Síða 4 af 13
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 15:54
af intenz
Komið frá mér.
Þú ert búinn að halda uppi þessu samfélagi uppi óumbeðinn í fjölda mörg ár án þess að fá snefil fyrir. Maður er nú bara innilega þakklátur þér fyrir það.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 16:11
af Garri
Samfélagið hérna á að sjálfsögðu að styrkja Guðjón í þessu þar sem ástæða þess að hann er í þessari klemmu eru skrif þess um Buy.is á sínum tíma.
Finnst allavega lágmark að þeir aðilar sem helst að þeirri umræðu stóðu á sínum tíma, styrki Guðjón. Það má líta á Guðjón sem talsmann (óumbeðinn "ábyrgðarmann") þessa samfélags í þessu máli. Raun-ábyrgðin liggur eftir hjá þeim sem "fóru" hvað hæðst með þetta mál þannig að úr varð dómsmál, réttilega eður ei.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 16:52
af Framed
Hrotti skrifaði:GuðjónR skrifaði:
Framed skrifaði:GuðjónR skrifaði:
Hrotti skrifaði:Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA
Við skulum ekki gera honum þann greiða, við gjaldþrot fyrnast allar kröfur á 2 árum og hér um bil útilokað að rjúfa fyrningu, en þessum árangurslausu fjárnámum er hægt að halda á lífi nánast endalaust.
Þetta er góður punktur hjá þér.
Á móti kemur að þetta voru/eru bráðabirgðalög sem að öllu óbreyttu falla úr gildi nú um áramótin. Þá taka aftur við gömlu gjaldþrotareglurnar þar sem lítið mál er að halda kröfum lifandi mjög lengi. Hitt er að ekki er hægt rifta gjörningi hans að selja konu sinni húsið nema gera hann gjaldþrota fyrst (miðað við minn skilning á lögunum, leiðréttið hafi ég rangt fyrir mér). Auk þess að með gjaldþrot á bakinu mætti hann ekki sitja í stjórn hlutafélags í x tíma (man ekki hversu lengi það er).
Rétt hjá þér, viðkomandi þarf að vera gjaldþrota svo hægt sé að rifta þessu, en þó það færi í gegn þá er spurning hvað margir aðrir kröfuhafar eru á undan. Þessi tveggja ára regla dettur niður núna um áramót. Þess vegna er fjárnámsferlið í gangi núna og ekkert kemur út úr því þá verður staðan metin í janúar. Eitt er víst að þetta gleymist ekkert.
2ja ára reglan dettur ekki sjálfkrafa niður um áramót heldur á bara að skoða málið uppá nýtt. Það er ekkert víst að reglurnar breytist neitt.
"Ákvæði gjaldþrotalaga um hinn tveggja ára fyrningarfrest skal endurskoðað innan fjögurra ára frá gildistöku þess, en það tók gildi í desember 2010. Það þýðir að Alþingi ber að endurskoða ákvæðið ekki síðar en í desember 2014."
http://www.spyr.is/grein/ymislegt/2459
Þetta er rétt. Ég einmitt hafði mínar upplýsingar frá sömu síðu plús eldri þekking sem ég fletti ekki upp aftur. Gleymdi að vitna í síðuna.
Misskilningur minn var hins vegar að bráðabirgðaákvæðið sem um ræðir er ekki þessi breyting á lögunum heldur er það ákvæðið um að Alþingi skuli endurskoða lögin innan fjögurra ára, sem sagt núna fyrir áramót.
http://www.althingi.is/altext/stjt/2010.142.html
Venjulega er það breytingin sjálf sem er bráðabirgðaákvæði með settum tímaramma sem fellur þá sjálfkrafa úr gildi. Miðað við að Alþingi hefur ekki tekið upp endurskoðun á lögunum, eftir því sem ég best veit, þá munu lögin ekki sjálfkrafa "revert-a" í gamla formið. Biðst afsökunar á að gefið frá mér þessa rangtúlkun án þess að skoða málið betur.
Hef litla trú á að Alþingi muni endurskoða þetta innan setts tímaramma. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem þingið brýtur lög sjálft.
Ein spurning GuðjónR; hvað ætlarðu að gera við söfnunarféð ef kraftaverkið gerist og hann greiðir þér þennan 700 þús. kall? Ætlarðu þá að endurgreiða eða gera eitthvað annað við það?
Mín tillaga er, að undangenginni umræðu um málið hérna, að féð verði gefið í góðgerðastarf ákveðið af meðlimum vaktarinnar. En það er kannski heldur snemmt að pæla í því núna.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 18:31
af GuðjónR
intenz skrifaði:Komið frá mér.
Þú ert búinn að halda uppi þessu samfélagi uppi óumbeðinn í fjölda mörg ár án þess að fá snefil fyrir. Maður er nú bara innilega þakklátur þér fyrir það.
Fallegt komment hjá þér nafni
innilegar þakkir!
Garri skrifaði:Samfélagið hérna á að sjálfsögðu að styrkja Guðjón í þessu þar sem ástæða þess að hann er í þessari klemmu eru skrif þess um Buy.is á sínum tíma.
Finnst allavega lágmark að þeir aðilar sem helst að þeirri umræðu stóðu á sínum tíma, styrki Guðjón. Það má líta á Guðjón sem talsmann (óumbeðinn "ábyrgðarmann") þessa samfélags í þessu máli. Raun-ábyrgðin liggur eftir hjá þeim sem "fóru" hvað hæðst með þetta mál þannig að úr varð dómsmál, réttilega eður ei.
Mjöööög góður punktur!
Nú skora ég á þig Sigurður Helgason @iStore.is að styrkja þetta verkefni.
Eftir allt þá voru það þín ummæli hérna á spjallinu sem komu öllu þessu ferli af stað.
Ábyrgð þín er því mikil.
Framed skrifaði:
Ein spurning GuðjónR; hvað ætlarðu að gera við söfnunarféð ef kraftaverkið gerist og hann greiðir þér þennan 700 þús. kall? Ætlarðu þá að endurgreiða eða gera eitthvað annað við það?
Mín tillaga er, að undangenginni umræðu um málið hérna, að féð verði gefið í góðgerðastarf ákveðið af meðlimum vaktarinnar. En það er kannski heldur snemmt að pæla í því núna.
Takk fyrir að koma með þessa spurningu!
Ég steingleymdi að taka fram í upphafsinnlegginu þennan punkt!
Er búinn að bæta honum skástrikað neðst í upphafsinnleggið:
Og síðast en ekki síst, ef sú staða kemur upp að Friðjón greiði skuld sína eftir að söfnun lýkur og ég hef gert upp við lögmaninn þá mun ég endurgreiða ykkur söfnunarféð, enda er eini tilgangurinn með þessari söfnun að fá sem mest upp í það fjárhagstjón sem maðurinn olli.
Og ef einhver er að leita af reikningsupplýsingunum þá skelli ég þeim hér með í undirskriftina mína.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 19:03
af vesley
Mætti alveg skoða með góðgerðarstarfsemi, ég hefði lítinn áhuga á að fá endurgreitt frá þér ef hann myndi endurgreiða þér
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 19:05
af zedro
vesley skrifaði:Mætti alveg skoða með góðgerðarstarfsemi, ég hefði lítinn áhuga á að fá endurgreitt frá þér ef hann myndi endurgreiða þér
Genius!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 19:08
af GuðjónR
vesley skrifaði:Mætti alveg skoða með góðgerðarstarfsemi, ég hefði lítinn áhuga á að fá endurgreitt frá þér ef hann myndi endurgreiða þér
Okay, þetta er eitthvað sem við skoðum saman ef til kemur
Það mætti jafnvel hafa það þannig að hver og einn réði því, þ.e. myndu ákveða hvort þeir fengju endurgreitt eða leggðu einhverju málefni lið. Eða útnefna einhver ákveðin góðgerðarmálefni og kjósa um þau. Allaveganna þá tökum við lýðræðislega ákvörðun á því ef til þess kemur.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 19:09
af vesi
vesley skrifaði:Mætti alveg skoða með góðgerðarstarfsemi, ég hefði lítinn áhuga á að fá endurgreitt frá þér ef hann myndi endurgreiða þér
X2
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 19:42
af mikkimás
Vertu með á hreinu hvort þú þurfir að borga skatt af fénu á endanum.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 19:45
af GuðjónR
mikkimás skrifaði:Vertu með á hreinu hvort þú þurfir að borga skatt af fénu á endanum.
Þeir sem styrkja eru búnir að borga skatt af peningunum, þeir fara í að borga lögmanni sem borgar síðan aftur skatt af þeim.
Þannig að ríkið fær sitt, 2x
Ég hefði alveg getað sleppt því að vera "milliliðiur" og fengið kt. og bankaupplýsingar hjá lögmanninum til að leggja beint þangað. Vildi frekar hafa þetta svona svo ég hefði yfirsýn yfir framlögin.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 20:58
af vesi
Hvernig er staðan núna?, (ekki að það komi mér neitt við)
Fynnst vanta svona "staða söfnunar" á forsíðuna sem reminder fyrir okkur sem erum ekki búinnir að styrkja þig í þessu máli.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 15. Nóv 2014 22:17
af appel
Viltu ekki bara áframselja kröfuna á hann þar sem þetta er pottþétt krafa?
Það eru lögmenn og innheimtuskrifstofur sem kaupa kröfur sem þessar, reyndar á brot af virði kröfunnar, en gæti kannski fengið 50 þús kall fyrir hana. En aðalmálið er að þá þarft þú ekki lengur að eltast við peningana frá honum og standa í innheimtukostnaði, heldur getur verið fullviss um að hann mun á endanum vera hundeltur af innheimtusérfræðingum svo lengi sem hann lifir.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 00:59
af GuðjónR
Ég ætla að birta stöðuna á söfnunni reglulega á upphafsinnlegginu.
