Það þarf engann veginn að vera að hin, minni fjarskipta fyrirtækin fylgi þessu síðan eftir, allavega ekki í soldinn tíma.
Þetta eru ekki reglur eða lög frá PFS eingöngu tillögur, og enginn þarf að fara eftir þeim. Afhending gagna milli fjarskipta fyrirtækja er ekki það dýr miðað við að kaupa sambönd í gegnum farice og "peering" við erlendar internetveitur.
Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þessar tölur um að meðal tenging muni þrefalda gagnamagnið sitt og ég væri til í að sjá útreikninga á því.
Síminn og Vodafone eru að fara græða á tá og fingri á content speglunum sínum frá Akamai og fleirrum, þó svo að backbone traffíkin sé ekki ókeypis í rekstri fyrir þá, þá er það fáránlega mikið minna en traffíkin sem er til útlanda. Ég myndi skilja þetta betur ef að það rekstrarkostnaður grunnneta(backbone) Símans og Vodafone væri að sliga þá, en það virðist ekki vera málið miðað við gróða tölur þessara fyrirtækja.
Ég bý núna í mið-evrópu þar sem gagnamagn er frítt vegna þess að hér er ekki verið að senda traffík í gegnum dýra sæstrengi með há maintenance gjöld, hérna borgarðu bara fyrir bandvíddina og ef þú ert með ljósleiðara geturðu valið þér hraða frá 50 mb/s upp í 400 mb/s og borgar bara fyrir það.
Einnig er merkilegt sem stendur á síðu PFS
"Netþjónustufyrirtækin rukka viðskiptavini sína fyrir netnotkun. Oft er ákveðið magn netnotkunar innifalið í áskriftarleiðum. Einnig er mismunandi hvernig greitt er fyrir netnotkun eftir því hvaða tegund nettengingar er notuð. Notandi með fastlínutengingar, þ.e. ADSL, VDSL eða ljósleiðara, greiðir fyrir niðurhal frá erlendum netþjónum. Ekki er greitt fyrir innlent niðurhal eða það sem sent er. "
http://www.pfs.is/neytendur/nettenginga ... thjonusta/" onclick="window.open(this.href);return false;