Síða 1 af 1
ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 16:53
af bixer
Sælir
Ég lenti alltof oft í því á seinasta ári að litlir krakkar komu og fóru að fokka í kanínunni minni, þeir t.d brutu búrið hans og hleyptu honum nokkuð oft út. Ég ætla að gera það sem ég get til að koma í veg fyrir að það gerist aftur en ég vil helst hafa hann úti yfir sumarið og ég verð að vinna frekar mikið þannig það er pínu erfitt...
Búrið er svosem ekki það besta en ég veit ekki alveg hvað ég gæti gert til að gera það öruggara.
ég var að hugsa um segla kerfi? eitthvað einfalt og ódýrt eins og þetta
http://www.youtube.com/watch?v=grC4jsqOQlw" onclick="window.open(this.href);return false;
eða eitthvað sem myndar mikið ljós helst flassandi? bara eitthvað þannig krakkarnir verði hræddir og þori ekki að koma aftur.
eða hvað sem er...
er eitthvað svona sem er selt hérna á íslandi? á einhver svona sem er tilbúinn að selja? ég er líka opinn fyrir öllum uppástungum. max 5 þúsund nema þið komið með einhverjar rosalegar hugmyndir
búrið er svona nema ekki eins flott, selt í europris einhverntímann. það eru 2 spýtur sem maður þarf að snúa til að festa lokið á búrið en ég er með skrúfur í gegn þannig það þarf að nota skrúfjárn til að opna það. það dugði ekki í fyrra þannig ég þarf eitthvað betra!

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 17:13
af kizi86
http://www.youtube.com/watch?v=fDrzMGdYWZc" onclick="window.open(this.href);return false;
held þetta sé besta lausnin!
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 19:59
af tdog
Í versta falli þarf hann ekki að pæla í kvöldmatnum þann daginn
Annars held ég að hreyfiskynjari og rauð-blikk ljós séu málið.
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 20:34
af SIKk
Best að skrifa bara Brostu, þú ert í mynd

framan á kassann
virkar everytime

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 20:35
af gardar
Hvað með að setja krakkana inn í búrið í stað kanínunnar?
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 20:46
af Xovius
Skella upp skel af öryggismyndavél og svo lítið skilti

Annars þá væru rauð blikkljós sniðug líka...
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 21:03
af bixer
hvar fæ ég rauð blikkljós eða eitthvað svona? ég hef ekki séð þetta á íslandi og það er vesen fyrir mig að panta að utan...og er hreyfiskynjari+ ljós ekki dýrt? annars þarf ég aðalega að vita hvort svona drasl sé selt einhverstaðar
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 21:18
af AciD_RaiN
bixer skrifaði:hvar fæ ég rauð blikkljós eða eitthvað svona? ég hef ekki séð þetta á íslandi og það er vesen fyrir mig að panta að utan...og er hreyfiskynjari+ ljós ekki dýrt? annars þarf ég aðalega að vita hvort svona drasl sé selt einhverstaðar
Þú getur fengið kastara með hreyfiskynjara á lítið í verkfæralagernum... Var með svoleiðis inni í forstofunni hjá mér

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 21:44
af lukkuláki
Ódýr kastari með hreyfiskynjara í BYKO og minnir að ég hafi séð þá í Bauhaus líka það er samt ekki víst að það virki í sumar í birtunni.
Gætir trúlega sett vælu, blikkljós og eitthvað fleira í samband við hreyfiskynjarann ?
https://www.byko.is/ljos-og-rafmagn/vin ... /vnr/11221
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 22:11
af KristinnK
Gætir sett upp rafmagnsgirðingu í kringum búrið á nóttinni, eins og er í kring um hestahaga. Nóg að tengja við hana rafgeymi úr bíl (eða tvo, ef þú vilt skjóta strákunum enn meiri skelk í bringu).
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 22:35
af Nördaklessa
http://hlad.is/display.php?page_id=6" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Sun 20. Maí 2012 22:40
af Bjosep
Ef þessir krakkar eru ekki þeim mun eldri þá um að gera að fá sér bara eitthvað sem gefur frá sér hljóð og hræðir þau. Jafnvel að setja upp eitthvað skilti sem segir eitthvað á þá leið að foreldrar krakkanna verði látnir vita. "Ég sé ykkur krakkar og ég segi mömmu ykkar". Nema þetta séu svona óþolandi börn sem rífa endalaust kjaft og segja "ég kæri þig" í hvert sinn sem þau eru skömmuð.
Ef það er tilfellið er bara eitt sem dugar, nokkrar jarðsprengjur í garðinn, bara ekki hafa þær of nálægt kanínunni. Mundu bara að segja ástvinum þínum hvar þau mega ekki stíga niður. Jarðsprengjur eru kannski dýrar en stundum algerlega þess virði. Síðan bara gefa foreldrum barnanna smokkapakka og segja þeim að vera ekkert að gera aðra tilraun, þetta hafi ekki gengið upp í fyrra skiptið og engin ástæða til þess að ætla að þetta batni neitt þó svo þau reyni aftur.

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Mán 21. Maí 2012 22:30
af bixer
Ég fékk einfalda vælu hjá AciD_RaiN og á eftir að fikta eitthvað með það, hún virkar með því að láta 2 víra snertast og þarf bara 12volta batterí. ég hef ekki pælt mikið í lausn með hvernig ég á að fá þetta til að væla þegar búrið er opnað en ég var að pæla í að nota svona "afmæliskorta tónlistarkort" eða "singing birthday card" sem kviknar á þegar þrýstingurinn fer af.. er það fáránleg hugmynd? annars óska ég bara eftir fleiri hugmyndum

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Mán 21. Maí 2012 22:42
af GullMoli
Getur fengið rofa í Íhlutum sem hleypir straum í gegn þegar honum er sleppt (eins og fyrir ljós í ísskápum), ég er einmitt með þannig í litla Coke Ískápnum mínum

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Mán 21. Maí 2012 22:45
af Klaufi
Keyptu bara einfaldan endastoppsrofa með NO snertu til að nota sem rofa..
Í rauninni geturðu nptað hvaða þrýstirofa svo lengi sem hann sé NO..
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Mán 21. Maí 2012 22:53
af Gislinn
Rofinn sem þú ert að leita af sem GullMoli og Klaufi eru að tala um er oftast bara kallaður mechanical contact switch (þrýstirofi á Íslensku), kosta ca. 200 kr. Getur fengið svoleiðis í miðbæjarradíó eða í íhlutum í allskonar stærðum og útfærslum, oftast eru þeir með þremur pinnum sem eru "normally open" (NO), "normally close" (NC) og svo "check signal" (C).
Það er mjög lítið mál að tengja svoleiðis rofa, ég ætti að geta leiðbeint þér ef þú lendir í vandræðum.

Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Mán 21. Maí 2012 23:04
af bixer
Ég held að ég verði að láta mér nægja að finna svona afmæliskort, ég er í sveit og kemst ekkert í burtu á næstu 2-3 mánuðunum og það er einmitt tíminn sem ég mun nota þetta...
Re: ódýrar öryggislausnir fyrir útibúr
Sent: Mán 21. Maí 2012 23:12
af AciD_RaiN
Ég ska fara í gegnum dótið mitt. Ég á að eiga svona takka einhversstaðar NEMA ég hafi hent honum þegar ég tók til síðast...