Síða 1 af 3

Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:36
af GuðjónR
Fyrir svona 20 mín þá kom smellur og núna aftur fyrir svona 5 mín þá kom svaka dynkur.
Húsið nötraði, annað hvort var þetta sterkur skjálfti eða elding að lenda í næsta nágrenni með tilheyrandi þrumum.

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:37
af GullMoli
Félagi minn í Hfj var einmitt að spurja mig hvort ég hefði fundið fyrir honum, ég fann ekki neitt :l

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:38
af littli-Jake
var alveg þokkalega var við þetta upp í árbæ.

Ætli einhver annar hefði komist upp með að vera með svona pjúra spam þráð :-k

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:39
af GuðjónR
Þetta var svakalegt högg, ég rauk á fætur og út þar sem ég hélt að bíll hefði keyrt á húsið.
Það var svo mikil "sprenging" með þessu...þ.e. hávaði. Og höggið var svo kraftmikið og snöggt.

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:39
af vesley
Skjálftinn var nú lengst fyrir norðan og rétt um 3,5 á richter :-k


http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:40
af Klaufi
Fann þokkalega fyrir þessu, staðsettur í Hafnarfirði..

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:42
af Danni V8
Fann ekkert í Keflavík og samkvæmt vedur.is hefur enginn skjálfti yfir 3 orðið hérna á svæðinu, tveir yfir 3 samt fyrir Norðan. Það stendur að það var síðast uppfært kl 00:30

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:43
af GullMoli
vesley skrifaði:Skjálftinn var nú lengst fyrir norðan og rétt um 3,5 á richter :-k


http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar" onclick="window.open(this.href);return false;
:face


EDIT: komið inn núna;
http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos ... anesskagi/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:44
af hagur
vesley skrifaði:Skjálftinn var nú lengst fyrir norðan og rétt um 3,5 á richter :-k


http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi fyrir norðan var rúmlega kl 22.

Þessi sem kom núna fyrir c.a 10 mín varð víst á Reykjanesinu, rúmlega 3 á richter.

Ég fann vel fyrir honum, mikill dynkur og húsið hristist vel.

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:46
af GuðjónR
http://visir.is/jardskjalfti-fannst-vel ... 2120309999" onclick="window.open(this.href);return false;

Skjálftinn var nánast í Hafnarfirði...

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:48
af vesley
GuðjónR skrifaði:http://visir.is/jardskjalfti-fannst-vel ... 2120309999

Skjálftinn var nánast í Hafnarfirði...

Hlaut að vera að það átti eftir að uppfæra Vedur.is :lol:

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:49
af Klaufi
GuðjónR skrifaði:http://visir.is/jardskjalfti-fannst-vel ... 2120309999

Skjálftinn var nánast í Hafnarfirði...
Tekur mig 3-5min að keyra upp að Helgafelli að heiman, útskýrir að maður hafi fundið fyrir þessu..

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:51
af Tiger
Ég fann hann hérna í Hafnarfirði, en ekkert svona ýktan eða með látum. Bara svona normal shake :)

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:52
af worghal
fannst í svona eina sekúndu hérna í breiðholtinu.
en ég fann ekki seinni skjálftann.

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:57
af Frost
Var of upptekinn að spila Syndicate að ég fann ekki fyrir neinu en ég heyrði í skeiðinni á skrifborðinu mínu :lol:

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 00:59
af AciD_RaiN
Kannski to much info en ég sat á klósettinu (á Siglufirði) og hélt að það væri svona rosa kraftur í mér... Var einhver skjálfti nálægt mér eða?? :shock:

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:01
af Zorglub
Það kom nettur kippur í kofann hjá mér, ég tók því að sjálfsögðu sem tákni um að uppfærslan sem ég var að skoða sé samþykkt :megasmile

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:03
af methylman
Þessi var hressandi

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:03
af worghal
og þarna var annar mikið snarpari.

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:03
af cure
vá núna fann ég !

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:04
af Zorglub
Nei hver andsk....... þessi var talsvert stærri...

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:04
af Tiger
og MEIRA núna

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:04
af astro
Vó.. núna fann ég fyrir einum fyrir 30 sec (er í grafarvogi)

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:04
af chaplin
Fuck, shit, fuck! Þessi fyrir 30sek var rosalegur!

Re: Fundið þið fyrir jarðskjálftanum?

Sent: Fim 01. Mar 2012 01:04
af Klaufi
Ok FUDGE!

Rétt í þessu var svakalegur kippur hérna hjá mér..! :shock: