Síða 1 af 1
Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Þri 07. Jún 2011 17:16
af FriðrikH
Veit einhver um góða síðu þar sem maður getur lært grunninn í SQL og jafnvel prófað að gera fyrirspurnir í einhverja tilbúna grunna?
Re: SQL
Sent: Mið 08. Jún 2011 10:37
af IzzyIZburg
http://www.w3schools.com er alltaf góður. Getur notað w3 sem grunn og Googlað út frá því til að sjá aðrar útfærslur.
Re: SQL
Sent: Mið 08. Jún 2011 11:03
af dori
Þú getur notað innbyggða SQLite sem fylgir með öllum nýrri vöfrum til að leika þér. Ef þú ert með Chrome þá ferðu bara á einhverja síðu, ctrl+shift+i. Skrifar eftirfarandi í console:
Kóði: Velja allt
var db = openDatabase('hello_world', '0.1', 'Hello World', 1024)
Velur "Resources" tabinn og finnur Databases -> hello_world í trénu uppi til vinstri.
Kosturinn við þetta er líka að þú ert með þæginlegt GUI til að skoða það sem er í gagnagrunninum og þú ert með forritunarmál og REPL fyrir framan þig allt í einu.
Ég btw.
hata w3schools og myndi finna mér annan stað til að læra. Það er ofgnótt af upplýsingum um SQL á netinu en málið er í sjálfu sér ekki mjög flókið. Þetta er bara spurning um að leika sér og prufa sig áfram. Svo er mikilvægt að skilja smá í gagnasafnsfræðum ef þú ætlar þér að gera eitthvað stórt.
Re: SQL
Sent: Mið 08. Jún 2011 12:43
af zedro
2. gr.
Það á að nota lýsandi titla á nýjum bréfum
dæmi: Titillinn á ekki að vera "Hjálp!" eða "Hvort?" heldur frekar
"Vantar hjálp með fps drop í CS" eða "P4 3.0 GHz eða AMD64 3000+?".
Re: SQL
Sent: Mið 08. Jún 2011 13:18
af FriðrikH
Zedro skrifaði:2. gr.
Það á að nota lýsandi titla á nýjum bréfum
dæmi: Titillinn á ekki að vera "Hjálp!" eða "Hvort?" heldur frekar
"Vantar hjálp með fps drop í CS" eða "P4 3.0 GHz eða AMD64 3000+?".
afsakið, ég iðrast gjörða minna og skal vanda mig betur í framtíðinni.
-titill lagaður.
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 13:56
af gibri
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 14:17
af dori
Transact SQL er alveg töluvert mikið öðruvísi en plain SQL (miklu fleiri fítusar). Það gæti verið ruglandi að læra TSQL og fara svo yfir í hefðbundnari gagnagrunn þar sem það þarf að leysa hlutina á mjög ólíkan (oft væntanlega "flóknari") hátt.
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 14:39
af FriðrikH
Ég er allavega kominn með nokkrar góðar uppástungur til að prófa. Þakka ykkur fyrir þetta.
En er til eitthvað frítt forrit með einföldu notendaviðmóti sem maður getur notað til að fikta í gagnagrunnum og prófa sig áfram? Er Access eitthvað nothæfur í það? Er hann ekki allur með einhverju grafísku viðmóti?
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 15:34
af Daz
FriðrikH skrifaði:Ég er allavega kominn með nokkrar góðar uppástungur til að prófa. Þakka ykkur fyrir þetta.
En er til eitthvað frítt forrit með einföldu notendaviðmóti sem maður getur notað til að fikta í gagnagrunnum og prófa sig áfram? Er Access eitthvað nothæfur í það? Er hann ekki allur með einhverju grafísku viðmóti?
Fyrst þegar ég var að læra SQL syntaxinn var það í gegnum Access. Við gátum alveg smíðað SQL skipanir í texta og keyrt. Þetta var líklega 2003-2004 og síðan hef ég ekki skoðað Access.
Þú getur sótt Oracle XE grunn, keyrt hann á vélinni hjá þér og tengst með SQL Developer (frá Oracle). Örugglega til einhverjir "dummies guides" um hvernig þú gerir þetta, mér tókst þetta einhverntíman á mikilla vandkvæða. Oracle XE kemur með tilbúnum dummy gögnum til að prófa sig áfram með.
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 15:59
af elri99
Þú getur skoðað XAMPP sem setur upp fyrir þig umhvefi sem samanstendur af MySQL, PHP, Apache o.fl.. Þar geturðu fiktað í MySQL. Kostar ekki neitt!
http://www.apachefriends.org/en/xampp.html
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 22:07
af FriðrikH
Daz skrifaði:Þú getur sótt Oracle XE grunn, keyrt hann á vélinni hjá þér og tengst með SQL Developer (frá Oracle). Örugglega til einhverjir "dummies guides" um hvernig þú gerir þetta, mér tókst þetta einhverntíman á mikilla vandkvæða. Oracle XE kemur með tilbúnum dummy gögnum til að prófa sig áfram með.
Sótti Oracle XE og er farinn að fikta í þessu núna, akkúrat málið sem ég var að leita að, þúsund þakkir
Get svo lesið mig til um skipanir á síðunum sem aðrir mæltu með. Djöfull reddar Vaktin manni alltaf
Re: Hvar get ég lært grunninn í SQL?
Sent: Mið 08. Jún 2011 22:18
af Daz
Þegar ég er að googla mér til um Oracle syntax (allt annað en basic DML) þá lendi ég oftast á þessum síðum
http://www.techonthenet.com/oracle/index.phphttp://psoug.org/index.htmog fyrir "advanced" þá eru það
http://www.dba-oracle.com/http://asktom.oracle.com/pls/apex/f?p=100:1:0 (sem er einmitt byggð í Apex...
)