Síða 1 af 1
Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:32
af sxf
Þar sem ég sparkaði í glas fullt af gosi yfir tölvuna mína á meðan ég svaf, þá vantar mér nýja tölvu.
Væri fínt að fá hjálp frá ykkur með val á íhlutum.
Er að spá í tölvu fyrir umþb 100k. Langar að hafa hana mjög hljóðláta, fékk hausverk á hinni tölvunni þegar ég var ekki með heyrnartól. Þannig mig langar að hafa vatnskælingu og fá síðan eitthvern hljóðlátan kassa. Vantar aðalega bara hjálp með val á kassa og viftum sem eru hljóðlátar. Síðan er ég að spá í sandy bridge örgjörvunum frá intel með p67 móðurborði.
Öll hjálp vel þegin.

Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:33
af ORION
Er bleytuskemda tölvan til sölu ?

Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:39
af sxf
ORION skrifaði:Er bleytuskemda tölvan til sölu ?

Já mögulega, ef ég fæ sæmilegt boð í hana sem mér lýst á. Annars nota ég það sem virkar af henni í aðra tölvu fyrir fjölskylduna.
Speccar eru í undirskrift. Get látið nákvæmari specca á morgun ef þess er óskað.
Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:42
af Joi_BASSi!
ef að þú ætlar að fá þér P67 móðurborð þá myndi ég mæla með LGA 1155 örgjörva

Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:47
af sxf
Joi_BASSi! skrifaði:ef að þú ætlar að fá þér P67 móðurborð þá myndi ég mæla með LGA 1155 örgjörva

Það er það sem ég var að hugsa um. Er að spá í þessu móðurborði
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1634" onclick="window.open(this.href);return false; með annanhvoran af þessum örgjörvum
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7792" onclick="window.open(this.href);return false;,
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7791" onclick="window.open(this.href);return false;.
Hver er munurinn á i5 2500K og i5 2500?
Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:48
af Joi_BASSi!
k stendur fyrir: kjarnarnir eru "unlocked", þannig að það er auðveldara að yfirklukka þá því að það er hægt að breyta multiplyernum.
Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:58
af AciD_RaiN
Joi_BASSi! skrifaði:ef að þú ætlar að fá þér P67 móðurborð þá myndi ég mæla með LGA 1155 örgjörva

Segir það sig ekki svolítið sjálft??
Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Þri 08. Maí 2012 23:59
af sxf
Joi_BASSi! skrifaði:k stendur fyrir: kjarnarnir eru "unlocked", þannig að það er auðveldara að yfirklukka þá því að það er hægt að breyta multiplyernum.
Ég hef lítinn áhuga á yfirklukkun þannig ég þarf ekki auka K-ið.

En hér er ég búinn að setja saman það sem mig langar að kaupa.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1634" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7793" onclick="window.open(this.href);return false;
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3142" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7695" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7545" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá vantar mér bara hljóðláta kælingu þá er það held ég komið.
Endilega látið mig vita ef þið hafið athugasemdir um buildið.
Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Mið 09. Maí 2012 00:24
af Delerith
Þessi örgjörfi er langt umfram betri en skjákortið þannig að hann mun ekki nýtast þér til fulls í leikjum

Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Mið 09. Maí 2012 01:36
af sxf
Delerith skrifaði:
Þessi örgjörfi er langt umfram betri en skjákortið þannig að hann mun ekki nýtast þér til fulls í leikjum

Ég fer þá bara í i5 og spara nokkra aura. Hvernig finnst ykkur kassinn?
Re: Vantar hjálp við val á íhlutum.
Sent: Mið 09. Maí 2012 10:52
af jodazz
Þessi kassi er óttalegt skran. Var að kaupa í silent setup og skoðaði alla kassa sem voru í boði. Þessi kassi er bara venjulegur kassi með álímdri einangrun, þunnar hurðir og heyrist vel úr honum. Svo er hann með glossy framhlið sem dregur í sig fingraför.
Eftir mikla leit þá keypti ég NXZT H2 eins og þennan sem þessi gaur er að selja. Mjög ánægður með hann.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=46539" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo mæli ég líka með Antec P280 en hann er talsvert dýrari.