Síða 1 af 1

best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 00:09
af hristingur
er með 3 ara tölvu sem hefur held eg einusinni farið i rykhreinsun, hvar mæliði með að fara með í rykhreinsun, er á höfuðborgarsvæðinu , :D

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 00:11
af rapport
Góð spurning, hvað tekur svona almennt langan tíma og hverjir eru að bjóða upp á þetta...?

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 00:19
af vesley
Veit að Tölvutek gerði þetta allavega einu sinni, bara að rykhreinsa ætti nú ekki að taka nema örfáar min, en ef það á að skipta um kælikrem í leiðinni myndi ég segja 30min max

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 00:20
af GuðjónR
Gera sjálfur!

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 00:22
af Sydney
GuðjónR skrifaði:Gera sjálfur!
Algjörlega, mæli með því að fjárfesta í loftpressu frekar en að kaupa loft í brúsa. Brúsarnir eru algjörlega kraftlausir. Svo er alltaf gott að eiga loftpressu í bílskúrnum.

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 06:32
af Black
Sydney skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Gera sjálfur!
Algjörlega, mæli með því að fjárfesta í loftpressu frekar en að kaupa loft í brúsa. Brúsarnir eru algjörlega kraftlausir. Svo er alltaf gott að eiga loftpressu í bílskúrnum.
en eins og svo oft áður hefur komið í umræðuna að það er töluvert rakara loft í loftpressu og myndast raki í loftkútnum fyrir pressuna sem getur valdið rakaskemmdum á raftækjum. allavega hafa það í huga ef þið eruð að nota loftpressur,

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 07:24
af mercury
Black skrifaði:
Sydney skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Gera sjálfur!
Algjörlega, mæli með því að fjárfesta í loftpressu frekar en að kaupa loft í brúsa. Brúsarnir eru algjörlega kraftlausir. Svo er alltaf gott að eiga loftpressu í bílskúrnum.
en eins og svo oft áður hefur komið í umræðuna að það er töluvert rakara loft í loftpressu og myndast raki í loftkútnum fyrir pressuna sem getur valdið rakaskemmdum á raftækjum. allavega hafa það í huga ef þið eruð að nota loftpressur,
myndast alltaf raki þegar lofti er þjappað... kemst ekkert hjá því. en þú getur aftur á móti verið duglegur að tappa rakanum af pressuni gerir það ekki á brúsanu.

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 23:24
af hristingur
okei en eg bara kann ekkert að opna fartölvuna mina og treysti mer ekki i það hef reynt það aður... veit að þeir taka tölvuna væntanlega inn og fæ hana liklega næsta dag en bara hvar get eg farið með þetta eitthver sem veit ? :)

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Mán 27. Jan 2014 23:37
af GullMoli
Black skrifaði:
Sydney skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Gera sjálfur!
Algjörlega, mæli með því að fjárfesta í loftpressu frekar en að kaupa loft í brúsa. Brúsarnir eru algjörlega kraftlausir. Svo er alltaf gott að eiga loftpressu í bílskúrnum.
en eins og svo oft áður hefur komið í umræðuna að það er töluvert rakara loft í loftpressu og myndast raki í loftkútnum fyrir pressuna sem getur valdið rakaskemmdum á raftækjum. allavega hafa það í huga ef þið eruð að nota loftpressur,
Kannski ef þú ert með hana í gífurlega röku umhverfi, ekkert svo mikill raki innandyra hérna heima. Annars þarf náttúrulega að tappa vatninu af daglega eða annan hvern dag helst ef þetta eru dælur í einhverri notkun.

Getur verið ágætt að sprauta smá í pappír fyrst, ef þú hefur áhyggjur af rakanum.

Re: best að fara með tölvu í rykhreinsun?

Sent: Þri 28. Jan 2014 01:07
af littli-Jake
hvernig fartölva er þetta?