Fartölvur sem drepa á sér
Sent: Mið 27. Jan 2010 12:11
Góðan dag.
Ég vona að ég sé að setja þetta í réttan flokk. Ef ekki, megiði endilega benda mér á þann rétta.
Ég er með tvær fartölvur sem fjölskyldumeðlimir báðu mig um að fara yfir. Önnur er Dell sem er ca. frá 2005-2006 og hin er Lenovo sem er ca. 2 ára gömul.
Báðar hafa verið í talsverðri notkun og eiga það sameiginlegt að drepa á sér viðstöðulaust. Ekkert við neitt sérstakt. Aðallega samt þegar þær eru í sambandi við rafmagn (eru sárasjaldan EKKI tengdar við rafmagn - þ.e. léleg rafhlaða) og ekkert endilega bara þegar þær eru í mikilli vinnslu.
Önnur slekkur m.a. stundum á sér stuttu eftir að hún kveikir á sér (þ.e. köld og ekki búin að starta neinum forritum).
Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?
Ég ætlaði mér að byrja á því að endurræsa stýrkerfið (datt í hug vírus sem væri að reyna of mikið á vélarnar) og svo að hreinsa vifturnar. En ég er svo lítið inní tæknimálunum sem slíkum að mér dettur ekkert í hug hvað gæti verið að nema þetta tvennt (og já power supply).
Ég vona að ég sé að setja þetta í réttan flokk. Ef ekki, megiði endilega benda mér á þann rétta.
Ég er með tvær fartölvur sem fjölskyldumeðlimir báðu mig um að fara yfir. Önnur er Dell sem er ca. frá 2005-2006 og hin er Lenovo sem er ca. 2 ára gömul.
Báðar hafa verið í talsverðri notkun og eiga það sameiginlegt að drepa á sér viðstöðulaust. Ekkert við neitt sérstakt. Aðallega samt þegar þær eru í sambandi við rafmagn (eru sárasjaldan EKKI tengdar við rafmagn - þ.e. léleg rafhlaða) og ekkert endilega bara þegar þær eru í mikilli vinnslu.
Önnur slekkur m.a. stundum á sér stuttu eftir að hún kveikir á sér (þ.e. köld og ekki búin að starta neinum forritum).
Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?
Ég ætlaði mér að byrja á því að endurræsa stýrkerfið (datt í hug vírus sem væri að reyna of mikið á vélarnar) og svo að hreinsa vifturnar. En ég er svo lítið inní tæknimálunum sem slíkum að mér dettur ekkert í hug hvað gæti verið að nema þetta tvennt (og já power supply).