Síða 1 af 1

Skjákorts val..

Sent: Lau 04. Apr 2015 08:59
af Hnykill
Er loks kominn með X99 setup (í undirskrift) og á bara eftir að skipta út skjákortinu. ég ætlaði að bíða eftir AMD R9 3xx seríunni sem á að koma út í sumar, en ég er farinn að hallast að Geforce 980 GTX dálítið mikið. þessu hérna frá PNY til að hafa það nákvæmt, http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2923 .

En er nokkuð vit í að vera alltaf að bíða eftir nýrri línu ? ..er maður þá ekki bara alltaf að bíða og bíða bara. ætti ég að stökkva á þeta GTX 980 kort núna eða er AMD R9 3xx línan eitthvað sem er nokkra mánaða bið virði ? :klessa

Ég veit að GTX 980 á alveg eftir að duga mér í 2-3 ár allavega svo hvað finnst ykkur ..bíða þar til sumar eða bara skella sér á 980 kortið ?

Re: Skjákorts val..

Sent: Lau 04. Apr 2015 19:34
af halli1987
gtx 980 er suddalegt kort en ég mundi og ætla reyndar sjálfur að bíða og sjá hvað r9 380x gerir og hvað það kostar. þetta kort á að vera öflugra en gtx980 og vonandi töluvert ódýrara. biðin er ekki svo löng :)

Re: Skjákorts val..

Sent: Lau 04. Apr 2015 19:52
af darkppl
nýja línan kemur örgguglega eftir sumarið. þeir frestuðu allanvegana kynninguni til júni, júlí og það munu örugglega ekki vera aftermarket coolers fyrr en í vetur þá...

Re: Skjákorts val..

Sent: Sun 05. Apr 2015 09:43
af Hnykill
Já ætli maður noti ekki bara AMD 7950 kortið þangað til AMD R9 3xx kemur út. ég get enn spilað alla leiki í þokkalegum gæðum með því. en ég er með 150.000 kall sem hámark fyrir skjákortskaup í þessa vél svo ég vona að AMD R9 390X verði undir þeim verðmiða .