Síða 1 af 1

ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 04:24
af littli-Jake
Fékk GW2450 síðasta sumar. Var að horfa á þætti í honum í kvöld og fór að taka eftir því að þegar myndin átti að vera svört var meiri birta í hornunum á skjánum. Er þetta ekki ábirðarmál?

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 04:33
af GullMoli
Þetta kallast Screen/backlight Bleed og er þekkt "vandamál" með LCD skjái.

https://www.google.is/search?q=screen+bleed" onclick="window.open(this.href);return false;


Er þó enganvegin að svara fyrir hönd Tölvutek, en bara svona fyi.

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 05:37
af littli-Jake
GullMoli skrifaði:Þetta kallast Screen/backlight Bleed og er þekkt "vandamál" með LCD skjái.

https://www.google.is/search?q=screen+bleed" onclick="window.open(this.href);return false;


Er þó enganvegin að svara fyrir hönd Tölvutek, en bara svona fyi.
:happy Eru LED skjáir lausir við þetta?

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 10:05
af upg8
Þar sem þú ert sjálfur með LED skjá þá svarar það spurningu þinni, LED skjáir geta verið með bleed through. Engir skjáir eru öruggir, en jú það er mun minna um þetta á LED.

Þú verður að passa þig þegar þú kaupir skjái að lesa vel um þá, IPS er t.d. ekki gæðastimpill í sjálfu sér þó margir láti eins og svo sé. Ef þú færð að prófa skjá þá verður þú að fá að prófa virkilega dökka mynd, veikleikar þeirra koma best í ljós í myrkri.

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 10:41
af audiophile
Nei losnar aldrei alveg við þetta hvort sem þetta er LCD, LED, IPS. Einungis tækni eins og t.d. Plasma og OLED eru alveg laus við þetta því þar er engin baklýsing.

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 18:18
af littli-Jake
sýnist á svörunum að ég hafi voða lítið með það að gera að reyna að fá annan skjá.

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 18:36
af audiophile
littli-Jake skrifaði:sýnist á svörunum að ég hafi voða lítið með það að gera að reyna að fá annan skjá.
Ef þetta er mjög slæmt þá er alveg hægt að reyna á það. Það er alveg hægt að fá skipt út vörum sem eru með áberandi slæmt "bleed".

Re: ljós í hornunum á nýum BenQ skjá.

Sent: Sun 19. Jan 2014 19:00
af beatmaster
Ef að þú keyptir hann í fyrrasumar og ert fyrst að taka eftir þessu núna er þetta ekki alvarlegt hjá þér held ég