opna, tölvupóstinn, glósur og leiðbeiningar, allt sjáanlegt í einu, á einum fleti. En, maður þarf að vera skrambi nálægt skjánum, soldið eins og að vera á fremsta bekk í bío.
Hef notað hann til að vinna video og ljósmyndir, mér finnst hann fínn í það líka.
Hef aldrei spilað leiki á honum, þannig að ég veit ekkert um það.
Þetta er gaman að heyra. Langar einmitt í meira 'pláss' fyrir allt draslið mitt. Er á 1280x1050 skjá núna og get varla haft bæði VLC og Chrome opið í einu. Langar að geta haft 720p efni í VLC, Chrome og kannski ritvinnslu eða Minecraft opið allt á sama tíma.
Annars er ég með hausinn stutt frá skjánum, kannski 20-40 cm frá skjánum og er óhræddur með að zooma inn í t.d. Chrome.
Miðað við review sem ég hef séð, LinusTechTips, Eurogamer, Tomshardware, PCGamer og fleiri, Þá eru menn ekkert að hata þennan skjá þrátt fyrir TN panel. Hann er, eins og manni sagði hér að ofan, að fá helvíti góð reviews. Maður er að sjá 80ish af 100 þegar gefnar eru tölur. Tomshardware gaf honum 'Smart Buy' stamp of approval. Ég held að þessi sé bara málið.
Svo var það hitt, Hvort ætti ég að kaupa mér skjáinn eða fá mér annað R9 290 kort fyrst? Ég get náttúrulega keyrt á einu korti alveg la-la 4K en alltaf get ég stillt á 1080p.
Svo er þessi Landsbanka skjár sem ég er með núna að gera mig brjálaðann, á fullt af 1080p myndum sem ég get ekki nýtt því hámarks HD upplausn á honum núna er 720p. Þori ekki einu sinni að tékka hvað ég fengi marga ramma á sekúndu í Battlefield 4...
En ef ég færi í 2x R9 290, er stock kæling nóg eða þyrfti ég að bæta við einhverri flóknari kælingu? Kortið sem ég á er Windforce OC útgáfan, svaka flott með þrem viftum, en það hitnar soldið(Ekkert svakalega, en soldið, nóg til þess að halda herberginu heitu á veturna með gal-opinn glugga).
Þyrfti ég betri kælingu, vatnskælingu eða eitthvað þessháttar?
Eða er nóg að finna Kort, annað hvort eins og hitt Windforce kortið eða eitthvað í þá áttina, með 2-3 kraftmiklum viftum?
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 14. Jún 2015 02:27
af mind
Að kvarta yfir að skjár sé TN panel... jújú VA og IPS hafa sína kosti, en það er endalaust hægt að benda á eitthvað betra með því að hunsa hvað hlutirnir kosta, en þá er bara ekki verið að bera saman sambærilega hluti.
Fyrir þig ætti klárlega skjárinn að koma fyrst, skjákort síðar. Þú getur alltaf lækkað details og ert með tilturlega öflugt kort til að byrja með.
Stock kæling á duga þó þú keyrir CF, gefið að þú sért með ágætis loftflæði og sést ekki að samloka þau saman. Myndi hunsa vatnskælingu nema ef, og þá þegar þú lendir í hitavandamáli. Kortið þarf ekki að vera nákvæmlega eins, en það er ráðlegt af ýmsum ástæðum að nota eins kort ef hægt.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 14. Jún 2015 02:53
af HalistaX
mind skrifaði:Að kvarta yfir að skjár sé TN panel... jújú VA og IPS hafa sína kosti, en það er endalaust hægt að benda á eitthvað betra með því að hunsa hvað hlutirnir kosta, en þá er bara ekki verið að bera saman sambærilega hluti.
Já, ég heyrði amk ekkert hatur á TN panela í þessum gagnrýnum sem ég var að skoða. Fær maður yfirhöfuð VA eða IPS Panel á 100ish þúsund? Held ekki, ekki hér á landi allavegana. Í gagnrýnunum var alltaf talað um $3000 skjái, ætli það séu ekki þeir.
mind skrifaði:
Fyrir þig ætti klárlega skjárinn að koma fyrst, skjákort síðar. Þú getur alltaf lækkað details og ert með tilturlega öflugt kort til að byrja með.
Já, ég er að hallast á það. Mitt kort er að performa vel í 1080p og kemur bara betur út en ég var að búast við í 4K. Held, eins og staðan er í dag, að ég taki þennan um mánaðarmótin.
mind skrifaði:
Stock kæling á duga þó þú keyrir CF, gefið að þú sért með ágætis loftflæði og sést ekki að samloka þau saman. Myndi hunsa vatnskælingu nema ef, og þá þegar þú lendir í hitavandamáli. Kortið þarf ekki að vera nákvæmlega eins, en það er ráðlegt af ýmsum ástæðum að nota eins kort ef hægt.
Já einmitt, hélt það líka. Windforce kortið kostar 70k hjá Tölvutek á meðan að Sapphire hjá Start kostar 57k. 13 þúsund kall þarna á milli. Finnst það soldið, þetta er 13 þúsund kall sem gæti farið uppí nýjan aflgjafa ef þess þarf.
Svo er náttúrulega hægt að leita bara að notuðu Windforce korti, fékk mitt einmitt notað á gjafaprís.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Mið 17. Jún 2015 13:07
af mind
Ég veit allavega ekki af neinum 4K IPS eða VA sem maður fær á því verði að ég myndi frekar kaupa hann en þennan Asus.
Hafðu samt í huga að Sapphire er í raun bara bókstaflega AMD að gefa út reference kortið sitt, það er lögð minnst vinna í það og það er smíðað bara beint eftir upprunalegu hönnuninni, svo það er að öllu jöfnu ekki eins vandað.
Hafandi sagt það þá er ég sjálfur ekki viss ég myndi endilega taka annað en Sapphire kortið ef ég ætti WindForce fyrir. En það hefur meira með að gera að mér finnst WindForce hönnunin ekki höfða til mín. Þrjár viftur á skjákorti þjóna litlum tilgangi nema til að sýnast eða til að bæta upp fyrir vandamálð við undirliggjandi kælikerfið, og hvoru tveggja hljómar óspennandi í mínum eyrum.
Passaðu bara þegar þú bætir við kortinu að þau séu bæði að keyra á sömu riðum á GPU og minninu.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Mið 17. Jún 2015 16:11
af hjalti8
mind skrifaði:Hafðu samt í huga að Sapphire er í raun bara bókstaflega AMD að gefa út reference kortið sitt, það er lögð minnst vinna í það og það er smíðað bara beint eftir upprunalegu hönnuninni, svo það er að öllu jöfnu ekki eins vandað.
Þetta sapphire kort hjá start er reyndar allt annað en reference kort. Með mjög öflugri kælingu(ein besta 290 kælingin):
annars myndi ég persónulega alltaf taka eitt öflugra kort frekar en að fara í crossfire/sli, sérstaklega þegar kortin hitna svona mikið(mjög slæmt að samloka svona stór kort).
GTX980ti á 130k væri þá ágætis kostur, en persónulega myndi ég amk bíða eftir R9 Fury X reviews en skv leaks mun það outperforma Titan X og kosta jafn mikið og 980ti($650) og koma með AIO full cover vatnskælingu(coverar vrm,kjarna og hbm minni svo það er engin loftkæling). Kortið á að koma 24.júní eða eftir viku. Fury X á einnig að hafa 1.5x perf/watt miðað við 290x. Svo Fury kortið mun líklega vera 60%+ öflugra heldur en eitt 290 kort. 2 stykki 290 kort munu væntanlega outperforma það þegar crossfire scale-ar vel, en þau munu dumpa töluvert meiri hita í herbergið hjá þér, keyra heitar og vera háværari. Einnig hefur þú sennilega ekkert OC-headroom ef þú samlokar tvö 290 kort. En fury kortið mun væntanlega vera OC draumur svo munurinn á performance verður lítill. Svo má ekki gleyma veseninu sem fylgir að hafa tvö kort. Þetta kemur allt betur í ljós eftir viku þegar review-in detta inn. Svo kemur einnig ódýrari loftkæld útgáfa af fury kortinu en hún kemur ekki fyrr en í næsta mánuði(14 júlí).
