Síða 1 af 1
Smá spurningar um framtíðarvélbúnaðarkaupshugleiðingar...
Sent: Mið 16. Maí 2007 17:05
af appel
Ok, ég er með hundgamla vél heima og er að pæla að fara endurnýja hana. Liggur reyndar ekkert á því, þannig að ég er ekki að pæla í tölvukaupum á næstu vikum. Hinsvegar e.t.v í lok sumars, eða í haust, langar mig að kaupa nýja vél. Vil þó byrja að plana snemma, enda stór ákvörðun!
Langt síðan ég hef verið í hardware pælingum og þekki ég ekki mest af þessu dóti, X9100, Extreme PCI3000 pro... allt þvættingur í mínum heila. Nokkrar spurningar:
1. Hvað er málið með þessi heiti á örgjörvum? Getur einhver útskýrt fyrir mér hver munurinn á "Duo E6XXX", "Duo Q6XXX" og "Extreme X6XXX" er? Allt tveggja kjarna örgjörvar right? og 64 bita?
2. Á maður að halda sig frá AMD? Afhverju?
3. Ég er spenntur fyrir Quad-Core. Hvenær verður hægt að kaupa slík fyrirbæri hér á Íslandi á viðráðanlegu verði? Eru þeir ekki nánast á leiðinni með skipi til landsins?
4. Einhver móðurborð (eða tegund) umfram annað?
5. 1 tb diskar að koma?
Er nokkuð sama um allt annað, mikilvægasta er að hafa: gott móðurborð, góðan örgjörva, og svo góðan hljóðlátan kassa.
Re: Smá spurningar um framtíðarvélbúnaðarkaupshugleiðingar..
Sent: Mið 16. Maí 2007 17:21
af kristjanm
appel skrifaði:Ok, ég er með hundgamla vél heima og er að pæla að fara endurnýja hana. Liggur reyndar ekkert á því, þannig að ég er ekki að pæla í tölvukaupum á næstu vikum. Hinsvegar e.t.v í lok sumars, eða í haust, langar mig að kaupa nýja vél. Vil þó byrja að plana snemma, enda stór ákvörðun!
Langt síðan ég hef verið í hardware pælingum og þekki ég ekki mest af þessu dóti, X9100, Extreme PCI3000 pro... allt þvættingur í mínum heila. Nokkrar spurningar:
1. Hvað er málið með þessi heiti á örgjörvum? Getur einhver útskýrt fyrir mér hver munurinn á "Duo E6XXX", "Duo Q6XXX" og "Extreme X6XXX" er? Allt tveggja kjarna örgjörvar right? og 64 bita?
2. Á maður að halda sig frá AMD? Afhverju?
3. Ég er spenntur fyrir Quad-Core. Hvenær verður hægt að kaupa slík fyrirbæri hér á Íslandi á viðráðanlegu verði? Eru þeir ekki nánast á leiðinni með skipi til landsins?
4. Einhver móðurborð (eða tegund) umfram annað?
5. 1 tb diskar að koma?
Er nokkuð sama um allt annað, mikilvægasta er að hafa: gott móðurborð, góðan örgjörva, og svo góðan hljóðlátan kassa.
1. Core 2 Duo E6xx eru tvíkjarna með 4MB Cache, Qxx eru fjögurra kjarna með 2x4MB Cache, X6xxx og QX6xx eru Extreme Edition örgjörvar sem eru klukkaðir aðeins hærra og með ólæstan multiplier.
2. AMD eru ekki með samkeppnishæfa örgjörva þessa stundina nema kannski í alódýrasta flokknum. Barcelona, nýir örgjörvar frá AMD, eiga að birtast fyrir jól á þessu ári.
3. Það er hægt að kaupa fjögurra kjarna Intel örgjörva í dag.
4. Fullt af góðum móðurborðum fyrir Intel til úti núna, og svo eru móðurborð með nýju Intel chipsetti, P35, að fara að líta dagsins ljós.
5. Terabyte diskar eru til, veit ekki hvar þeir fást á Íslandi, en þeir eru dýrir.
Re: Smá spurningar um framtíðarvélbúnaðarkaupshugleiðingar..
Sent: Mið 16. Maí 2007 17:34
af appel
kristjanm skrifaði:1. Core 2 Duo E6xx eru tvíkjarna með 4MB Cache, Qxx eru fjögurra kjarna með 2x4MB Cache, X6xxx og QX6xx eru Extreme Edition örgjörvar sem eru klukkaðir aðeins hærra og með ólæstan multiplier.
