Síða 1 af 1

E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 20:03
af appel
Mmmm.... nokkuð áhugavert :) ég er/var doldill SC2 nöttari og var mikið inni í þessu.


CBS weighs in: Video games are a sport
http://www.dailydot.com/esports/cbs-sun ... g-esports/" onclick="window.open(this.href);return false;




Ég trúi því að á innan við næstu 20 árum þá muni E-sports verða mun vinsælla en flestar aðrar íþróttir, allavega í áhorfi, að undanskildum fótbolta og ÓL.

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 20:18
af suprah3ro
Alveg hiklaust verður þetta stærri en flest allar íþróttir ef það er ekki bara orðið nú þegar. Og með góðum lýsendum kemst fólk fljótt inní leikina sem er verið að spila :)

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 20:19
af Bjosep
Hvað í ósköpunum fær þig til þess að halda það að þetta eigi eftir að verða eitt það vinsælasta í heiminum?

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 20:24
af appel
Bjosep skrifaði:Hvað í ósköpunum fær þig til þess að halda það að þetta eigi eftir að verða eitt það vinsælasta í heiminum?
Sjáðu bara Minecraft, þetta er vinsælasta efnið á Youtube, og almennt eru svona "replays" eða leikjacommentarí vinsælasta efnið.
Ungu kynslóðirnar sem eru að alast upp í dag munu ekkert fara að horfa á golf eða blak eftir 25 ára aldur.

Horfðu á CBS vídjóið, þar segja þeir að lokakeppnin í League of Legends fékk meira áhorf en lokakeppnin í ameríska hafnaboltanum.

Ég er nú sjálfur orðinn ágætlega "seasoned" í árum og ég horfi á svona vídjó, starcraft aðallega, en ég skemmti mér við þetta. Hef aldrei haft neinn áhuga á fótbolta eða öðrum svona boltasportum, finnst þau frekar þroskaheft, alltof hægvirkt og plebbalegt, alltaf sama, breytist aldrei, bara leikmennirnir. En í E-sports koma alltaf nýjir vinsælir leikir á 2-3 ára fresti sem verða ofurvinsælir og þá breytist allt saman, hristir upp í öllu. Þetta er bara öðruvísi og meira action :)

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 21:10
af audiophile
Ég verð að viðurkenna að þó ég sé nær 40 en 30 ára að ég hef lúmskt gaman að horfa t.d. á CS:GO tournament á Twitch enda var upprunalega CS moddið eitt af fyrstu leikjunum sem ég spilaði af einhverju ráði.

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 22:09
af Plushy
Ég skal alveg viðurkenna það að ég vaknaði nú kl 06:15 á Sunnudegi til að horfa á úrslitin í League of Legends World Championship 2014.

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 23:21
af Minuz1
http://vidstatsx.com/youtube-top-100-mo ... d-channels" onclick="window.open(this.href);return false;

Gaming er í 2 sæti á eftir músík.

Re: E-Sports

Sent: Mán 15. Des 2014 23:35
af appel
Minuz1 skrifaði:http://vidstatsx.com/youtube-top-100-mo ... d-channels

Gaming er í 2 sæti á eftir músík.
Athugaðu að PewDiePie er í 5. sæti og hann er alfarið Gaming, en hann er bara svo vinsæll að hann er heill flokkur. En það þýðir að Gaming er með 111 milljón subscribers á YouTube.

En svo er Rihanna, OneDirection, KatyPerry o.fl. með sínar eigin stöðvar sem eru gríðarlega vinsælar þannig að þetta kannski jafnast út.

Þannig að tónlist er líklega vinsælli en Gaming sýnist mér.

Re: E-Sports

Sent: Þri 16. Des 2014 00:12
af Bjosep
appel skrifaði:Athugaðu að PewDiePie er í 5. sæti og hann er alfarið Gaming, en hann er bara svo vinsæll að hann er heill flokkur. En það þýðir að Gaming er með 111 milljón subscribers á YouTube.
Alfarið er kannski fulldjúpt í árina tekið. Ég frétti nú bara af tilvist þessa gaurs fyrir skömmu en ég hef séð meira af kærustunni hans og honum og hundinum hans en honum að spila tölvuleiki.

Re: E-Sports

Sent: Þri 16. Des 2014 07:30
af Daz
Athugið að "Live sports" eru mun vinsælli neyslumáti en "non live sports" svo áhorf á youtube er ekki beint góð mælistika.

Ég hef mögulega einusinni horft á part af tölvuleikjavídjói þar sem leikurinn sjálfur var aðalatriðið, en ekki einhver kennsla eða annarskonar afþreyingarsjónarhorn. Ég er úreltur...

Re: E-Sports

Sent: Þri 16. Des 2014 08:56
af Benzmann
appel skrifaði: Ungu kynslóðirnar sem eru að alast upp í dag munu ekkert fara að horfa á golf eða blak eftir 25 ára aldur
Ég veit ekki með aðra hérna, en ég er 26ára og nýt enþá þess að horfa á Blak kvenna...

Re: E-Sports

Sent: Þri 16. Des 2014 14:19
af J1nX
https://www.youtube.com/playlist?list=P ... R4HoCxFJUA" onclick="window.open(this.href);return false;

mæli með þessari ef þið hafið gaman af að horfa á heimildarmyndir um esports

Re: E-Sports

Sent: Þri 16. Des 2014 16:19
af machinefart
volvo gerðu eina góða líka

https://www.youtube.com/watch?v=UjZYMI1zB9s" onclick="window.open(this.href);return false;