Síða 34 af 83

Re: Hringdu.is

Sent: Fim 24. Jan 2013 22:10
af Tesy
OKEI, nú er nóg komið! get ekki loadað 240p youtube video akkurat núna.. Ætla að skipta yfir í Vodafone á laugardaginn!...

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 25. Jan 2013 22:07
af Gunnar
einhver annar sem kemst bara nuna inná islenskar síður? :dissed

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 25. Jan 2013 22:24
af BugsyB
ég kemst á allt - langar að benda ykkur á smá hint sem hefur virkað mjög vel fyrir mig, þegar flestir eru að kvarta yfir að komast ekki á erlendar síður og yfir lélgum hraða þá virkaði fyrir mig að setja google dns ekki dns frá hringdu. mæli með því að þið setjið 8.8.8.8 og 8.8.4.4 í dns hjá ykkur og athugið hvort það lagi ekki vandamálið - allavegna eftir að ég gerði þaðlagaðist netið hjá mér - var alltaf að detta út og vesen og routerinn - tók út hringdu dnsinn og setti inn goolge - prufið það

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 25. Jan 2013 22:36
af Gunnar
BugsyB skrifaði:ég kemst á allt - langar að benda ykkur á smá hint sem hefur virkað mjög vel fyrir mig, þegar flestir eru að kvarta yfir að komast ekki á erlendar síður og yfir lélgum hraða þá virkaði fyrir mig að setja google dns ekki dns frá hringdu. mæli með því að þið setjið 8.8.8.8 og 8.8.4.4 í dns hjá ykkur og athugið hvort það lagi ekki vandamálið - allavegna eftir að ég gerði þaðlagaðist netið hjá mér - var alltaf að detta út og vesen og routerinn - tók út hringdu dnsinn og setti inn goolge - prufið það
hvernig fer maður að því? :-k

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 25. Jan 2013 22:44
af AntiTrust
Ferð í Control Panel - Network Connections eða Network and Sharing Center og Change Adapter settings.
Velur properties á þeim network adapter sem þú ert að nota (LAN fyrir wired, WLAN fyrir wireless)
Velur Internet Protocol TCP/IP eða Internet Protocol version 4 og svo properties
Í DNS server seturu 8.8.8.8 í primary og 8.8.4.4 í alternitive

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 25. Jan 2013 23:18
af lyfsedill
ég er alveg að fá nóg.
speedtest gagnaveitu segir þetta:


Keyri 10 sek upphals mælingu (client-to-server) . . . . . 33.72Mb/s
Keyri 10 sek niðurhals mælingu (server-to-client ) . . . . . . 41.00Mb/s

og speedtest net:

http://www.speedtest.net/result/2462663092.png" onclick="window.open(this.href);return false;

edit:
breytti skv. ofangreindum stillingum í 8.8 8 8 og 8.8.4.4 og þá kom þetta speedtest.net:
http://www.speedtest.net/result/2462694400.png" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 25. Jan 2013 23:55
af KLyX
Farinn yfir til Vodafone og get allavega nýtt mér þjónustu sem er hýst erlendis, svo ég er sáttur.

Re: Hringdu.is

Sent: Lau 26. Jan 2013 00:10
af einarth
lyfsedill skrifaði:ég er alveg að fá nóg.
speedtest gagnaveitu segir þetta:


Keyri 10 sek upphals mælingu (client-to-server) . . . . . 33.72Mb/s
Keyri 10 sek niðurhals mælingu (server-to-client ) . . . . . . 41.00Mb/s

og speedtest net:

http://www.speedtest.net/result/2462663092.png" onclick="window.open(this.href);return false;

edit:
breytti skv. ofangreindum stillingum í 8.8 8 8 og 8.8.4.4 og þá kom þetta speedtest.net:
http://www.speedtest.net/result/2462694400.png" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þú nærð lélegum hraða á speedtest.gagnaveita.is (og ert tengdur með ljósleiðara) þá hefur það ekkert með þjónustuveituna þína að gera.

Þú gætir byrjað á að prófa að tengja tölvu (helst prófa tvær) beint í netaðgangstækið og tekið speedtest GR þannig (n.b. ekki sniðugt að vera tengdur þannig nema þú keyrir eldvegg á viðkomandi vél - þ.e. þú ert beintengdur internetinu-engar varnir til staðar).

Ef það gengur ekki þarf að skoða ljósleiðarann hjá þér.

Kv, Einar.

Re: Hringdu.is

Sent: Lau 26. Jan 2013 00:30
af lyfsedill
Ja samt hefur verið mikill vandi lika gegnum internetþjonustuna. virðist bæði vera vesen. Og hef ekki tvær tölvur svo ég get ekkert tékkað á þessu :(

Re: Hringdu.is

Sent: Lau 26. Jan 2013 00:31
af AntiTrust
Ertu ekki örugglega að gera þessi próf beintengdur með ethernet snúru? Ef svo, búinn að prufa bæði í gegnum router og beint í telsey box?

