Þetta er kjarni málsins:
urban skrifaði:... ef að ég kem heim til þín, kveiki í bílnum þínum og stel tölvunni þinni.
Finnst þér ég vera algerlega saklaus þangað til að ég verð dæmdur ?
Dómstólar eri mei einn fókus, að dæma BARA glæpamenn = Bara það sem hægt er að sanna þá og þegar málið er rekið fyrir dómstólum.
Dómstólar dæma ekki ALLA glæpamenn. Ástæðurnar eru fjölmargar, allt frá spillingu innan kerfisins (sbr. sögu Baugalín - Launhelgi Lyganna) yfir í að engar sannanir liggja fyrir aðrara en vitnisburður þolanda og meðferðaraðila hans.
Þó að dómskerfið sé haldið þessum göllum, að geta ekki dæmt ALLA glæpamenn, þá þarf samfélagið ekki að þegja og sætta sig við ástandið.
Er Jón Baldvin saklaus? Er Kolbeinn saklaus? Er Gillz saklaus? Eru eigandi "nauðganaíbúðarinnar" í hlíðunum saklaus?
Hvernig getur það staðist að 60 börn tilkynni um kynferðislegt ofbeldi á ári en dómar gegn fólkinu sem braut gegn þeim eru ekki vikulegir, varla mánaðarlegir...
60 börn tilkynntu um kynferðisobeldi 2019 -
HÉR
42 dómar hjá öllum héraðsdómstólum fyrir öll kynferisðbrot (börn og fullorðnir) 2019 -
HÉR (41 dómur 2020 og 23 komnir í ár)
Það er ekkert skrítið að fólk sé búið að missa þolinmæðina fyrir þessu og að það vilji ræða það og nota útiröddina eða henda í status á twitter.
Ég hef horft upp á nákomna lenda í bæði, að vera sakaðir um eitthvað sem þeir gerðu ekki (ofbeldi) og að hafa orðið fyrir og kært kynferðisofbeldi.
Bæði skilur fólk eftir brennt til margra ára en það er algjört lágmark að hlusta og vera ekki að dæma. Fólk verður að fá að segja sína sögu, það er bara hluti af því að reyna komast yfir áfallið.
Þetta KSÍ dæmi núna er ekki offors, er þetta ekki bara nauðsynleg endurnýjun innan sambandsins og áthyglinni beint að raunverulegu vandamáli sem fyrri stjórnendur virðast hafa haft "tendance" fyrir að hundsa?
Þessir einstöku landsliðsmenn sem hafa gert sátt í ofbeldismálum eða verið sakaðir um nauðganir eða hópnauðganir...
Vill almenningur hafa þá í liðinu? Vill KSÍ hafa þá í liðinu? Af hverju ætti einhver að vilja það?
Þeir vinna ekki við að vera í landsliðinu, það er heiður sem þeim hefur hlotnast og er ekki sjálfgefið að þeir séu i áskrift að.