Síða 1 af 1
Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fim 19. Apr 2012 20:35
af 69snaer
Sælir vaktarar
Nú er ég að higgja á nám í haust og stendur valið milli Tölvunarfræði og Rafmagns- og tölvuverkfræði.
Einhver sem hefur reynslu af öðru hvoru? Öll ummæli vel þegin
Re: Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fim 19. Apr 2012 21:29
af Domnix
er á fyrsta ári í rafmagns og tölvuverkfræði og það er alveg það sem ég vildi gera. Fyrsta árið hjá þessum brautum er nánast eins, fyrir utan að rafmagnsverkfræði(þ.e. rafmagns og tölvuverkfræði er alltaf kallað bara rafmagnsverkfræði) tekur meiri eðlisfræði og sérgreinar tengdar rafrásum. Það skiptir litlu fyrstu önnina hvort þú skráir þig í og ekkert mál að skipta svo snemma. Tölvunarfræðin er einmitt meiri forritun og meira "digital" á meðan rafmagnsverkfræðin er "analog", lærir hluti eins og merkjafræði og greiningu rása og þannig
Re: Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fim 19. Apr 2012 21:45
af Eiiki
Það sem Domnix segir..
Stærðfræðin er meiri þ.e. laggt meira upp úr henni í verkfræðinni heldur en í tölvunarfræðinni.
Getur skoðað áfangana fyrir verkfræðina
hér og fyrir tölvunarfræðina
hér.
Re: Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fim 19. Apr 2012 23:06
af intenz
Mæli með Tölvunarfræði í HR, er á öðru ári. Mun meira "hands on" nám og minni stærðfræði heldur en í HÍ.
Re: Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fös 20. Apr 2012 18:18
af 69snaer
Ok takk fyrir innleggin. Væri vel til í tölvunarfræðina í HR, en penginga lega séð á ég lítin möguleika á því. Er búin með kennarann en launin í þeirri starfstétt eru algjört prumb og ætla ég því að róa á önnur mið. Stærðfræðin hefur aldrei verið vanda mál þannig að það skiptir engu máli. Held samt að tölvunarfræðin eigi meira við mig. Hef líka heyrt að maður vaði í atvinnutilboðum við lok náms.
Nú er bara að velja!!!
Re: Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fös 20. Apr 2012 19:21
af Daz
intenz skrifaði:Mæli með Tölvunarfræði í HR, er á öðru ári. Mun meira "hands on" nám og minni stærðfræði heldur en í HÍ.
Ef magnið af stærðfræði er að hafa áhrif á hvort námið þú velur, þá myndi ég nú segja að þú sért á rangri leið. Annars var nú ekki það mikil stærðfræði í mínu tölvunarfræðinámi, mér þætti ótrúlegt að það hefði breyst mikið. Mig rámar í að það hafi verið 5 eða 6 stærðfræði kúrsar í heildina, meira og minna allt rökfræðitengt hvort eð er.
Re: Tölvunarfræði eða Rafmagns og Tölvuverkfræði?
Sent: Fös 20. Apr 2012 19:34
af Cascade
Eg klaradi BS i HI i rafmagnsverkfraedi og thad var alveg fint
Mér finnst alveg smá munur á þessum fögum, bæði í námi og svo eftir nám svo þar held ég að áhugi þinn verði að ráða
Ég klára MSc í sumar og það er alveg fullt af atvinnumöguleikum fyrir rafmagnsverkfræðinga og lítur út fyrir að það sé ekkert að fara breytast