Re: Hringdu.is

Sent: Lau 26. Jan 2013 00:38
af lyfsedill
Ertu ekki örugglega að gera þessi próf beintengdur með ethernet snúru? Ef svo, búinn að prufa bæði í gegnum router og beint í telsey box?

svar:
Hef ekki enn nei tengt beint úr telsey boxi í tölvu. Er með tengdur þannig að internetsnúra úr telsey boxi í router og internetsnúra úr router í tölvu.

Núna gefur speedtest.net þetta:
http://www.speedtest.net/result/2462783352.png" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hringdu.is

Sent: Lau 26. Jan 2013 00:39
af AntiTrust
Endilega prufaðu að beintengja tölvuna við telsey boxið og athugaðu hvaða niðurstöður þú færð.

Re: Hringdu.is

Sent: Lau 26. Jan 2013 02:17
af lyfsedill
er enginn með vanda með hraða á hringdu núna í kvöld?

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 27. Jan 2013 22:38
af capteinninn
Einhver vandi hjá fólki með hraða í kvöld erlendis ?

Kóði: Velja allt

TCP/Web100 Network Diagnostic Tool v3.6.4
Smellið á Prófa til að framkvæma hraðaprófið

** Byrja próf 1 of 1 **
Tengist 'speedtest.gagnaveita.is' [speedtest.gagnaveita.is/83.173.10.2] til að keyra próf
Tengt: speedtest.gagnaveita.is--  með IPv4 ip tölu
Athuga búnað  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  Done.
Athuga eldveggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  Done.
Keyri 10 sek upphals mælingu (client-to-server) . . . . . 25.82Mb/s
Keyri 10 sek niðurhals mælingu (server-to-client ) . . . . . . 22.87Mb/s

Smellið á Prófa til að prófa aftur
Mynd
Mynd

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 27. Jan 2013 23:08
af lyfsedill
Er á ljósi hringdu og búinn að vera með hraðavesen alla helgina.
http://www.speedtest.net/result/2467080174.png" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.speedtest.net/result/2467105539.png" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hringdu.is

Sent: Sun 27. Jan 2013 23:09
af worghal
hannesstef skrifaði:Einhver vandi hjá fólki með hraða í kvöld erlendis ?

Kóði: Velja allt

TCP/Web100 Network Diagnostic Tool v3.6.4
Smellið á Prófa til að framkvæma hraðaprófið

** Byrja próf 1 of 1 **
Tengist 'speedtest.gagnaveita.is' [speedtest.gagnaveita.is/83.173.10.2] til að keyra próf
Tengt: speedtest.gagnaveita.is--  með IPv4 ip tölu
Athuga búnað  . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  Done.
Athuga eldveggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  Done.
Keyri 10 sek upphals mælingu (client-to-server) . . . . . 25.82Mb/s
Keyri 10 sek niðurhals mælingu (server-to-client ) . . . . . . 22.87Mb/s

Smellið á Prófa til að prófa aftur
Mynd
Mynd
ég er að lenda í örgustu dns vandræðum.
The server at google.com can't be found, because the DNS lookup failed. DNS is the network service that translates a website's name to its Internet address. This error is most often caused by having no connection to the Internet or a misconfigured network. It can also be caused by an unresponsive DNS server or a firewall preventing Google Chrome from accessing the network.
og þá aðalega með erlendar síður, er þó að gerast líka þegar ég fer á til dæmis hugi.is

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 28. Jan 2013 01:24
af hkr
Mynd
Mynd
Mynd

er að fá ágætan hraða núna, en klukkan er reyndar orðin 01:22 og þá eflaust minna álag á traffíkina erlendis. Var að fá frekar slappan hraða áðan (upp úr 23) erlendis.

Er að nota google dns - gæti verið að það sé að hjálpa eitthvað til.

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 28. Jan 2013 01:50
af lyfsedill
Get ekki séð að tíminn skifti máli. núna að verða 2 og ég fæ þetta:

http://www.speedtest.net/result/2467288492.png" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 28. Jan 2013 10:06
af einarth
lyfsedill skrifaði:Get ekki séð að tíminn skifti máli. núna að verða 2 og ég fæ þetta:

http://www.speedtest.net/result/2467288492.png" onclick="window.open(this.href);return false;
Hversu þrjóskur geturðu verið??

Það marg búið að benda þér á að það er eitthvað að heima hjá þér - augljóslega er ekkert að marka hraðatest frá þér fyrir þjónustu hjá Hringdu - hvort sem hlutirnir eru í lagi þar eða ekki þá munt þú líklega fá lélegt test...

Kv, Einar.

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 28. Jan 2013 17:32
af lyfsedill
Mér fannst nú óþarfi að vera segja eitthvað svona einarth:
Hversu þrjóskur geturðu verið??

