Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla
Sent: Mán 05. Okt 2015 15:09
Veit einhverjir um einhverjir góðir sem gerir ryðvörn undir bíllin fyrir saltveturinn og lyktar heldur ekki af fiski eftirá og hvað mundi svona kosta?
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://gamma.vaktin.is/
Já, hef gert þetta oft áður.GuðjónR skrifaði:Hefur einhver reynslu af því að skipta um fuel-filter í Skoda disel?
Er búinn að googla þetta aðeins, það sem virðist varasamt er loftið sem kemur í boxið, þ.e. ef það myndast loft í eldsneytiskerfinu þá er hætta á því að bíllin fari ekki í gang.
Sumir nota VAC-COM VCDS kapal og fartölvu til að kveikja á eldsneytisdælunni í bílnum og láta hana ná upp þrýstingi. Sumir gera það ekki og þá drepur bíllin á sér eftir c.a. 25 sec, þá ná þeir að pumpa kerfið upp með því að stíga á olíugjöfina.
Og annað, þið sem eruð með dísel bíla, hversu oft skiptiði um olíufilter?
Betra Púst skógarhlíð tekur að sér ryðvarnir með Fluid Film.bigggan skrifaði:Veit einhverjir um einhverjir góðir sem gerir ryðvörn undir bíllin fyrir saltveturinn og lyktar heldur ekki af fiski eftirá og hvað mundi svona kosta?
Minn er 1.6 TDiYawnk skrifaði:Já, hef gert þetta oft áður.GuðjónR skrifaði:Hefur einhver reynslu af því að skipta um fuel-filter í Skoda disel?
Er búinn að googla þetta aðeins, það sem virðist varasamt er loftið sem kemur í boxið, þ.e. ef það myndast loft í eldsneytiskerfinu þá er hætta á því að bíllin fari ekki í gang.
Sumir nota VAC-COM VCDS kapal og fartölvu til að kveikja á eldsneytisdælunni í bílnum og láta hana ná upp þrýstingi. Sumir gera það ekki og þá drepur bíllin á sér eftir c.a. 25 sec, þá ná þeir að pumpa kerfið upp með því að stíga á olíugjöfina.
Og annað, þið sem eruð með dísel bíla, hversu oft skiptiði um olíufilter?
Skipta á um hana á 30þ. km fresti.
Losar þessa 5 bolta (T25, að mig minnir ), skiptir um síuna og þéttihringinn ( smyrð þéttihringinn með vaselíni eða gúmmífeiti ) og smellir þessu þétt ofan í aftur, og herðir boltana í kross svo það þétti vel.
Getur tekið nokkurn tíma að koma honum í gang aftur og mikið start, en hann fer alltaf í gang á endanum, engar áhyggjur af því.
Passa að fylgjast síðan með síunni hvort það leki meðfram þéttihringnum og leyfa honum að ganga í einhvern tíma. Ef það lekur kemur hráolía á viftureim og hún slitnað, oftast ef það er tilfellið er skipt um tímareimina líka ef allt er á floti.
*Ef þinn er af nýrri gerðinni
Jájá það er alveg öruggt að hann fari í gang, aðferðin sem ég hef notað við þetta er bara eins og nefnd hér að ofan, ekkert flóknara en að skipta um síuna, var ekkert að fylla neitt af dísel. Oftast þegar maður setur í gang þá deyr á honum eftir nokkrar sek, svo reynir maður bara aftur þar til hann fer í gang. Lengsta sem ég þurft að starta er kannski 1 mín með pásum, en svo eru eflaust aðrar 'viðurkenndari' aðferðir við þetta sem virka líka.GuðjónR skrifaði:Minn er 1.6 TDiYawnk skrifaði:Já, hef gert þetta oft áður.GuðjónR skrifaði:Hefur einhver reynslu af því að skipta um fuel-filter í Skoda disel?
Er búinn að googla þetta aðeins, það sem virðist varasamt er loftið sem kemur í boxið, þ.e. ef það myndast loft í eldsneytiskerfinu þá er hætta á því að bíllin fari ekki í gang.
Sumir nota VAC-COM VCDS kapal og fartölvu til að kveikja á eldsneytisdælunni í bílnum og láta hana ná upp þrýstingi. Sumir gera það ekki og þá drepur bíllin á sér eftir c.a. 25 sec, þá ná þeir að pumpa kerfið upp með því að stíga á olíugjöfina.
Og annað, þið sem eruð með dísel bíla, hversu oft skiptiði um olíufilter?
Skipta á um hana á 30þ. km fresti.
Losar þessa 5 bolta (T25, að mig minnir ), skiptir um síuna og þéttihringinn ( smyrð þéttihringinn með vaselíni eða gúmmífeiti ) og smellir þessu þétt ofan í aftur, og herðir boltana í kross svo það þétti vel.
Getur tekið nokkurn tíma að koma honum í gang aftur og mikið start, en hann fer alltaf í gang á endanum, engar áhyggjur af því.