Ok, takk fyrir góð og fljót svör.
Eitt sem hefur ruglað mig í þessum örgjörvahugleiðingum eru þessi nöfn! "Duo" hef ég skilið sem "tveir", eða einsog "Duett". Og svo "Core 2" sem ég hef líka skilið sem "örgjörvi með tvo kjarna".
"Core 2 Duo QuadCore" meikar ekki neitt sense!
"Tveggja kjarna tveggja gjörva fjögurra kjarna" bla..
gátu intel menn nú ekki fundið upp á einhverju sniðugra heiti.
En takk, skil þetta núna aðeins betur.
Sent: Mið 16. Maí 2007 17:43
af ManiO
Core 2 duo er sem sagt önnur kynslóð af Core duo, sem er vissulega silly.
Sent: Mið 16. Maí 2007 18:03
af gnarr
Enda heita þeir "Core 2 Quad" en ekki "Core 2 Duo Quadcore"
Sent: Mið 16. Maí 2007 20:02
af GuðjónR
gnarr skrifaði:Enda heita þeir "Core 2 Quad" en ekki "Core 2 Duo Quadcore"
Af hverju ekki Core 4
Sent: Mið 16. Maí 2007 20:32
af appel
Eða bara eitthvað annað en "Core", hægt að rugla því svo saman við "multicore".
Svo heita þeir "Duo Q6600 OEM" og "Duo Q6600 Retail" á vaktin.is. Held að það valdi ákveðnum ruglingi.
Kannski er ég bara svona vitlaus, en þetta hefur alltaf ruglað mig í ríminu
greyið fólkið sem veit nákvæmlega ekkert um tölvur.
Sent: Mið 16. Maí 2007 20:32
af Stebet
Fyrst kom Core Duo (Yonah, 32 bita)
svo kom Core 2 Duo (Conroe, 64bita)
svo kom Core 2 Quad (Kentsfield, 64bita)
sáraeinfalt
Sent: Mið 16. Maí 2007 20:54
af Heliowin
appel skrifaði:Svo heita þeir "Duo Q6600 OEM" og "Duo Q6600 Retail" á vaktin.is. Held að það valdi ákveðnum ruglingi.
Ef þú veist ekki það þegar þá er
OEM í einföldum umbúðum (hörðu plasti). Ég hef heyrt að það fylgi stundum ekki vifta með en ég veit ekki hvað er til í því, en ég hef allavega alltaf fengið viftu með OEM pakka.
Retail er meira stílað inn á neytendur með neytendavænni pakkningu, leiðarvísi og alveg örugglega viftu.
Sent: Mið 16. Maí 2007 21:30
af emmi
Quadcore er til hérna heima, Q6600 en kostar 50k. DDR3 kemur svo í haust en það kemur til með að vera í dýrari kantinum til að byrja með.
Persónulega ætla ég að fá mér Gigabyte GA-P35-DQ6 móðurborðið og Q6600.
Hitachi eru komnir út með 1TB diska, veit ekki hvort að einhverjir séu komnir með hann í sölu hér, en eflaust lítið mál að láta sérpanta ef þú átt 40-50k til að spreða í harðan disk.
Sent: Þri 05. Jún 2007 15:11
af audiophile
OEM = Bara örgjörvi í litlu plasthulstri
Retail = örgjörvi og vifta í stærri kassa
Sent: Þri 05. Jún 2007 16:22
af Heliowin
audiophile skrifaði:OEM = Bara örgjörvi í litlu plasthulstri
Retail = örgjörvi og vifta í stærri kassa
Þetta er víst tilfellið. Hringdi til að vera viss. Hef fengið viftu með Intel Celleron OEM örgjörvum áður en það er víst ekki tilfellið lengur.
Sent: Fim 26. Júl 2007 14:57
af Axolotl
Örgjövar eru seldir frá framleiðenda í þremur flokkum:
1) Bulk; Örgjövum er hrúgað í poka og seldir hundrað saman til framleiðenda low budget véla. Einn af hverjum hundrað er testaður.
2) OEM; Örgjövar eru seldir stakir í plastkössum í verslanir og til framleiðenda medium budget véla. Einn af hverjum tíu er testaður.
3) Retail; örgjövar eru seldir stakir í kassa og með áfastri viftu í verslanir og til framleiðenda merkjavéla. Allir hafa verið testaðir.
Sent: Fim 26. Júl 2007 15:11
af ManiO
Axolotl skrifaði:Örgjövar eru seldir fr
Öhm, vantar ekki eitthvað þarna?