Síða 1 af 1

Hvor tölvan er betri?

Sent: Mán 05. Maí 2014 18:52
af Frost
Sælir. Ég er í fartölvu pælingum, sú gamla er að byrjuð að fara í taugarnar á mér :lol:

Ég er með tvær tölvur sem ég hef mestan áhuga á en á mjög erfitt að gera upp á milli þeirra.

Fyrsta er:
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 7,956.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Seinni er:
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... olva---i5/" onclick="window.open(this.href);return false;

Það sem ég er að leita eftir er i5 örgjörvi, ekki stærra en 14", 8GB vinnsluminni er æskilegt, góð batterýsending, sterklega byggð og létt.

Það sem heillar mig við Dell tölvuna er SSD, nenni ekki að fara að setja SSD í hina tölvuna og rjúfa ábyrgðina. Hinsvegar er Lenovo tölvan með miklu skemmtilegri upplausn...
Endilega komið með uppástungur ef þið vitið um aðrar tölvur sem þið mælið frekar með.

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Mán 05. Maí 2014 19:27
af Xovius
Ef þú þarft ekki skjákort er þá ekki hægt að fara í töluvert ódýrari tölvu? Batteríið endist líka betur ef þú færð þér einhverja sem er bara með intel HD4000 eða eitthvað álíka. Annars 1080p all the way.
Þú getur sennilega bara spurt hvort það sé ekki hægt að fá þá til að skipta harða disknum fyrir SSD og láta þá bera ábrgð á því. Veit ekkert um það en ég hefði ekki haldið að það myndi rjúfa ábyrgðina að setja SSD í hana...

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Mán 05. Maí 2014 19:57
af Frost
Xovius skrifaði:Ef þú þarft ekki skjákort er þá ekki hægt að fara í töluvert ódýrari tölvu? Batteríið endist líka betur ef þú færð þér einhverja sem er bara með intel HD4000 eða eitthvað álíka. Annars 1080p all the way.
Þú getur sennilega bara spurt hvort það sé ekki hægt að fá þá til að skipta harða disknum fyrir SSD og láta þá bera ábrgð á því. Veit ekkert um það en ég hefði ekki haldið að það myndi rjúfa ábyrgðina að setja SSD í hana...
Okei hefði kannski ekki átt að segja skjákort væri ekki nauðsynlegt, það væri góður kostur ef manni langar að kíikja í leik. Horfi líka stundum á HD myndir og þætti.

Ég sendi fyrirspurn á Nýherja og spurði hvernig það væri með ábyrgðamál ef þeir myndu setja SSD í tölvuna fyrir mig og þá var mér sagt að það myndi rjúfa ábyrgðina (spurði reyndar hvort það væri möguleiki með SSD disk sem ég myndi koma með til þeirra...) en það er örugglega hægt að komast að einhverju samkomulagi. Hinsvegar kosta SSD diskarnir sem eru með einhvern almennilegan hraða aðeins meira en ég er að leitast eftir.

Finn ekki hvernig SSD disk Dell tölvan er með þannig ég veit ekki hversu hraður hann er.

Lenovo tölvan er farin að lýta aðeins betur út :-k

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Mán 05. Maí 2014 22:25
af braudrist
Ekki ætlaru að versla við þessar okurbúllur?

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Mán 05. Maí 2014 23:18
af Frost
braudrist skrifaði:Ekki ætlaru að versla við þessar okurbúllur?
Þetta eru allavegna vélarnar í þessum verðflokk, þessari stærð og endingu á betterý sem mér líst á. Mátt endilega benda mér á einhverja aðra vél svo ég versli ekki við þá ;) Væri ekki verra ef þær væru með sömu upplausn og Lenovo vélin.

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Þri 06. Maí 2014 01:05
af Tesy
Hvað ertu að fara að nota tölvuna í? Myndiru íhuga mac?

Annars er Macbook Air 13 á 179.990kr. Getur mögulega fundið tölvuna á minna í ELKO.
http://www.epli.is/mac/macbookair/macbo ... 128gb.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Fínustu vélar ef þú ert ekki að spila leikir. Þeir voru releasaðir held ég í seinustu viku þannig að þú ert að fá það nýjasta með Intel HD 5000 Graphics, sick ass flash storage og "12 tíma rafhlöðuendingu".

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Þri 06. Maí 2014 11:04
af Frost
Tesy skrifaði:Hvað ertu að fara að nota tölvuna í? Myndiru íhuga mac?

Annars er Macbook Air 13 á 179.990kr. Getur mögulega fundið tölvuna á minna í ELKO.
http://www.epli.is/mac/macbookair/macbo ... 128gb.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Fínustu vélar ef þú ert ekki að spila leikir. Þeir voru releasaðir held ég í seinustu viku þannig að þú ert að fá það nýjasta með Intel HD 5000 Graphics, sick ass flash storage og "12 tíma rafhlöðuendingu".
Var einmitt búinn að skoða Macbook Air. Ógeðslega flottar tölvur en ég er ekki viss með að taka stokkið yfir í OSX.

En það sem ég mun nota tölvuna í er bara voða basic netráp, horfa á myndir og þætti og kannski skella sér í lauflétta leiki til að stytta sér stundir.

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Þri 06. Maí 2014 12:36
af rapport
Betri Upplausn á Lenovo skjánnum, meira diskapláss og tölvan ræsir sig hratt vegna SSD cache á móðurborðinu.

Varðandi skjákortin, þá virðist 730M vera öflugra en 740M skv. http://www.videocardbenchmark.net/gpu_list.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Videocard Name Bench. Rank.
GeForce GT 730M 979 181 NA NA
GeForce GT 740M 901 198 NA NA

En það sem mundi pirra mig við Lenovo vélina er: Lyklaborð: AccuType m. ísl. límmiðum WTF!!!

En hún virðist vera betri... og 400gr. þyngri.

Re: Hvor tölvan er betri?

Sent: Þri 06. Maí 2014 13:21
af SolidFeather
Fyrir þennan pening myndi ég taka Macbook Air tölvuna.