Síða 1 af 1

Gúmmítappar

Sent: Fös 23. Mar 2007 07:56
af gunnargolf
Ég las það einhversstaðar að það mætti minnka hávaðann töluvert úr tölvunni með því að setja gúmmítappa undir hana. Er þetta satt, og hvar fæ ég þannig :?:

Sent: Fös 23. Mar 2007 09:24
af Guðni Massi
Ætti svo sem að virka eitthvað ef aðalhljóðvandamál þitt er titringur.
Þetta ætti að fást í næstu byggingarvöruverslun

Sent: Sun 08. Apr 2007 02:18
af Harvest
Efast nú svolítið um að það þurfi bara gúmmítappa...

Ég mæli með viftustýringu (getur fengið einhverja ódýra fyrir 1000kr. - start voru held ég með eina sem stýrði 3 viftum á tilboði á þessu verði).

Eða uppfæra vifturnar í einhvað hljóðlátara...

Held að einangrun í kassan hafi ekki verið að reynast það vel... þori samt ekki að fara með það.

Sent: Sun 08. Apr 2007 12:06
af gunnargolf
Ok, ég hef verið að nota speedfan til að lækka í viftunum en þá lækkar, að ég held, bara í einni viftu.

Sent: Sun 08. Apr 2007 17:24
af Harvest
gunnargolf skrifaði:Ok, ég hef verið að nota speedfan til að lækka í viftunum en þá lækkar, að ég held, bara í einni viftu.
Ef að þú tengir allar vifturnar í móðurborðið, þá ættirðu að geta lækkað í öllum viftunum í gegnum speed fan...

Sent: Sun 08. Apr 2007 22:43
af einzi
gæti líka verið sniðugt að setja einhverja dempun á harðadiskana því þeir jú titra mikið .. gúmmi og í 5,25" slottin

Sent: Sun 08. Apr 2007 22:44
af Harvest
einzi skrifaði:gæti líka verið sniðugt að setja einhverja dempun á harðadiskana því þeir jú titra mikið .. gúmmi og í 5,25" slottin
Já.. ef þú uppfærir líka vifturnar, þá eru þær flestar komnar með gúmmítöppum til að festa þær... svo ég mæli með því!

Sent: Sun 08. Apr 2007 23:08
af einzi
þess vegna sagði ég einmitt "líka" ;)