Síða 1 af 1
Plasti dip
Sent: Lau 07. Feb 2015 20:30
af kunglao
Plasri dip er notað til að spreya á bíla og í raun allt sem okkur dettur í hug.
Tölvukassar ó jááááá´aá DIY <====> Do IT Yourself. EF að þér líkar ekki við og vilt skipta um lit þá er ekkert mál að skipta um lit sjá myndband=>
https://www.youtube.com/watch?v=tkRE1bun6P8
Ég er að hugsa hvort að það sé einhver með umboð með þetta á Íslandi eða þið hér a'Vaktinni vitið um söluaðila hér á Klakanum '? Ef ekki á er bara um að gera að panta þetta að utan. Allavega er ég heitur fyrir þessu miðað við hversu einfalt þetta efni er í notkun.
Ég skil eftit link á heimasíðu
www.plastidip.com
Einhver hér á þessum vef sem hefur reynslu af þessu hvort um sé að ræða á bíla,tölvuhluti eða einhverskonar ?
Re: Plasti dip
Sent: Lau 07. Feb 2015 20:39
af Frost
Re: Plasti dip
Sent: Lau 07. Feb 2015 20:46
af kunglao
já en þetta er bara
www.gardvelar.is samkvæmt því sem ég er að skoða en flott samt
Re: Plasti dip
Sent: Lau 07. Feb 2015 21:47
af Frost
Garðvélar?!? Þetta er Plasti Dip Ísland sem Landvélar er með...
Re: Plasti dip
Sent: Lau 07. Feb 2015 21:55
af kunglao
já landvélar og garvélar eu sameinaðar alla veganna frá FB...
Re: Plasti dip
Sent: Lau 07. Feb 2015 22:55
af asgeireg
Felgur .is er með þetta líka bara annar framleiðandi.
http://felgur.is/foliatec.html
Re: Plasti dip
Sent: Sun 08. Feb 2015 16:59
af dori
4 brúsar á heilan kassa sem kosta $9 stykkið, hvað ætli þetta kosti hérna heima? 2500 kr. brúsinn? Frekar skemmtilegt að geta breytt til og flott að geta bara rifið þetta af auðvitað. En svolítið dýrt samt.
Re: Plasti dip
Sent: Sun 08. Feb 2015 19:43
af MatroX
dori skrifaði:4 brúsar á heilan kassa sem kosta $9 stykkið, hvað ætli þetta kosti hérna heima? 2500 kr. brúsinn? Frekar skemmtilegt að geta breytt til og flott að geta bara rifið þetta af auðvitað. En svolítið dýrt samt.
þú getur ekki flutt þetta inn nema með skipi, það eru margir búnir að reyna það en leiðin er að láta eitthvern sem þú þekkir kaupa þetta úti og láta senda þetta með skipi heim, brúsin er að kosta eitthvað í kringum 4þús hérna heima, en þeir eiga von á verðlækkun á því ef þeir eru ekki þegar búnir að því
Re: Plasti dip
Sent: Sun 08. Feb 2015 20:26
af dori
Jebb, bannað að senda úðabrúsa með flugi. En þá enn frekar, 12-16 þúsund kall er alveg væn summa í svona. En pæling, er plastidip fáanlegt hérna heima (og þá eitthvað ódýrara) án þess að vera í úðabrúsa?
Re: Plasti dip
Sent: Sun 08. Feb 2015 20:34
af MatroX
dori skrifaði:Jebb, bannað að senda úðabrúsa með flugi. En þá enn frekar, 12-16 þúsund kall er alveg væn summa í svona. En pæling, er plastidip fáanlegt hérna heima (og þá eitthvað ódýrara) án þess að vera í úðabrúsa?
Já landvélar selja þetta í lítrum líka, en þá þarftu rafmagns sprautukönnu
Re: Plasti dip
Sent: Sun 08. Feb 2015 22:31
af capteinninn
Notaði þetta á mótorhjólið hjá mér með góðum árangri, eina sem virðist skemma þetta er bensín.
Ég keypti samt bara svona eitthvað grey shade eða eitthvað sem var ekki fullur litur á. Þurfti að sprauta hjólið fyrst og setja svo annað layer af plasti dip yfir það.
Ég notaði reyndar ekki official plasti dip heldur þetta sem er til sölu í Landvélum.
Mæli með að eiga nóg af þessu, ég notaði tvo brúsa á tank og 3 lítil bretti og átti bara smá eftir.
Líklega er samt betra að kaupa fullan lit heldur en svona shade