Síða 1 af 1
Vantar hjálp við memtest86
Sent: Fös 21. Nóv 2003 22:48
af Damien
Ég þarf að prófa minnið mitt, það er með eitthvað vesen, og vantar smá leiðbeiningar.
1. Skrifa þetta á geisladisk
2. Breyti boot-röðinni, CD#1 HDD#2
3. Skrifa memtest86 þegar hún spyr hvaða kernel ég vilji nota
4. Minnið þreytir prófið í nokkra klst
5. Lesa út úr niðurstöðum
Spurning 1: Ég er með fullt af gögnum á harða disknum, verða þau fyrir hnjaski?
Spurning 2: Þetta er eikkað Linux dæmi ekki satt, þarf ég nokkuð að pæla í því?
Spurning 3: Hvað gerist ef minnið fellur hraparlega í testinu og allt frýs og læti og vesen? Get ég bara sett kubbinn aftur í sem ég veit að er í lagi?
Sent: Fös 21. Nóv 2003 22:52
af Voffinn
Ég býst nú við að þú sért að nota gentoo diskinn sem ég benti á í einum þræðinum ;-)
Nei, gögnin þín verða ekki ekki fyrir skemmdum, nema þér takist að mounta diskinn og skrifa á hann / starta fdisk og partiona diskinn uppá nýtt / eða skrifa yfir mbr recordið. Ef þér tekst að gera eitthvað af þessu, þá kem ég sjálfur heim til þín og geri tölvuna þín upptæka.
Nei, nei, þú bara tekur powerkapallinn úr hdd, til að vera 100% viss að gera ekki neitt rangt.
Svo geturu líka talað við mig, ef þér vantar meiri hjálp ;-)
Re: Vantar hjálp við memtest86
Sent: Fös 21. Nóv 2003 22:55
af GuðjónR
Damien skrifaði:Ég þarf að prófa minnið mitt, það er með eitthvað vesen, og vantar smá leiðbeiningar.
Spurning 1: Ég er með fullt af gögnum á harða disknum, verða þau fyrir hnjaski? SVAR: NEI
Spurning 2: Þetta er eikkað Linux dæmi ekki satt, þarf ég nokkuð að pæla í því? SVAR: NEI
Spurning 3: Hvað gerist ef minnið fellur hraparlega í testinu og allt frýs og læti og vesen? SVAR: RESTART
Get ég bara sett kubbinn aftur í sem ég veit að er í lagi? SVAR: JÁ
Sent: Lau 22. Nóv 2003 01:05
af Damien
Geggjað...
Þá bara fer ég að ráðast í þetta.
Takk fyrir hjálpina

Sent: Lau 22. Nóv 2003 21:45
af Damien
Hvað tekur þetta test langan tíma?
Einhverjar klst?
Það stoppaði geeeeeðveikt lengi í 2% svo ég slökkti á tölvunni og skipti um kubb.
Er það eðlilegt?
Sent: Sun 23. Nóv 2003 00:24
af gumol
Þetta getur tekið mjög langan tíma
Sent: Mán 24. Nóv 2003 18:29
af Damien
Hvenar má ég áætla að þetta verði "not responding" eða einhver feitur error kemur?
Fatta ég það kannski vegna þess að tölvar restartast eða það kemur "ERROR!" á skjáinn

Sent: Mán 24. Nóv 2003 22:53
af Damien
Sjibbi!!!
Ég náði að laga þetta!
Hún er búin að keyra memtest 5 "passes" og 0 villur!
Hvað á ég að keyra þetta oft? 20-30x?
Sent: Mán 24. Nóv 2003 23:06
af Damien
Ein pæling í viðbót: Ég keyrði Prime95 og fyrst kom reiknivilla bara um leið og ég startaði forritinu.
Ég prufaði aftur og þá kom reiknivilla eftir 6mín.
