Síða 1 af 1

Erfitt val á fermingargjöf

Sent: Mán 18. Apr 2011 16:31
af Eiiki
Sælir Vaktarar góðir.

Það er nú komið að því að velja fermingargjöf fyrir lítinn frænda. Málið er svoleiðis að hann má ekki fá neina tölvu sem er gerð fyrir leiki :thumbsd

Ég hef því verið að velta fyrir mér hvað ég gæti gefið drengnum. Budget er svona u.þ.b. 60k og megið þið vaktarar endilega koma með einhverja stórglæsilega hugmyndir ef þið eruð með slíkar.

Sjálfur var ég búinn að hugsa mér að gefa drengnum Ipod touch 4th generation þá 8GB en mér finnst þeir svo hryllilega overpriced eitthvað og eru á 55k.

Strákurinn er íþróttastrákur og hefur gaman af fótbolta og útiveru.
En endilega hjálpið mér með að koma með góðar hugmyndir :)

Re: Erfitt val á fermingargjöf

Sent: Mán 18. Apr 2011 16:32
af HelgzeN
Takkaskó og ManUtd búning.

Re: Erfitt val á fermingargjöf

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:27
af Páll
Gefðu honum síma

Re: Erfitt val á fermingargjöf

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:31
af tdog
Járnasett fyrir golfið ;)

Edit,

Kannski frekar pútter og fyrir æfingagjöldum hjá golfklúbbi?

Re: Erfitt val á fermingargjöf

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:32
af thegirl
vá hvað þið eruð öll að gefa dýrar gjafir...

Er ég í ruglinu eða hélt ég að gjafir væru að fara í 10 þúsund tops?

Re: Erfitt val á fermingargjöf

Sent: Mán 18. Apr 2011 17:47
af ViktorS
thegirl skrifaði:vá hvað þið eruð öll að gefa dýrar gjafir...

Er ég í ruglinu eða hélt ég að gjafir væru að fara í 10 þúsund tops?


haha ég var að fá mest svona 15k frá ættingjum þegar ég fermdist fyrir 3 árum.