Ég fékk tölvu í hendurnar frá aðila sem hafði hellt smá kaffi yfir með þeim afleiðingum að tölvan drap á sér.
Ég fékk það dásamlega hlutverk að hreinsa upp það sem hægt er, og koma henni í gang ef hægt væri.
Velbúnaðurinn í þessari tölvu er Gigabyte GA-EX58-UD4P með Intel i7 980 örgjörva. Aflgjafi er Mushkin HP-580AP
Ég er búin að þrífa alla tölvuna og tengja allt saman - það nauðsynlegasta. Ég hef tengt power takkan á kassanum við móðurborðið og sett aðal straumtengið (20+4 pinna) við móðurborðið og (4+4) auka 12v strauminn og þegar ég prufa að kveikja á tölvunni með ekkert annað tengt en móðurborðið við kassann og aflgjafan tengdan.... Ekkert gerist,
...en ef ég tek 12v tengið 4+4 út sambandi get ég kveikt á tölvunni ...en það eru ekki öll kurl kominn til grafar.
Ég er svolítið óheppin að vera ekki með gamla PC speakerinn í kassanum til að geta fengið pípin til að bilanagreina það sem er að.
Þessi móðurborð eru með álagsmæli í formi ca. 12 stk díóða á moðurborðinu sem sýna hversu mikið álag er á brautum móðurborðsins. Þessi mælir fer allur í botn þegar ég hef kveikt á henni með 12v tengið aftengt.
Spurning mín er sú: Er móðurborðið skemmt eftir kaffi sullið eða er örgjörvin steiktur?
Með von um smá hjálp!
Vesen með "Power up"
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með "Power up"
Ég hef lent í þessu að PSU virki ekki á 4+4 pin móbo þrátt fyrir að það bjóði upp á það.
Geturðu prófað með öðru PSU?
Ef sama gerist þá er móðurborðið líklegra.
Geturðu prófað með öðru PSU?
Ef sama gerist þá er móðurborðið líklegra.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Re: Vesen með "Power up"
Já ég hef prufað það með 500W PSU en þá er ég bara með 4 pina 12v tengi. (eldra PSU).
En það sem mig langar að vita er; eru líkur á að örgjörvin verði fyrir skammhlaupi að þessu tagi. Ég er með A+ og mikill spekúlant á þessa hluti, vildi samt allveg vilja öðlast meiri skilning á rafmagni.
Ég er búin að mæla báða PSU og það eru allar greinar í tengjum og þeir eru báðir í lagi samkvæmt mínum bókum.
En það sem mig langar að vita er; eru líkur á að örgjörvin verði fyrir skammhlaupi að þessu tagi. Ég er með A+ og mikill spekúlant á þessa hluti, vildi samt allveg vilja öðlast meiri skilning á rafmagni.
Ég er búin að mæla báða PSU og það eru allar greinar í tengjum og þeir eru báðir í lagi samkvæmt mínum bókum.