Síða 1 af 1

Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Sun 23. Feb 2014 15:27
af Plushy
Mynd

Hef verið að skoða þessi krútt seinustu daga.

Er eitthvað númer eða netfang sem hægt er að hafa samband við fyrir upplýsingar um þessi dýr og hvort hægt sé að fá leyfi til að flytja svona inn? eins og hjá Dýraeftirlitinu eða yfirdýralækni.

Annars, vitiði til þess að að fólk hafi átt svona hér á landi ef svo er hvernig hefur það gengið?

Mynd Mynd Mynd

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Sun 23. Feb 2014 16:49
af Squinchy
Þú munt fá nei frá öllum stofnunum, þarft að kíkja á gráa markaðinn fyrir svona dýr

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Sun 23. Feb 2014 16:52
af Plushy
Squinchy skrifaði:Þú munt fá nei frá öllum stofnunum, þarft að kíkja á gráa markaðinn fyrir svona dýr
Takk fyrir upplýsingarnar :)

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Sun 23. Feb 2014 21:16
af GuðjónR
Þetta minnir mann á leðurblökur ... hrooolllur...

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Sun 23. Feb 2014 21:33
af Plushy
GuðjónR skrifaði:Þetta minnir mann á leðurblökur ... hrooolllur...
Hmm mögulega yrðu leðublökurnar eins og stærri útgáfa af þessum og enginn feldur, svona eins og sphinx kettir

Mynd

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Mán 24. Feb 2014 00:09
af Akumo
Aaaa þeir eru ekkert smá krúttlegir, búin að vera kíkja á nokkur youtube myndbönd með þeim algjört æði.

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Mán 24. Feb 2014 00:24
af Squinchy
Mjög flott dýr en geta verið vesenis pokar
http://www.youtube.com/watch?v=8mlwzf_bqVI" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Mán 24. Feb 2014 00:54
af Plushy
Squinchy skrifaði:Mjög flott dýr en geta verið vesenis pokar
http://www.youtube.com/watch?v=8mlwzf_bqVI" onclick="window.open(this.href);return false;
Hef horft á þetta myndband. Myndi ekki segja að "Expert Village" hafa verið neinir experts í neinu.

Mæli frekar með

Þar sem dýralæknar sem sérhæfa sig í þessum dýrum blása á sögusagnir ofl. skemmtilegt.
Aaaa þeir eru ekkert smá krúttlegir, búin að vera kíkja á nokkur youtube myndbönd með þeim algjört æði.
Já ekkert smá :)

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Mán 24. Feb 2014 09:07
af ManiO
Plushy skrifaði:Þar sem dýralæknar sem sérhæfa sig í þessum dýrum blása á sögusagnir ofl. skemmtilegt.
Og það er enginn dýralæknir hérlendis sem sérhæfir sig í þessari tegund né neinu sem að talist getur skylt þessum dýrum. Ef eitthvað kemur fyrir ertu að mestu leyti á eigin vegum.

Re: Sugar Gliders á Íslandi

Sent: Mán 24. Feb 2014 10:46
af Plushy
ManiO skrifaði:
Plushy skrifaði:Þar sem dýralæknar sem sérhæfa sig í þessum dýrum blása á sögusagnir ofl. skemmtilegt.
Og það er enginn dýralæknir hérlendis sem sérhæfir sig í þessari tegund né neinu sem að talist getur skylt þessum dýrum. Ef eitthvað kemur fyrir ertu að mestu leyti á eigin vegum.
Já það er einmitt enn eitt vandamálið :(

Annars á þetta kvikindi að vera orðið mjög vinsælt í USA, selt í gæludýrabúðum og verslunarmiðstöðvum um land allt. Yrði gaman að sjá þá í kringlunni svífandi um :)