Passa að fylgjast síðan með síunni hvort það leki meðfram þéttihringnum og leyfa honum að ganga í einhvern tíma. Ef það lekur kemur hráolía á viftureim og hún slitnað, oftast ef það er tilfellið er skipt um tímareimina líka ef allt er á floti.
*Ef þinn er af nýrri gerðinni
Það verður að vera alveg öruggt að hann fari í gang eftir svona aðgerð. Annars er ég stopp langt frá næsta verkstæði.
Ég hef séð í sumum videoum að menn eru að sjúga upp disel sullið úr síu húsinu eftir að sían er farin úr, setja sína svo í og fulla upp með disel.
Spurning hvort það sé ekki óþarfi?
p.s. 50.000.km á síunni.
Takk fyrir svarið, ég var einmitt búinn að hugsa þetta með að skella hálfum líter af disel á kókflösku næst þegar ég fylli, líklega er ég nett paranjonaður, en miðað við svörin þá ætti það að vera óþarfi.Danni V8 skrifaði:Það kemur alltaf loft þegar maður skiptir um hráolíusíu í dísel. Lang oftast dugar að svissa á og af nokkrum sinnum og síðan setja í gang. Þegar það er ekki handpumpa í húddinu þá er dæla í tanknum sem fæðir kerfið og hún á að byrja að dæla um leið og það er svissað á til að ná uppí þrýstingi.
Ég hef t.d. tekið nokkuð marga nýlega Renault dísel sem túristar hafa sett bensín á og þá til að ná olíunni af tanknum hef ég losað fæðilögnina, sett á hana slöngu og ofaní brúsa og síðan svissað á. Þeir bílar allavega dæla ca 10-11 lítrum í brúsana áður en þeir svissa af sér. Sumir bílar dæla bara í nokkrar sekúndur og þarf því að svissa af og á nokkrum sinnum, aðrir dæla stöðugt þangað til þrýstiskynjari segir að þrýstingi sé náð. Ég þekki ekki hvernig það er í Skódanum samt.
Síðan ef þú ert alveg extra noyjaður þá geturðu alltaf sett díselolíu í hálfs líters flösku og hellt ofaní með nýju síunni áður en þú lokar. Þá lágmarkaru loftmyndun.. en finnst það nú samt full mikil óþarfi.
Ég hringi þá í þig ef þetta klúðrast!Yawnk skrifaði:Jájá það er alveg öruggt að hann fari í gang, aðferðin sem ég hef notað við þetta er bara eins og nefnd hér að ofan, ekkert flóknara en að skipta um síuna, var ekkert að fylla neitt af dísel. Oftast þegar maður setur í gang þá deyr á honum eftir nokkrar sek, svo reynir maður bara aftur þar til hann fer í gang. Lengsta sem ég þurft að starta er kannski 1 mín með pásum, en svo eru eflaust aðrar 'viðurkenndari' aðferðir við þetta sem virka líka.
Poulsenbigggan skrifaði:Fékk steinkast á rúðuni núna um daginn, litið gat 5 mm á breidd, og mig langar að fylla upp i þetta ekki láta skipta um alla rúðunni i einu, hverjir gera þetta, ég veit að Orka er með svoleiðis, en þau eru ekki opið um helgar. :/
Danni V8 skrifaði: Lang oftast dugar að svissa á og af nokkrum sinnum og síðan setja í gang. Þegar það er ekki handpumpa í húddinu þá er dæla í tanknum sem fæðir kerfið og hún á að byrja að dæla um leið og það er svissað á til að ná uppí þrýstingi.
spjallvelin skrifaði:Það eru ryðblettir í Mazda 3 bílnum mínum. Aðallega neðst á hurðunum. Er eitthvað hægt að gera í þessu? Eru einhverjir sem geta gert eitthvað fyrir mann í svona málum?
Enda sagði ég lang oftast en ekki alltaf. Ég get ekki vitað um allar vélar/bíla sem til eru, en af þeim sem ég hef unnið við hefur það sem ég sagði staðist og þar með talið er Citroën og Peugeot sem og aðrar bíltegundir.littli-Jake skrifaði:Danni V8 skrifaði: Lang oftast dugar að svissa á og af nokkrum sinnum og síðan setja í gang. Þegar það er ekki handpumpa í húddinu þá er dæla í tanknum sem fæðir kerfið og hún á að byrja að dæla um leið og það er svissað á til að ná uppí þrýstingi.
Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér
T.d. eru 2L díslevélarnar í Ford á Citroen ekki með handpumpu og enga fæðidælu í tank. Ef Þú fengir loft inn á kerfið í þeim mundi ekki duga að starta þeim.
Fyrir utan að þó að bílarnir dröslist í gang fyrir rest er það ekki góð meðferð á spíssunum að vera að láta þá hamast með ekkert eldsneiti bak við sig þar sem það er díselolían sem sér um að kæla þá og smirja.
Finst reyndar alveg fáránlegt að það sé ekki bara fæðidæla í öllum bílum. Þetta er ekki mikið að bila og kostar sára lítið.