Síða 1 af 1

Tölvuturn kveikir ekki á sér

Sent: Lau 02. Maí 2015 01:28
af krissi24
Ég er með turn sem ég nota sem file server og nú virðist hann ekki vilja kveikja á sér :/ Var að koma heim eftir fjarveru og stuttu eftir að ég fór að heiman þá missti ég samband við serverinn. Ég tók eftir því að ljósið á honum blikkar bara en það er ekkert hljóð sem fylgir og hann vill ekki kveikja á sér. Ég er búinn að aftengja aflgjafann frá móðurborðinu og alla HDD og tengja allt aftur en þetta virðist ekki vera að virka :( Hvað gæti verið að? Læt myndband fylgja með.


http://tinypic.com/r/sobdza/8

Re: Tölvuturn kveikir ekki á sér

Sent: Lau 02. Maí 2015 02:26
af zedro
Aflgjafi eða mobo myndi ég halda, samt smá skot útí loftið.

Re: Tölvuturn kveikir ekki á sér

Sent: Lau 02. Maí 2015 07:28
af fantis
prufaðu að aftengja power ledið og hafðu aðeins reset takkan tengdan á móðurborðinu.

annars PSU http://www.techspot.com/community/topic ... ure.55506/

Re: Tölvuturn kveikir ekki á sér

Sent: Lau 02. Maí 2015 10:13
af nidur
Ég myndi segja CPU/móðurborð miðað við video, en prufa aflgjafa fyrst.

Re: Tölvuturn kveikir ekki á sér

Sent: Lau 02. Maí 2015 23:40
af krissi24
Hef einusinni áður skipt um aflgjafa í þessari vél því þá byrjaði að koma brunalykt en eftir að ég setti annan í þá lagaðist allt og ekkert skemmdist, kannski að maður ætti að prófa að skipta um aflgjafa?