Síða 1 af 1

Loooksins LCD skjár sem maður getur notað, kominn á Klakann!

Sent: Þri 04. Mar 2003 22:33
af Jakob
Þessi skjár hérna verður kominn í Bræðurna Ormsson í ÞESSUM MÁNUÐI! :-)

Eins og þið getið séð á Tomshardware reviewinu þá er þetta draumaskjárinn fyrir alvöru tölvunotendur, því hann er einungis með
16ms refresh tíma.... Það er nánast ekkert "trailing" á honum.

Hérna er bréf sem ég fékk frá Ormsson:
Sæll Jakob.

Ég get ekki alveg svarað því hvenær við fáum þessa skjái á lager, en vænti þess að það verði í þessum mánuði.

Verðið verður nálægt 100.000,-m.vsk fyrir 1760NX og 105.000,- fyrir 1760VM (með hátölurum).


Kær kveðja.
Kristinn Valur Kristófersson
Bræðurnir Ormsson ehf.
Lagmuli 8. 128 Reykjavik.

+354 530 2800
Beint innval +354 530 2880
fax +354 530 2810
e-mail mailto:valur@ormsson.is
http://www.ormsson.is


Datasheet fyrir NEC MultiSync LCD 1760NX:
http://www.nec-mitsubishi.com/coremedia ... nglish.pdf

Sent: Mið 05. Mar 2003 12:36
af Voffinn
100.000 ?!?!?! þetta kostar í kringum 60.000-70.000 úti...

Sent: Mið 05. Mar 2003 13:13
af kiddi
Svo þarftu að flytja þetta inn og borga flutningskostnað, toll & VSK. Endar eflaust með hærra verð en smásöluverðið hér ;) (Bræðurnir Ormsson kaupa þetta eflaust á heildsöluverði úti, eru með flutningsdíla & fá þetta á klakann fyrir minni pening)

Sent: Mið 05. Mar 2003 13:37
af GuðjónR
Það er "allt" dýrara hérna en úti...nema þá kannski vatnið...

Sent: Mið 05. Mar 2003 18:40
af kemiztry
Vatnið kostar 220kr 2 lítar í 10-11.. þannig að jú tell mí marr! :wink:

Sent: Mið 05. Mar 2003 21:24
af halanegri
já, það er ekki réttlátt að vera að plata ferðamenn í að kaupa vatn hér aá landi :?

Sent: Mið 05. Mar 2003 21:27
af halanegri
það sem er aðallega að bögga mig við LCD skjái er að maður sér aldre vel á hann nema maður horfi beint á hann frá hárréttu sjónarhorni, og jafnvel þá eru einhverjir hlutar skjásins dekkri en hann á að vera

Sent: Mið 05. Mar 2003 22:43
af kemiztry
Er það ekki einmitt munurinn á cheap-ass LCD skjám og dýrum og vönduðum? :/

Sent: Mið 05. Mar 2003 23:41
af AtliAtli
halanegri skrifaði:já, það er ekki réttlátt að vera að plata ferðamenn í að kaupa vatn hér aá landi :?


Ok... ekki alveg inni í umræðunni, en er ekki ferðamannabransinn óréttlátur allstaðar? sjáðu Mallorca... mér finnst í lagi að ferðamenn kaupi vatn á 220 kall hér... það eru þó ekki hórur sem hanga í þeim á leiðinni heim úr mat... :P

Sent: Fim 06. Mar 2003 04:07
af Dári
Þú færð þennan skjá útí usa á um $550, (~45þúskr) svo kominn til landsins ætti hann að vera á um 70þús kr, miðað við 24.5% vsk og 20þús kr flutningskostnað. Mér fynst verð á skjáum hérna á íslandi alltaf hafa verið óheyrilega dýrt, og hefur ekki lækkað neitt seinustu árin, miðað við að CRT og LCD skjáir hafa verið að lækka mjög mikið útí usa seinustu árin.

Sent: Fim 06. Mar 2003 16:25
af MezzUp
20 þús í sendingarkostnað?

Sent: Fim 06. Mar 2003 17:56
af Dári
ég tók þetta bara sem dæmi, ég veit ekki nákvæmlega hver sendingarkostnaðurinn væri.

Sent: Fim 06. Mar 2003 21:58
af GuðjónR
vsk reiknast ofan á heildarverð úti + aðflutningsgjöld...

Sent: Lau 08. Mar 2003 02:08
af Jakob
Þessi skjár mun kostar 700$ úti ... Þetta er hágæða 17" LCD skjár, jafnast á við 19" crt öruglega.

Sent: Lau 08. Mar 2003 03:45
af Dári
Ekki samkvæmt linknum í fyrsta svarinu mínu, þar eru búðirnar að selja hann á um $550.