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Mið 17. Jún 2015 16:28
af HalistaX
Jájá, ég færi hvort eð er aldrei í crossfire fyrr en eftir einhverja mánuði. Ég skal bara bíða eftir Fury kortunum og sjá hvað reviews segja.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 17:36
af HalistaX
Computer.is áttu ekki nema einn skjá til á lager en fékk að prufa hann hjá Att.is.
Þeir áttu því miður engann leik fyrir mig að prufa á honum og Internetið var svo hægt að það var varla hægt að spila 4K Youtube vídjó en það litla sem ég sá var alveg rosalega flott.
Annars eru þessi Fury X kort ekkert að kveikja neitt í mér. Ætli ég fái mér ekki bara annað R9 290 í stað eins Fury X.
http://www.guru3d.com/articles_pages/am ... ew,27.html
Í BF Hardline er maður að græða 9 ramma sirka á Fury X.
Og í Hitman Absolution er Fury að skora 45 ramma á meðan 2x 290 eru að skora
59 ramma.
http://www.guru3d.com/articles_pages/am ... ew,26.html
http://www.guru3d.com/articles_pages/ra ... ks,21.html
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 17:50
af odinnn
Hvað með að detta bara í vitleysuna og panta einn
Kóreiskan skjá af ebay? Reyndar heimskulega stór en gæti hugsanlega hentað.
Hérna er smá yfirlit og review um þennan skjá.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 18:19
af HalistaX
odinnn skrifaði:Hvað með að detta bara í vitleysuna og panta einn
Kóreiskan skjá af ebay? Reyndar heimskulega stór en gæti hugsanlega hentað.
Hérna er smá yfirlit og review um þennan skjá.
Hahaha já, þessi væri nú eitthvað. Finnst stærðin alveg svakaleg. Mamma og Pabbi eiga 32" sjónvarp og finnst mér það stórt. Thing is að ég treisti ekki alveg þessum kóresku skjáum. Er það kannski vitleysa í manni?
Hvað myndi hann sirka kosta svona kominn heim? Kann ekkert á tollflokkana og virðisauka skatt..
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 19:04
af kizi86
ég er með 27" 1440p kóreu skjá og gæti varla verið sáttari, getur fengið minn á svona 35þ
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 19:08
af odinnn
Ég fæ út 96þ kall með lélegri notkun á
reiknivél tollstjóra. Hef ekki rekið mig mikið á neikvæða umfjöllun um kóreiska skjái svo lengi sem maður er að kaupa það sama og allir aðrir. Langar rosalega að prófa að kaupa einn svona, myndi halda að það væri lítið mál að selja hann ef maður væri ekki að fíla stærðina.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 19:49
af HalistaX
kizi86 skrifaði:ég er með 27" 1440p kóreu skjá og gæti varla verið sáttari, getur fengið minn á svona 35þ
Ég hugsa málið
Annars er ég svo hræddur um að eyða fúlgu í eitthvað fallegt frá Kóreu en svo komið heim er það ekkert nema dauðir pixlar og flickering. Þá er rosalega vont að eiga hann ekki í ábyrgð hér á landi.
odinnn skrifaði:Ég fæ út 96þ kall með lélegri notkun á
reiknivél tollstjóra. Hef ekki rekið mig mikið á neikvæða umfjöllun um kóreiska skjái svo lengi sem maður er að kaupa það sama og allir aðrir. Langar rosalega að prófa að kaupa einn svona, myndi halda að það væri lítið mál að selja hann ef maður væri ekki að fíla stærðina.
