Síða 1 af 1
TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 14:19
af Some0ne
Sælir,
Er með ca. 3 ára Sennheiser HD 595 heyrnatól í mjög góðu standi
Týpan sem tók við af þeim heitir HD 598 og kostar 39.900 hjá Pfaff, en annars eru þetta held ég að mestu leiti nákvæmlega sömu heyrnatól
Technical Details
Frequency Response 12-38,500 Hz
Transducer Principle Open, dynamic
THD < 0.1%
Max. SPL 112 dB (1 kHz, 1V)
Ear Cupling Around-the-ear
Cable Length 9.8 ft (3m)
Nominal Impedance 50
Weight (without cable) 270g
Connector 6.3 mm stereo (3.5mm adapter)
Þetta eru með bestu heyrnatólum sem ég hef átt, nota þau bara voðalega lítið í dag þar sem ég á líka Sennheiser PC360.
Uppsett verð -
15.000
Áhugasamir geta sent mér pm, eða hringt/sms í 847-9353 - Óli
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 14:41
af MatroX
sry en þegar þú getur fengið 380pro á 22þús þá ertu aldrei að fara fá 20þús fyrir þessi
http://tl.is/product/sennheiser-hd-380-pro-heyrnartol" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 15:20
af oskar9
verst er bara hvað þau eru ólík, sá sem leytast að þeim hljóm og þægindum sem 595 gefa verður kanski ekki heillaður af 380PRO
Ég á bæði 595 og 380PRO bara útaf því hvað þau eru ólík, 595 sitja létt á hausnum, anda vel og gefa mjög flott hljóð á öllum tíðnum, þau hinsvegar hleypa hljóði út og inn alltof auðveldlega
380PRO eru svo hinum megin á skalanum, Allveg lokuð, sitja mjög þétt á hausnum sem veldur smá svitamyndun, þykk og chunky gormasnúra er ekki fyrir alla, en hljóðgæðin eru líka rosaleg, bassinn og "kickið" úr þeim er rosalegt og ef maður er með fínt hljóðkort og jafnvel magnara líka þá ertu í toppmálum með þau.
Þau leka engu hljóði út nema allveg í botni og kemst lítið af utanaðkomandi hávaða inn í þau.
Ég myndi segja að ég noti 380Pro svona 70-80% og 595 rest.
Nota 595 þegar ég horfi t.d á david attenborough eða hlusta á Ambient tónlist í EVE online, 380 fara svo í allt annað, hasarmyndir, BF3 og þannig hasar þá valta þau yfir 595.
20 þús er full mikið bara útaf því hvað 380 eru hrikalega solid og opin headset eru svo takmörkuð, hefur þau ekkert með í t.d. flug eða rútu eða þannig á meðan 380 angra engann og eru samanbrjótanleg með nettri ferðatösku
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 15:31
af Some0ne
Já sæll,
Þetta eru náttúrulega ekki sambærileg heyrnatól, ég hef persónulega alltaf hatað lokuð heyrnatól, sérstaklega þegar að ég er að nota þau lengi, eins og Óskar bendir á að þá byrjar maður að svitna undan þeim og ég fæ miklu oftar hausverk af svona þéttum heyrnatólum. Allavegana er minn smekkur þannig að ég kýs alltaf þessa týpu af hönnun fyrir svona stór heyrnatól sem ég nota heima.
Vitaskuld hleypa þau hljóði inn og út, enda open ear, hönnuð til að gera það.
Ég er ekki nægilega mikill hljóðperri til að geta farið útí einhvern rosalegan samanburð á HD 595 og 380 HD, en allavegana eru þetta ekki beint sambærileg að því leitinu til.
Ég var bara að vitna í síðuna hjá pfaff.is með hitt, þar kostar 380 HD 25þúsund sem er aðeins meira en hjá tölvulistanum, en miðað við að HD 598 sé beinn arftaki 595, þá miða ég frekar við það.
Er alveg opinn fyrir tilboðum en ég held frekar áfram að eiga þau frekar en að selja þau á eitthvað klink, takk samt fyrir athugasemdirnar
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 17:26
af MatroX
í stuttum orðum þá eru hd380 pro mun betri heyrnatól hvort þau séu opin eða lokuð. ég nenni ekki að fara í eitthvað tæknilegt en það fer hver sem er og kaupir hd380 ef þau kosta það sama og eru ný:)
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 18:52
af Jónas Þór
MatroX skrifaði:í stuttum orðum þá eru hd380 pro mun betri heyrnatól hvort þau séu opin eða lokuð. ég nenni ekki að fara í eitthvað tæknilegt en það fer hver sem er og kaupir hd380 ef þau kosta það sama og eru ný:)
Það er bara ekki rétt hjá þér kallinn. Pælingin um að nenna ekki að fara í eitthvað tæknilegt á "tækni" spjallborði er bara hlægileg. Hef prufað bæði heyrnatólin og átt önnur, og þau bjóða upp á tölvuert mismunandi hljóm-karakter. Það er því notandin sem þarf að velja hvað hann fýlar ef velja ætti milli þessara tveggja heyrnatóla.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 19:04
af Some0ne
MatroX skrifaði:í stuttum orðum þá eru hd380 pro mun betri heyrnatól hvort þau séu opin eða lokuð. ég nenni ekki að fara í eitthvað tæknilegt en það fer hver sem er og kaupir hd380 ef þau kosta það sama og eru ný:)
Því miður er það ekki svo einfalt, lokuð heyrnatól treysta meira á þrýsting til að búa til bassa, svona svipað og earplugs gera.
Fyrir utan það að þegar að ég hraðrenndi yfir speccana á þessum heyrnatólum þá er 595 með stærra tíðnisvið en 380
Þetta er eins og að segja að hver sem er færi og keypti sér nýja Hondu Accord í staðinn fyrir að kaupa 3 ára BMW eða whatever, einhver svona fáránleg samlíking.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 19:41
af Tiger
Keypti mér svona notuð fyrir c.a. 3 árum á 15.000kr. Sonur minn komst í þau og eyðilagði og hef allaf ætlað að kaupa mér önnur því Bose Quietcomport hennta ekki alltaf.
En finnst 20þús of mikið fyrir þau í dag. Fyrir c.a.3 árum þegar enn var hægt að kaupa þau ný og 598 ekki komin var gangverðið 15þús.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 20:02
af Magni81
ég keypti mér HD 555 hérna um daginn, notuð á 7þús. Og upgrade-aði þau uppí 595.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 20:29
af audiophile
Ég keypti mín 595 árið 2006 á 16.995 og þau enduðu ú um 30þ áður en þau hættu í sölu eftir hrun. Myndi segja að 15.000kr sé sanngjarnt fyrir þau.
En sá sem sagði að 380Pro sé betri en 595 er ekki nógu upplýstur.
Þetta er algjörlega ólík tól þar sem 380Pro eru eins lokuð og einangruð og þau gerast og HD595 eru opin. Það fer algjörlega eftir hvernig tónlist hlustað er á, við hvernig aðstæður og hvernig fólk vill heyra tónlistina sem segir til um hvað hentar best.
380Pro eru góð lokuð tól og 595 eru góð opin tól. Hvor tólin séu betri er afstætt.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 20:35
af Some0ne
Tiger skrifaði:Keypti mér svona notuð fyrir c.a. 3 árum á 15.000kr. Sonur minn komst í þau og eyðilagði og hef allaf ætlað að kaupa mér önnur því Bose Quietcomport hennta ekki alltaf.
En finnst 20þús of mikið fyrir þau í dag. Fyrir c.a.3 árum þegar enn var hægt að kaupa þau ný og 598 ekki komin var gangverðið 15þús.
