Síða 1 af 1

Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Þri 03. Feb 2015 01:31
af frappsi
Mig hefur lengi langað að prófa Raspberry Pi og núna þegar það er komin ný útgáfa ætla ég að nota tækifærið og stökkva á þetta.
Til að ná kostnaðinum niður langar mig að búa til hóppöntun. Er kominn með 11 stykki núna en ef það myndu bætast nokkrir við væri það flott :)
Geri ráð fyrir að stykkið (1 stk Raspberry Pi 2.0 - engir aukahlutir) kosti um 6500 - 7000 kr, max komið í hendur kaupanda. Stykkið er á 24,99GBP og sendingarkostnaður fyrir heildarpakkann er 7GBP.
Eftirfarandi fyrirvarar eru á þessu:
* Uppgefinn sendingartími er 3-12 dagar.
* Skilafrestur á gölluðum eintökum er mánuður.
* Að þetta sé "in stock" þegar ég panta í fyrramálið [-o< .

3 gerðir af spennubreytum í boði. Þeir sem hafa áhuga sendi mér PM með því sem þeir vilja. Ath að þetta eru 2A, ekki 1A. Nýju Pi-in ráða við allt að 2A í heildina, en eldri gerðirnar bara 1A. Gömlu ættu að virka en þessir bjóða uppá fulla nýtingu. Ath líka að USB unitin eru með örlítið hærri spennu 5,25V í stað 5V til að dekka spennufall.
ca 1400kr: https://www.modmypi.com/raspberry-pi-ac ... -supply-eu
ca 1200kr: https://www.modmypi.com/raspberry-pi-ac ... -supply-eu
ca. 1800kr: https://www.modmypi.com/raspberry-pi-ac ... e-cable-eu

Endilega látið vita sem fyrst ef þið viljið vera með. Ef nægilega margir nást gæti borgað sig að taka DHL valkostinn (1-3 dagar og 29,99GPB fyrir heildina) en líklega verður þetta bara standard shipping.

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Þri 03. Feb 2015 08:25
af Maniax
Ef þú ert kominn með 11 vélar þá verður þú að taka DHL kostinn hélt ég
Annars líta þessar vélar rosalega vel út :happy

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Fim 05. Feb 2015 15:55
af PandaWorker
Er búið að panta þetta? Gæti vel hugsað mér að vera með.

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Fim 05. Feb 2015 17:07
af tanketom
já sama hér væri til að vera með

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Fim 05. Feb 2015 18:09
af SolviKarlsson
ég hafði samband við frappsi í morgun, og þá hafði pöntunin verið komin og uppselt á vefsíðunni.

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Fös 06. Feb 2015 20:33
af gRIMwORLD
:happy fyrir brilliant afgreiðslu á þessari pöntun. Fékk þetta bara afhenti beint í vinnuna í dag.

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Sent: Fös 06. Feb 2015 21:03
af Vaski
jamm, sama hérna, takk fyrir mig :)