Síða 1 af 1

Heimabíó vs soundbar

Sent: Mið 13. Feb 2013 14:47
af isr
Er að spá í að fara fá mér heimabíó eða soundbar,hafa menn einhverja reynslu af soundbar,komast þau nálægt heimabíókerfi í hljóði. Ég hefði helst viljað losna við alla þessa hátalara og snúrur í þessum hefbundnu 5.1 kerfum. Ef einhverjir hafa reynslu eða þekkingu af soundbörum væru þær mjög vel þegnar.
Þar sem ég bý út á landi get ég ekki sprangað á milli verslana og skoðað þessar græjur.

Re: Heimabíó vs soundbar

Sent: Mið 13. Feb 2013 14:56
af AntiTrust
Hef ekki mikla reynslu af soundbars sjálfur en tengdó er með dýrasta Samsung soundbarið sem hann gat verslað og það kemst ekki nálægt low-medium range heimabíókerfum.

Ég hef prufað svona bars hér og þar í sértilgerðum herbergjum (sem er nú oftast ekki hægt að finna heima hjá fólki) og þetta er bara engan vegin sambærilegt.

Það er nú oftast ekki það mikið mál að fela snúrur snyrtilega meðfram listum/inní rennum, ef það er vandamál þá er alltaf hægt að fá sér 5.1 kerfi með þráðlausum bakhátölurum sem spara þér mesta snúruvesenið.

Re: Heimabíó vs soundbar

Sent: Mið 13. Feb 2013 15:02
af playman
AntiTrust skrifaði:ef það er vandamál þá er alltaf hægt að fá sér 5.1 kerfi með þráðlausum bakhátölurum sem spara þér mesta snúruvesenið.
En hverninn keyriru þá hátalarana? það þarf þá væntanlega að stinga þeim í samband við rafmagn til þess að keyra þá, right?

Re: Heimabíó vs soundbar

Sent: Mið 13. Feb 2013 15:17
af AntiTrust
playman skrifaði:
AntiTrust skrifaði:ef það er vandamál þá er alltaf hægt að fá sér 5.1 kerfi með þráðlausum bakhátölurum sem spara þér mesta snúruvesenið.
En hverninn keyriru þá hátalarana? það þarf þá væntanlega að stinga þeim í samband við rafmagn til þess að keyra þá, right?
Það er nú öllu minna mál að finna rafmagnstengi f. aftan sófann, þú sleppur þá amk við að leggja hátalarasnúrurnar frá magnara og meðfram veggjum. Ég var með þráðlausta bakhátalara f. löngu síðan og það sparaði mér hellings snúruvesen.