Þessi sem að þú keypti notuð fyrri 3 árum voru væntanlega X gömul á þeim tíma, verðið á þessum heyrnatólum hækkaði líka í gegnum tiðina, þ.a.s nýjum. Man að árið 2006 kostuðu þau ný rétt rúmlega 20.000, svo 2009 voru þau komin vel yfir 30.000
Voðalega erfitt að vera miða við verð, á notaðri vöru, sem kostaði eitthvað x mikið árið þetta, þegar að verðlag á íslandi er síhækkandi
@Magni81
Þú ert væntanlega að tala um að þú hafir þá skipt um báða hátalarana/driverana hvað sem þetta heitir, veit svosem ekki hvað það kostar stykkið, en ég allavegana myndi sjálfur ekki leggja í að græja það
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mán 28. Jan 2013 21:36
af Magni81
Some0ne skrifaði:Tiger skrifaði:Keypti mér svona notuð fyrir c.a. 3 árum á 15.000kr. Sonur minn komst í þau og eyðilagði og hef allaf ætlað að kaupa mér önnur því Bose Quietcomport hennta ekki alltaf.
En finnst 20þús of mikið fyrir þau í dag. Fyrir c.a.3 árum þegar enn var hægt að kaupa þau ný og 598 ekki komin var gangverðið 15þús.
Þessi sem að þú keypti notuð fyrri 3 árum voru væntanlega X gömul á þeim tíma, verðið á þessum heyrnatólum hækkaði líka í gegnum tiðina, þ.a.s nýjum. Man að árið 2006 kostuðu þau ný rétt rúmlega 20.000, svo 2009 voru þau komin vel yfir 30.000
Voðalega erfitt að vera miða við verð, á notaðri vöru, sem kostaði eitthvað x mikið árið þetta, þegar að verðlag á íslandi er síhækkandi
@Magni81
Þú ert væntanlega að tala um að þú hafir þá skipt um báða hátalarana/driverana hvað sem þetta heitir, veit svosem ekki hvað það kostar stykkið, en ég allavegana myndi sjálfur ekki leggja í að græja það
Það var nú ekki alveg svo flókið né dýrt.. bara taka þunna svampinn úr eins og sýnt er hér
http://www.youtube.com/watch?v=PvQ8PzBrHXE" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 08:55
af KristinnK
MatroX skrifaði:í stuttum orðum þá eru hd380 pro mun betri heyrnatól hvort þau séu opin eða lokuð. ég nenni ekki að fara í eitthvað tæknilegt en það fer hver sem er og kaupir hd380 ef þau kosta það sama og eru ný:)
Þetta er hlægileg staðhæfing. Hd 595 er með miklu betra sound stage og separation. Kannski setur þú samasemmerki milli bassamagns og hljómagæða, en það getur ekki kallast annað en sorglegur misskilningur.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 09:42
af Gúrú
Já það að fjarlægja svampinn eykur tíðnisviðið úr 15-28000 Hz í 12-38500 Hz og helmingar
THD
Heimskulegar staðhæfingar á ferli hjá ykkur hérna kappar.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 10:19
af Sallarólegur
MatroX skrifaði:í stuttum orðum þá eru hd380 pro mun betri heyrnatól hvort þau séu opin eða lokuð. ég nenni ekki að fara í eitthvað tæknilegt en það fer hver sem er og kaupir hd380 ef þau kosta það sama og eru ný:)
Frekar leiðinlegt að sjá svona comment á söluþræði.
Þetta eru gerólík heyrnatól, þetta er eins og að segja 'Benz eru betri bílar en BMW'.
HD 595 - 27.199 kr.
http://www.elkofrihofn.is/frihofn/produ ... oryid=2203" onclick="window.open(this.href);return false;
Myndi þó setja 10-15k á þau ef þau eru 3 ára.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 10:56
af Haxdal
Gúrú skrifaði:
Já það að fjarlægja svampinn eykur tíðnisviðið úr 15-28000 Hz í 12-38500 Hz og helmingar
THD
Heimskulegar staðhæfingar á ferli hjá ykkur hérna kappar.
Skrítið, þar sem það er sami driver í báðum heyrnatólum.
En annars upp fyrir góðum heyrnatólum
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 11:45
af Magni81
Gúrú skrifaði:
Já það að fjarlægja svampinn eykur tíðnisviðið úr 15-28000 Hz í 12-38500 Hz og helmingar
THD
Heimskulegar staðhæfingar á ferli hjá ykkur hérna kappar.
