Síða 1 af 1

Hugmyndir af nýrri vél ?

Sent: Sun 31. Maí 2015 15:00
af Gassi
Góðann daginn vaktarar!

Nú er ég í pælingum um að fá mér nýja vél þar sem það er kominn tími á að uppfæra til að geta spilað nýjustu leiki.

Held að Budgetið geti verið 120-150, vantar ekki skjá eða neina aukahluti bara turninn.

Er hrifnari af intel/Nvidia en öðru. Var líka að pæla hvort ég gæti ekki sloppið við að kaupa kassa þar sem ég er með einn ca 2 ára gamlann

endilega skjótið á mig hugmyndum öll hjálp vel þegin ! :D

fyrirfram þakkir!

Garðar

Re: Hugmyndir af nýrri vél ?

Sent: Sun 31. Maí 2015 16:15
af mercury
fyrir þetta budget myndi ég mæla með því að kaupa notað.

Re: Hugmyndir af nýrri vél ?

Sent: Sun 31. Maí 2015 16:55
af Xovius
Ef þú finnur eitthvað gott notað gætirðu ábyggilega byggt ágætis vél fyrir þetta. Annars svona almenn ráð. Held að Intel i5 4690K sé sweet spot fyrir örgjörva. Ekki eyða of miklu í móðurborð. 240GB SSD er að mínu mati nauðsyn þó það sé hægt að láta 120GB duga. 8GB af 1600mhz DDR3. 500-600W aflgjafi.
Fyrir leikina færi ég svo ekki mikið lægra en 970. Ef þú getur fundið eitthvað af þessu notað þá ætti ekki að vera mjög mikið mál að troða þessu öllu inní budgetið.

Re: Hugmyndir af nýrri vél ?

Sent: Sun 31. Maí 2015 17:15
af zedro
Áttu ekki tölvu fyrir? Ekkert hægt að nýta úr henni?