Síða 1 af 1

Í vafa með skjákort!

Sent: Þri 08. Des 2009 23:09
af frikki112
Sælir

Ég er með þessa tölvu hér:

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... true&#elko" onclick="window.open(this.href);return false;

Og Nvidia Sparkle Geforce 9600GT skjákort. Er að spá í að fá mér þennan aflgjafa hér: http://kisildalur.is/?p=2&id=1241" onclick="window.open(this.href);return false;

Þegar ég er búinn að fá hann þá er næst á dagskrá að fá sér nýtt og betra skjákort og ég vil sjá MIKINN mun á gæðunum í leikjunum. Með hvaða skjákorti mæli þið með sem er bæði ódýrt og mjög gott?

Ég er svoldið að pæla í þessu hér: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=26608" onclick="window.open(this.href);return false;


Hvað segið þið vaktarar? Er þetta góð ákvörðun hjá mér og passar þetta ekki allt í kassan hjá mér? Ég er nýr í þessum bransa!

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 00:55
af Some0ne
Ef þú vilt fá einhvern bilaðann mun þá er 5850 ágætis kostur : http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 850-PM2D1G" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er DirectX11 kort og ætti alveg að virka með aflgjafanum sem þú peistaðir.

En annars er 4870 flott kort og ágætis stökk upp frá 9600GT.

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 05:06
af Narco
En hvað með 4890, þennan cyclone td. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4742

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 09:10
af blitz
CPU mun vera flöskuháls þarna ef þú ferð í e-h overkill skjákort..

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 11:10
af vesley
ansi kraftlítil tölva varðandi alla aðra íhluti og ertu viss um að það sé pláss inní turninum ?

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 14:11
af frikki112
Hef satt að segja ekki hugmynd um það en ég er að spá í að fara með hana í kísildal og sjá hvað þeir segja þar.....

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 14:29
af chaplin
Myndi frekar taka 5850 en 4890 þótt þetta séu bæði ofur kort, en mv. benchmarks er það þess virði.

http://www.videocardbenchmark.net/high_end_gpus.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 15:16
af corflame
5770 eða 5850, allt annað er rugl í dag nema þú ætlir þér að uppfæra aftur eftir 6 mánuði.

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 16:10
af Some0ne
blitz skrifaði:CPU mun vera flöskuháls þarna ef þú ferð í e-h overkill skjákort..
Samt ekkert svo rosalega.. tölvuleikir í dag eru búnir að færast svoooo mikið frá vinnslu á örgjörva yfir í skjákortin, þarft bara kickass skjákort og miðlungs örgjörva til að spila flesta flotta leiki í dag.

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 16:36
af vesley
Some0ne skrifaði:
blitz skrifaði:CPU mun vera flöskuháls þarna ef þú ferð í e-h overkill skjákort..
Samt ekkert svo rosalega.. tölvuleikir í dag eru búnir að færast svoooo mikið frá vinnslu á örgjörva yfir í skjákortin, þarft bara kickass skjákort og miðlungs örgjörva til að spila flesta flotta leiki í dag.

fer AlgjÖrlega... eftir tölvuleikjunum.

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 16:45
af hsm
vesley skrifaði:
Some0ne skrifaði:
blitz skrifaði:CPU mun vera flöskuháls þarna ef þú ferð í e-h overkill skjákort..
Samt ekkert svo rosalega.. tölvuleikir í dag eru búnir að færast svoooo mikið frá vinnslu á örgjörva yfir í skjákortin, þarft bara kickass skjákort og miðlungs örgjörva til að spila flesta flotta leiki í dag.

fer AlgjÖrlega... eftir tölvuleikjunum.
Ég var með AMD 4400+ og 2Gb vinnsluminni með 8800GTS 512mb skjákort og gat ekki keirt NFS Shift nema með hrikalegu laggi en fékk mér svo E8400 + 4Gb minni 1066Mhz + nýtt móðurbort augljóslega, allt annað það sama.
Nú keyri ég NFS Shift með allt í botni og ekkert mál.
Fór í 3Dmark05 með gamla settuppinu og fékk 10.700 stig en með nýja fékk ég 18.800 stig með sama skjákorti.
Svo að skjákortið segir ekki allt.

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 17:57
af Some0ne
Það er nú líka soldið feitt stökk frá AMD64 4400+ sem er hvað .. 5 ára örgjörvi? uppí Intel 8400 duo..

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 18:00
af hsm
Some0ne skrifaði:Það er nú líka soldið feitt stökk frá AMD64 4400+ sem er hvað .. 5 ára örgjörvi? uppí Intel 8400 duo..
Ég geri mér alveg grein fyrir því.
Var bara að benda á það að skjákortið skiftir ekki öllu máli það verður að vera annað með til að bakka það upp :)

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 18:26
af littli-Jake
aldrei hélt ég að ég mundi verða sammála liverpool manni

Re: Í vafa með skjákort!

Sent: Mið 09. Des 2009 18:45
af hsm
littli-Jake skrifaði:aldrei hélt ég að ég mundi verða sammála liverpool manni
Ég ætla nú ekki að fara að gera þetta að fótbolta umræðu. En það hefur augljóslega komið í ljós á spjallborði vaktarinnar að þó að ég sé Liverpool maður þá er ég alveg magnaður á öðrum sviðum líka :D
Svo ef þú vilt hafa rétt fyrir þér þá verður þú að vera sammála mér. Hehe :8)