Jamm kynntu þér málið áður en þú ferð að tala um heimskulegar staðhæfingar... Sami driverinn eins og kemur frama hérna fyrir ofan
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 12:04
af Gúrú
Gerir þau ekki að nákvæmlega sömu heyrnatólunum. (Leyfi mér að bumpa þetta fyrir OP þar sem að hann mætti fáránlegu rugli upphaflega)
Heimskulegu staðhæfingarnar eru síðan þessar:
"enginn muni kaupa sér [opin] heyrnatól með [mögulega betri hljómgæðum] vegna þess að [lokuð] heyrnatól kosta [varla] meira."
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Þri 29. Jan 2013 13:02
af MatroX
Sallarólegur skrifaði:MatroX skrifaði:í stuttum orðum þá eru hd380 pro mun betri heyrnatól hvort þau séu opin eða lokuð. ég nenni ekki að fara í eitthvað tæknilegt en það fer hver sem er og kaupir hd380 ef þau kosta það sama og eru ný:)
Frekar leiðinlegt að sjá svona comment á söluþræði.
Þetta eru gerólík heyrnatól, þetta er eins og að segja 'Benz eru betri bílar en BMW'.
HD 595 - 27.199 kr.
http://www.elkofrihofn.is/frihofn/produ ... oryid=2203" onclick="window.open(this.href);return false;
Myndi þó setja 10-15k á þau ef þau eru 3 ára.
jájá alveg svkalega leiðinlegt þar sem ég veit nátturulega ekkert um þetta hahahah
. ég var í vinnunni og hafði ekki tíma til að skrifa almenninlegan póst.
tíðna sviðið er mun betra á hd380pro enda eru 380pro notuð sem monitor heddphones útum allan heim og koma úr pro línunni hjá sennheiser. ástæðan afhverju ég bar þessi 2 verð saman er sú að það ósanngjært að bera saman við 598 hjá paff þar sem fyrir 3 árum borgaði ég 18.990kr fyrir 595 í tölvulistannum og ég fann nótuna yfir það.
eina sem ég var að reyna koma framfarir að verðið væri of hátt og þótt 380 séu lokuð og 595 opin þá er samt mun betri hljómur úr 380pro en i don't care hann má alveg reyna fá 20þús fyrir 3ára gömul heyrnatól þegar þú getur fengið mun betri heyrnatól á sama pening ný
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mið 30. Jan 2013 00:36
af Some0ne
MatroX skrifaði:
tíðna sviðið er mun betra á hd380pro enda eru 380pro notuð sem monitor heddphones útum allan heim og koma úr pro línunni hjá sennheiser. ástæðan afhverju ég bar þessi 2 verð saman er sú að það ósanngjært að bera saman við 598 hjá paff þar sem fyrir 3 árum borgaði ég 18.990kr fyrir 595 í tölvulistannum og ég fann nótuna yfir það.
eina sem ég var að reyna koma framfarir að verðið væri of hátt og þótt 380 séu lokuð og 595 opin þá er samt mun betri hljómur úr 380pro en i don't care hann má alveg reyna fá 20þús fyrir 3ára gömul heyrnatól þegar þú getur fengið mun betri heyrnatól á sama pening ný
Fyrir 3 árum gastu líka keypt bensín á
146 krónur líterinn, í dag borgaru
250~ krónur fyrir sama líter.
Varðandi tíðnisviðið, þá er það eftirfarandi:
HD380 PRO - 8 - 27,000 Hz
HD595 - 12-38,500 Hz
Þannig að ég get ekki séð betur en að 595 dekki tíðnisvið uppá sirka 22,500 Hz, vs 19,000 hjá 380 Pro?
Annars er þetta orðinn afar áhugaverður þráður með skemmtilegum umræðum, í tilefni ábendinga þá lækka ég verðið í 15.000,
Gleymdi að það var skipt um driver öðru meginn fyrir ca. ári því að ég heyrði smá skruðninga þeim meginn.
Re: TS Sennheiser HD 595
Sent: Mið 30. Jan 2013 01:12
af tdog
Ég nota mín 595 mikið í mixi, bæði FOH og í monitorworld – elska það að þau séu opin.