Síða 1 af 1

Póstur og vírusar

Sent: Þri 27. Jan 2004 18:18
af Palm
Ég er með eitt .com domain sem er hýst hjá namesecure - þar er öllum póst sem ég fæ á þetta netfang forwardað annað.
Þar set ég einnig ip töluna á servernum hér heima sem hýsir vefinn minn.

Í dag fór ég allt í einu að fá þessar líkar rosa fjölda af pósti - (ekki spam pósti) heldur eins pósti og barst út um allt þegar póstormarnir gengu út um allt. Mest af þessum póst er sent aftur til baka á sendandann - en ég er merktur sem sendandi á öllum þessum pósti þó ég hafi aldrei sent hann.

Mig grunar að það sé einhver vírus keyrandi einhvers staðar sem er að senda þetta í gríð og erg. Hvar er vandamálið - á servernum hjá mér - hjá namesecure eða einhvers staðar annar staðar?

Þegar sams konar mál kom upp fyrr í vetur þá var þetta alltaf .is emailið mitt sem lenti í þessu og þá var svo allt lagað hjá þeim sem er með mitt .is domain og þá komst það í lag.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir hvernig ég get stöðvað þetta?

Palm

Sent: Þri 27. Jan 2004 19:15
af gumol
Þú getur það ekki, ekki nema kanski með einhverjum SPAM filter.

Sent: Þri 27. Jan 2004 19:29
af Palm
Þetta er ekki beint spam - þetta er einhver vírus - ormur eðe eitthvað slíkt sem er að senda þetta - og hann lætur mig alltaf vera sendandann þannig að þegar póstur fer á email addressur sem eru ekki til þá er þetta endursent á mig. Einnig kemur pósur á mig þar sem aðrir póstþjónar segja að það sé vírus í póstinum og þeir taki ekki við honum.

Í póstinum kemur oft líka eitthvað doc.zip viðhengi.

Palm

Sent: Þri 27. Jan 2004 20:52
af Gothiatek
Ég lenti líka í þessu í dag...þetta er mydoom ormurinn!
http://www.frisk.is/frettir/sec_news/mydoom_a.html

Sent: Þri 27. Jan 2004 20:59
af Zaphod
Alltaf er jafn gaman að fá einhverja vírusa .

Sent: Þri 27. Jan 2004 22:58
af Voffinn
Hmm, svona áður en ég fer að kíkja í loggana hjá mér, þá heitir þetta tom árás minnir mig. Einhver sendir fullt af pósti í þínu nafni (með þitt domain) og spammfilterar senda til baka á þig, þannig að sá sem sendi þetta upphaflega hefur uppskorið næstum því tvöfalt.

Fyrirgefðu, ég man bara alls ekki hvað þetta heitir.

Edit: Rglug póstlistinn hefur líka orðið fyrir barðinu á þessum vírusi sem þið eruð að tala um...

Sent: Þri 27. Jan 2004 23:34
af gumol
From: NAV for Microsoft Exchange-USNYPEXCH1 [NAVMSE-USNYPEXCH1@iie.org]
Sent: 27. janúar 2004 08:03
To: 'mitt hjá strik(punktur)is'
Subject: Norton AntiVirus detected a virus in a message you sent. The
infected attachment was deleted.

Recipient of the infected attachment: StudyAmerica\Inbox Subject of the message: ERROR One or more attachments were deleted
Attachment doc.scr was Deleted for the following reasons:
Virus W32.Novarg.A@mm was found.

Sent: Mið 28. Jan 2004 01:32
af Palm
Ég átta mig samt ekki alveg á því hvaða tölva það er sem gæti verið sýkt.
Er það namesecure tölvan sem forwardar póstinum áfram (ræði ekki yfir henni) - serverinn þar sem domainið er uppsett (sú vel getur sent póst) - vinnutölvan sem ég er að fá póstinn á eða kannski enginn þeirra og ákveðnar email addressur eru bara í netfangaskrám hjá öðrum aðilum sem eru með sýktar tölvur.

Get ég einhvern veginn á póstinum áttað mig á því havað tölva það er sem er sýkt?

Palm

Sent: Mið 28. Jan 2004 13:32
af gumol
Það getur vel verið að það sé engin tölva hjá þér sýkt.

Sent: Mið 28. Jan 2004 16:15
af Palm
Eftir að hafa skoðað þetta smá sýnist mér að engin tölva hjá mér sé sýkt.
Eitt tölvupóstfang sem ég á er greinilega til í mörgum netfangaskrám og þess vegna verð held ég ég svona fyrir barðinu á þessu.

Palm

Sent: Mið 28. Jan 2004 16:31
af Pandemic
Ertu kannski svona vinsæll ;)