rapport skrifaði:
þá finnst mér matseðillinn hjá grunnskólunum ömurlegur og mundi gjarnan vilja að allt kjöt yrði tekið út enda engin þörf á að hafa það á matseðlinum, það mætti einnig taka út mjólkurvörur og þessvegna fisk, þá gætu allir borðað í skólanum og það yrði líklega hollara og betra því að unnar kjöt-, fisk- og mjólkurvörur eru í raun varla matur, bara uppfylling í magan en sáralítil næring.
Semsagt það á að taka steiktann fisk, íslenska mjólk og kjöt af matseðlinum vegna þess að
UNNAR matvörur eru svo slæmar.
Það á semsagt að fara að éta vegan og sleppa kjöt, fisk og mjólk (það sem að hefur haldið lífi í þessari þjóð í yfir 1000 ár) vegna þess að það má ekki gera matseðilinn aðeins hollari ?
Vá, þetta er ekki öfgakennd viðbrögð....
Þetta tryggir það samt ekkert að það geti allir borðað, það eru óhemju margir t.d. með ofnæmi fyrir hnetum, sjálfur var ég með ofnæmi/óþol fyrir hvítlauk (mikil gleði þegar að það eldist af mér)
það er fólk með ofnæmi fyrir öllum andskotanum og þeir eiga að passa sig á því hvað þeir éta (eða foreldrar þeirrra þegar að þau eru börn)
að nákvæmlega sama skapi á að bjóða upp á allan almennnan mat, þar sem að jú, þeir sem að geta ekki vegna einhverra ástæðna borðið hann, sleppa honum, ekki að fara að láta alla lifa á kartföflum, korni, hrísgrjónum og grænmeti.
rapport skrifaði:
Mín ósk er að það sé tekið tillit til fleiri hópa, helst allra og fyrir vikið væri einungis í boði fæði sem uppfyllir kröfur sem flestra, helst þá grænmetisæta og best þætti mér að stilla kröfunum í takt við vegan, s.s. engar mjólkurvörur.
Með því móti er verið að gera jörðinni gott og börnunum líka.
Hvernig hjálpar það jörðinni að ég sleppi því að fá mér egg og beikon í morgunmat, sleppi því að fá mér mjólkurglas eftir það og sleppi því að steikja mér karfa í kvöld ?
Ég get alveg skilið það að fólk vilji meina að þetta sé að gera börnum gott, en þó hef ég aldrei skilið afhverju venjulegt fæði á að vera orðið svona hættulegt fyrir mannslíkamann.
rapport skrifaði:
Það verður að horfa á og greina hvern skattgreiðanda sérstaklega, foreldranir greiða fyrir sína eigin skólagöngu en ekki barna sinna.
"Hagnaður" ríkisins af námslánum er -50% m.v. þau kjör sem LÍN fjármagnar sig á og fyrir vikið er verið að greiða mikið með háskólamenntuðum, sérstaklega þeim sem eru þar í lengur en skemur.
Innflytjendur sem koma hingað og eiga stóran hluta starfsævinnar eftir geta því kostað heilan helling en samt kostað minna en meðal Íslendingur.
Þetta er augljóst tækifæri fyrir atvinnulífið að fá fólk hingað, samkeppni um störf er líka til þess fallin að hækka laun fyrir utan það að innflytjandi er líklegri til að hefja atvinnurekstur en meðal Íslendingur.
Semsagt miðað við þessi rök þín að það eigi að hugsa um hvern skattgreiðanda sérstaklega en ekki í fjölskyldu myndum, þá ætti ég skilið skattaafslátt, þar sem að ég fór jú ekki í framhaldsskóla nema að litlu leyti og ekki í háskóla.... (hint hint, það á að hugsa um þetta á miklu stærra leveli en einstaklingur eða fjölsylda)
Að sömu rökum, þar sem að þú ert jú að ræða þetta, þá er hægt að sleppa því að taka inn sýrlensk flóttabörn, þar sem að þau eiga eftir að kosta okkur svo mikið
já og í rauninni alla nema ungt fólk sem að á langa starfsævi eftir...
ok þá ert þú búin, best að snúa sér að einhverju öðrum.
nidur skrifaði:
Alveg sammála þessu, en af hverju eru flóttamennirnir sem eru komnir til evrópu 70% karlmenn? Og af hverju að kalla fólk í neyð sem á greinilega fyrir nýjum fötum, snjallsímum, mat og fl. Þetta fólk vill fá hæli í Evrópu af því að lífið er betra hérna, á meðan þeir sem eru í mestu neyðinni sitja eftir og fá enga aðstoð af því að við erum búin að eyða öllum peningum í að innlima millistéttina frá sýrlandi.
***fyrrverandi millistéttina...
þetta fólk er ekki að flýja fátækt og hungursneið.
Útbúum smá dæmi...
það brýst út stríð á íslandi, þú átt nú þegar ný föt, snjallsíma og einhver matur í kistunni og álíka...
allt er í góðu lagi enþá, stríðið er bara á suðurlandi og þú býrð á vestfjörðum, lífið heldur að stórum hluta áfram fyrir þig, (kaupir þér meirað segja nýjar buxur um næstu mánaarmót)
Allt í einu stækkar stríðssvæðið og gatan þitt lýtur svona út þegar að þú kemst útúr neðanjarðarbyrginu (sem að famelíian var svo sniðug að byggja sér þegar að stríðið byrjaði)
Nú þið eruð(voruð) þokkalega vel stætt millistéttarfólk en þarft því miður að yfirgefa heimilið þitt vegna þess að það er bara ekki til staðar lengur.
Hvort komið þið fjölskyldan til með að ganga yfir stríðssvæðið, yfir hálft ísland og fljóta á pramma yfir hafið og til eyja (þar sem að allt er frábært og æðislegt enþá) eða fljúga þangað ef að þið hafið efni á. Ég veit það að ég myndi fljúga þangað ef að ég gæti.
Fólk er eki að flýja til að leita af betra lífi, það er að flýja vegna þess að það er ekkert líf eftir.
Fólk leikur sér ekki að því að ferðast með ungabörn á pramma sem að á ekki að taka fleiri en 10 manneskjur, þegar að það er númer 89 þar um borð.
Þetta fólk er augljóslega að flýja skelfilega hluti og það ber að hjálpa því, besta leiðin til þess að er að byrja á réttum enda og stoppa flóttamannastrauminn, það er gera heiðarlega tilraun til þess að koma sýrlandi af stað sem ríki aftur, mig grunar nefnilega að stór hluti þess fólks færi aftur heim.
Það eru svo sem ekki nema rúm 40 ár síðan að eyjamenn voru allir með tölu flóttamenn, urðu að yfirgefa allt sitt á einni nóttu
flestir þeirra snéru aftur þegar að það var hægt
Til þeirra sem að eru alfarið á móti því að taka inn flóttamenn.
Donald Trump af öllum mönnum segir að það sé siðferðisleg skylda að taka við flóttafólki (samt ekki viss um að hann viti hvað þetta þýði)
Ég er enþá á því sama, taka við flóttafólki jájá, en það verður að gera það á eðlilegan máta, það verður að passa það að það sé hægt að hjálpa þessu fólki, ekki barahrúga því inní landið og vona það besta.