Já, það væri gaman að prufa en ég held ég haldi mig skjái með ábyrgð. Það væri í lagi að prufa að kaupa kóreu skjá fyrir kannski 30-40þús en ekki 100þúsund, ekki ef það er ekki ábyrgð. En það er bara ég. Og eins og oft áður veit ég ekkert um þetta dót, er bara alinn upp við þetta.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 20:35
af kizi86
HalistaX skrifaði:kizi86 skrifaði:ég er með 27" 1440p kóreu skjá og gæti varla verið sáttari, getur fengið minn á svona 35þ
Ég hugsa málið
Annars er ég svo hræddur um að eyða fúlgu í eitthvað fallegt frá Kóreu en svo komið heim er það ekkert nema dauðir pixlar og flickering. Þá er rosalega vont að eiga hann ekki í ábyrgð hér á landi.
alveg velkomið að kíkja og skoða skjáinn
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Lau 27. Jún 2015 23:39
af pepsico
Því miður
mjög algengt að 1440p kóresku skjáirnir deyji.
Það getur verið mjög gott gamble ef maður er heppinn og maður getur líka lent í því að hafa borgað 40þ fyrir 3-6 mánuði af skjá.
Vörumerkja 1440p panelar eru fallnir svo í verði að þetta er ekki lengur jafn sniðugt gamble og fyrir 3-4 árum þegar verðmunurinn var þre-fjórfaldur.
Hvað varðar þennan skjá sem þú linkaðir í þá get ég einfaldlega ekki mælt með TN panel skjáum yfir 24".
Þeir koma sjaldan vel út úr því að vera svona stórir. Það eru scaling vandamál sem koma upp þegar þeir eru orðnir svona stórir.
Maður fórnar svakalegum myndgæðum og áhorfsgæðum þegar maður gerir TN panel svona stóran.
Alltaf.
Getur séð kvartað yfir mörgum þeirra vandamála með því að flokka skoðanirnar á Amazon eftir 1-2-3 stjörnum.
Slóð
Þau koma upp á öllum stórum TN panel skjáum t.d. þessum TN Samsung 4K skjá hjá @tt
Slóð Slóð Sérð þau þarna líka.
Ég held þú yrðir mun sáttari með 1440p IPS panel sem ætti að vera á sama verði.
Hérna er eini 1440p IPS panel skjárinn sem ég fann á Íslandi
Slóð en hann er uppseldur.
Sérð stökkan mun á fjölda <5 stjörnu skoðana á honum og stóru TN panel skjáunum enda algjör vitleysa í mínum huga að framleiða stóra TN skjái.
Slóð
73% fimm stjörnur á móti 57% og 47%.
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 28. Jún 2015 01:36
af kizi86
pepsico skrifaði:Því miður
mjög algengt að 1440p kóresku skjáirnir deyji.
Það getur verið mjög gott gamble ef maður er heppinn og maður getur líka lent í því að hafa borgað 40þ fyrir 3-6 mánuði af skjá.
Vörumerkja 1440p panelar eru fallnir svo í verði að þetta er ekki lengur jafn sniðugt gamble og fyrir 3-4 árum þegar verðmunurinn var þre-fjórfaldur.
Hvað varðar þennan skjá sem þú linkaðir í þá get ég einfaldlega ekki mælt með TN panel skjáum yfir 24".
Þeir koma sjaldan vel út úr því að vera svona stórir. Það eru scaling vandamál sem koma upp þegar þeir eru orðnir svona stórir.
Maður fórnar svakalegum myndgæðum og áhorfsgæðum þegar maður gerir TN panel svona stóran.
Alltaf.
Getur séð kvartað yfir mörgum þeirra vandamála með því að flokka skoðanirnar á Amazon eftir 1-2-3 stjörnum.