Er enginn tölvunörd og með litla kunnáttu sem svosem liklega sést oft á hvernig ég tala. Engum finnst gaman að eiga við hraðavanda. Og skv.hringdu þá vilja þeir meina þetta sé útaf álagi sé ekki eitthvað sem sé bara hjá mér eins og þú segir einar. Þeir segja það sé að fara lagast þar sem gegnum farice sé hraðinn að fara aukast hjá þeim á næstu dögum (hafa reyndar sagt það áður við mig í sima). Samt vilja þeir meina að það sé erlendi hraðinn en mér sýnist þetta vera bæði vandi með innlenda og erlenda hjá mér. svo er skrítið að þegar maður tengir sig beint við telsey box kemur bara 50 mb/s hraði í client to server og server to client. Sami hraði og þegar maður tengir í router og router í tölvu. Æi þetta er allt ömurlegt.

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 28. Jan 2013 22:40
af einarth
lyfsedill skrifaði:Mér fannst nú óþarfi að vera segja eitthvað svona einarth:
Hversu þrjóskur geturðu verið??

Er enginn tölvunörd og með litla kunnáttu sem svosem liklega sést oft á hvernig ég tala. Engum finnst gaman að eiga við hraðavanda. Og skv.hringdu þá vilja þeir meina þetta sé útaf álagi sé ekki eitthvað sem sé bara hjá mér eins og þú segir einar. Þeir segja það sé að fara lagast þar sem gegnum farice sé hraðinn að fara aukast hjá þeim á næstu dögum (hafa reyndar sagt það áður við mig í sima). Samt vilja þeir meina að það sé erlendi hraðinn en mér sýnist þetta vera bæði vandi með innlenda og erlenda hjá mér. svo er skrítið að þegar maður tengir sig beint við telsey box kemur bara 50 mb/s hraði í client to server og server to client. Sami hraði og þegar maður tengir í router og router í tölvu. Æi þetta er allt ömurlegt.

Sæll.

Ég kallaði þig þrjóskan afþví þú ignoraðir það sem ég og fleiri voru að segja við þig, þ.e. að ef þú færð lélega niðurstöðu á speedtest.gagnaveita.is þá hefur það ekkert með þjónustuveituna (Hringdu) að gera. Ef þú hefur litla kunnáttu þá ættir þú enn frekar að hlusta á það sem aðrir eru að segja.


Ráðið sem þú fékkst var að beintengja þig við netaðgangstækið til að útiloka vandamál með router - sem mér sýnist af þessu að þú sért búinn að gera. Ef þú færð 50/50 beintengdur við netaðgangstæki þá þýðir það:

A. það er eitthvað að routernum hjá þér því samkvæmt speedtesti GR gegnum router sem þú sendir inn varstu með 41/33 - ergo routerinn er að hægja sambandið niður í þann hraða.

B. það er eitthvað athugavert við annaðhvort tölvuna sem þú notaðir í speedtestið eða ljósleiðarann fyrst þú nærð ekki 100/100 (eða rétt þar undir).

Á meðan þessi tvö vandamál eru til staðar þá þýðir lítið að vera pæla í hvort það sé eitthvað vandamál hjá Hringdu sem gæti hugsanlega líka haft áhrif á internetið hjá þér - þessi vandamál munu alltaf trufla þá upplifun.

Vonandi finnur þú eitthvað útúr þessu hjá þér.

Kv, Einar.

Re: Hringdu.is

Sent: Mán 28. Jan 2013 22:45
af lyfsedill
sæll og takk einar.

var að fá kunningja í heimsókn með fartölvu og tengdum hana við og prófuðum speedtest.net og þá fór hraðinn í 90mbs og 50 í upload. Þannig það er greinilega held ég þá eitthvað að netkortinu í þeirri tölvu sem ég er í eða er það ekki málið?
kv

Re: Hringdu.is

Sent: Þri 29. Jan 2013 09:33
af einarth
Mögulega driver issue með netkort..sjaldan sem netkort bila svona (þ.e. færð lélegan hraða).

Re: Hringdu.is

Sent: Þri 29. Jan 2013 14:58
af lyfsedill
ja ok, ég kann ekkert á þannig drivera mál :(

Re: Hringdu.is

Sent: Þri 29. Jan 2013 15:11
af AntiTrust
lyfsedill skrifaði:ja ok, ég kann ekkert á þannig drivera mál :(
Byrjaðu á því að keyra öll Windows update inn sem eru í boði og þar með talin öll ef e-r update sem eru í Optional Updates (þ.e. fyrir utan alla tungumálapakkana auðvitað.)

Tek það fram að mér finnst þetta ólíklegt til lausnar en mér finnst einnig hæpið að driver issue gæti valdið þessu, það væri þá frekar e-rskonar energy management tól / power saving stillingar að verki.