Vesen með "Power up"
Sent: Mán 16. Mar 2015 18:08
Ég fékk tölvu í hendurnar frá aðila sem hafði hellt smá kaffi yfir með þeim afleiðingum að tölvan drap á sér.
Ég fékk það dásamlega hlutverk að hreinsa upp það sem hægt er, og koma henni í gang ef hægt væri.
Velbúnaðurinn í þessari tölvu er Gigabyte GA-EX58-UD4P með Intel i7 980 örgjörva. Aflgjafi er Mushkin HP-580AP
Ég er búin að þrífa alla tölvuna og tengja allt saman - það nauðsynlegasta. Ég hef tengt power takkan á kassanum við móðurborðið og sett aðal straumtengið (20+4 pinna) við móðurborðið og (4+4) auka 12v strauminn og þegar ég prufa að kveikja á tölvunni með ekkert annað tengt en móðurborðið við kassann og aflgjafan tengdan.... Ekkert gerist,
...en ef ég tek 12v tengið 4+4 út sambandi get ég kveikt á tölvunni ...en það eru ekki öll kurl kominn til grafar.
Ég er svolítið óheppin að vera ekki með gamla PC speakerinn í kassanum til að geta fengið pípin til að bilanagreina það sem er að.
Þessi móðurborð eru með álagsmæli í formi ca. 12 stk díóða á moðurborðinu sem sýna hversu mikið álag er á brautum móðurborðsins. Þessi mælir fer allur í botn þegar ég hef kveikt á henni með 12v tengið aftengt.
Spurning mín er sú: Er móðurborðið skemmt eftir kaffi sullið eða er örgjörvin steiktur?
Með von um smá hjálp!
Ég fékk það dásamlega hlutverk að hreinsa upp það sem hægt er, og koma henni í gang ef hægt væri.
Velbúnaðurinn í þessari tölvu er Gigabyte GA-EX58-UD4P með Intel i7 980 örgjörva. Aflgjafi er Mushkin HP-580AP
Ég er búin að þrífa alla tölvuna og tengja allt saman - það nauðsynlegasta. Ég hef tengt power takkan á kassanum við móðurborðið og sett aðal straumtengið (20+4 pinna) við móðurborðið og (4+4) auka 12v strauminn og þegar ég prufa að kveikja á tölvunni með ekkert annað tengt en móðurborðið við kassann og aflgjafan tengdan.... Ekkert gerist,
...en ef ég tek 12v tengið 4+4 út sambandi get ég kveikt á tölvunni ...en það eru ekki öll kurl kominn til grafar.
Ég er svolítið óheppin að vera ekki með gamla PC speakerinn í kassanum til að geta fengið pípin til að bilanagreina það sem er að.
Þessi móðurborð eru með álagsmæli í formi ca. 12 stk díóða á moðurborðinu sem sýna hversu mikið álag er á brautum móðurborðsins. Þessi mælir fer allur í botn þegar ég hef kveikt á henni með 12v tengið aftengt.
Spurning mín er sú: Er móðurborðið skemmt eftir kaffi sullið eða er örgjörvin steiktur?
Með von um smá hjálp!