Slóð
Þau koma upp á öllum stórum TN panel skjáum t.d. þessum TN Samsung 4K skjá hjá @tt
Slóð Slóð Sérð þau þarna líka.
Ég held þú yrðir mun sáttari með 1440p IPS panel sem ætti að vera á sama verði.
Hérna er eini 1440p IPS panel skjárinn sem ég fann á Íslandi
Slóð en hann er uppseldur.
Sérð stökkan mun á fjölda <5 stjörnu skoðana á honum og stóru TN panel skjáunum enda algjör vitleysa í mínum huga að framleiða stóra TN skjái.
Slóð
73% fimm stjörnur á móti 57% og 47%.
http://www.anandtech.com/show/5885/the- ... ps-display
minn er með IPS panel, og er búinn að standa sína plikt í að verða 2 ár án feilspors
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 28. Jún 2015 02:02
af HalistaX
pepsico skrifaði:*Langloka*
Já ókei. Ég skoðaði einmitt most helpful critical review á amazon og gæjinn var eitthvað að kvarta útaf svarta litnum og sér maður mikinn mun á þessari mynd á 1900x1200 skjá og Asus skjánum.
Er þetta algjör deal breaker?
EDIT; Er með hálfgerðann bóner fyrir Asus svo segið mér nú, hvernig er þessi?
http://www.computer.is/is/product/skjar ... -2560x1440
Re: Hafiði einhverja reynslu af þessum skjá?
Sent: Sun 28. Jún 2015 19:15
af HalistaX
Var orðinn soldið þreyttur í nótt og nennti ekki að svara almennilega, ég biðst afsökunar
pepsico skrifaði:Því miður mjög algengt að 1440p kóresku skjáirnir deyji.
Það getur verið mjög gott gamble ef maður er heppinn og maður getur líka lent í því að hafa borgað 40þ fyrir 3-6 mánuði af skjá.
Vörumerkja 1440p panelar eru fallnir svo í verði að þetta er ekki lengur jafn sniðugt gamble og fyrir 3-4 árum þegar verðmunurinn var þre-fjórfaldur.
Mig grunaði það nefninlega, langar ekki að eyða 40-100þ í skjá sem endist svo bara sex mánuði.
pepsico skrifaði:
Hvað varðar þennan skjá sem þú linkaðir í þá get ég einfaldlega ekki mælt með TN panel skjáum yfir 24".
Þeir koma sjaldan vel út úr því að vera svona stórir. Það eru scaling vandamál sem koma upp þegar þeir eru orðnir svona stórir.
Maður fórnar svakalegum myndgæðum og áhorfsgæðum þegar maður gerir TN panel svona stóran. Alltaf.
Já ókei endilega koma með einhverjar svona upplýsingar, ég, eins og ég segi, veit ekkert um þetta dót.
pepsico skrifaði:
Getur séð kvartað yfir mörgum þeirra vandamála með því að flokka skoðanirnar á Amazon eftir 1-2-3 stjörnum.
Slóð
Þau koma upp á öllum stórum TN panel skjáum t.d. þessum TN Samsung 4K skjá hjá @tt
Slóð Slóð Sérð þau þarna líka.
Já ég skoðaði nokkur negative reviews í gær og sá soldið kvartað yfir ýmsu.
pepsico skrifaði:
Ég held þú yrðir mun sáttari með 1440p IPS panel sem ætti að vera á sama verði.
Hérna er eini 1440p IPS panel skjárinn sem ég fann á Íslandi
Slóð en hann er uppseldur.
Sérð stökkan mun á fjölda <5 stjörnu skoðana á honum og stóru TN panel skjáunum enda algjör vitleysa í mínum huga að framleiða stóra TN skjái.
Slóð
73% fimm stjörnur á móti 57% og 47%.
Já ég er sammála þér þar, 73% líta betur út en þessi 50ish% hjá hinum. En er 1440p nóg? Er hægt að hafa þrjá glugga opna í einu eða VLC með 720p efni og svo leik eða Chrome opið hinu megin?