Staðan á söfnuninni:
16.11.2014 kl. 00:00
258.751 af 700.000.- 36.96% komið!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 01:10
af appel
Næstum 37% á 2 dögum. Lofar góðu! Rosalega er ég happí
bezta íslenska netsamfélagið í heimi!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 01:16
af zedro
appel skrifaði:Næstum 37% á 2 dögum. Lofar góðu! Rosalega er ég happí
bezta íslenska netsamfélagið í heimi!
Já það er æðislegt að fólk leggi manninum lið. Ekki veit ég hvernig ég myndi höndla reikning uppá
SJÖ HUNDRUÐ ÞÚSUND KRÓNUR
eða
NÚLL KOMMA SJÖ MILLJÓNIR... (já þessi upphæð á skilið bókstafi og lit!), sérstaklega fyrir eitthvað sem maður
GERÐI EKKI!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 01:21
af GuðjónR
appel skrifaði:Næstum 37% á 2 dögum. Lofar góðu! Rosalega er ég happí
bezta íslenska netsamfélagið í heimi!
Ég líka!
Styrkurinn í þessu samfélagi okkar er svo miklu meiri en ég þorði að vona!
Það er alveg greinilegt að þið ætlið ekki að láta brjóta þetta samfélag á bak aftur.
Ef ég mætti velja eina útkomu þá væru hún sú að Friðjón myndi sjá að sér eftir helgi og gera þetta upp, ég myndi þá strax hætta þessari söfnun og greiða ykkur hverja einustu krónu til baka.
Eftir stæði óendanlegt þakklæti til ykkar fyrir stuðninginn, enginn ykkar hefði þurft að leggja fram krónu!
Samt eru allir tilbúnir að hjálpa, leggja sín lóð á vogarskálina.
Maður verður bara klökkur yfir þessu.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 11:00
af missranny
Ég lagði ekki mikið af mörkum og vil alls ekki fá endurgreitt, uppáhalds síðan mín löngu áður en ég skráði mig hér. Ef út í það fer þá er ég nokkuð viss um að það verður komið inn fyrir allri upphæðinni um mánaðarmót og ætla ég að leggja inn aftur þá, þetta samfélag er bókstaflega að sýna heiminum þá staðreynd að það er ómissandi og einfaldlega best á allan hátt.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 11:36
af kiddi
missranny skrifaði:Ég lagði ekki mikið af mörkum og vil alls ekki fá endurgreitt, uppáhalds síðan mín löngu áður en ég skráði mig hér. Ef út í það fer þá er ég nokkuð viss um að það verður komið inn fyrir allri upphæðinni um mánaðarmót og ætla ég að leggja inn aftur þá, þetta samfélag er bókstaflega að sýna heiminum þá staðreynd að það er ómissandi og einfaldlega best á allan hátt.
Heimurinn er eins og við gerum hann.
Vel gert Vaktarar!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 11:42
af coldone
Lagði inn á þig. Gangi þér vel í baráttunni og takk fyrir að halda þessari síðu úti.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 11:46
af jericho
Lagði smá í púkkið.
Gangi þér vel og lifi vaktin!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 13:27
af GuðjónR
missranny skrifaði:Ég lagði ekki mikið af mörkum og vil alls ekki fá endurgreitt, uppáhalds síðan mín löngu áður en ég skráði mig hér. Ef út í það fer þá er ég nokkuð viss um að það verður komið inn fyrir allri upphæðinni um mánaðarmót og ætla ég að leggja inn aftur þá, þetta samfélag er bókstaflega að sýna heiminum þá staðreynd að það er ómissandi og einfaldlega best á allan hátt.
Innilegar þakkir fyrir stuðningin og hlý orð
Nú get ég ekki lengur sagt "takk strákar"
coldone skrifaði:Lagði inn á þig. Gangi þér vel í baráttunni og takk fyrir að halda þessari síðu úti.
Innilegar þakkir, og takk fyrir að vera partur af samfélaginu
jericho skrifaði:Lagði smá í púkkið.
Gangi þér vel og lifi vaktin!
Lengi lifi þú líka!!
Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 13:43
af jojoharalds
Komið frá mér
Og gángi þér vel!!!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 13:49
af GuðjónR
jojoharalds skrifaði:Komið frá mér
Og gángi þér vel!!!
Innilegar þakkir félagi!!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 13:50
af jojoharalds
GuðjónR skrifaði:jojoharalds skrifaði:Komið frá mér
Og gángi þér vel!!!
Innilegar þakkir félagi!!
Þetta var nú bara sjáfsatt mál
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 16. Nóv 2014 14:45
af Revenant
Búinn að leggja í púkkið.