Síða 1 af 1
Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Sent: Sun 27. Okt 2013 13:21
af karvel
Er með LaCie 2TB Minimus flakkara USB3 og er hann nær stanslaust að slökkva og kveikja á sér. Er þetta eitthvert stillingaratriði eða er hann að fara að gefa sig? Uppfærði nýlega í Windows 8.1 og finnst eins og þetta hafi byrjað þá. Vill einhver vera svo elskulegur að ráðleggja mér hvað hægt er að gera.
Re: Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Sent: Sun 27. Okt 2013 15:12
af Chameleon
Þegar þú segir stanslaust, ertu þá að tala um á nokkra sek fresti? Eða er hann að slökkva á sér 5 mínútum eftir síðustu notkun og kveikja á sér þegar þú reynir að fara inn á eitthvað á honum?
Ef þetta er fyrra atriðið, þá er hann bilaður.
Ef þetta er það síðra, þá er þetta eðlileg hegðun frá LaCie. Þú getur sótt
LaCie Desktop Manager frá þeim og slökkt á þessari hegðun þar. Þetta er gert til að spara rafmagn og óþarfa hljóð frá flakkara sem er ekki í notkun.
Re: Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Sent: Sun 27. Okt 2013 15:18
af Arkidas
Ég á einmitt svona flakkara og lenti í því að hann var að detta út á nokkurra sekúndna fresti. Honum var skipt. Keypti hann í Tölvuteki.
Re: Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Sent: Sun 27. Okt 2013 15:59
af karvel
Ef þetta er það síðra, þá er þetta eðlileg hegðun frá LaCie. Þú getur sótt LaCie Desktop Manager frá þeim og slökkt á þessari hegðun þar. Þetta er gert til að spara rafmagn og óþarfa hljóð frá flakkara sem er ekki í notkun
Takk kærlega fyrir, prófa hvort þetta leysir málið en ef ekki læt ég skoða diskinn nánar