Elko vs Tölvutek

Allt utan efnis
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af GuðjónR »

Carragher23 skrifaði:Ég persónulega ætla aldrei að versla aftur við Tölvutek.

Ég keypti Dell vél þar fyrir nokkrum mánuðum síðan. Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél. Þessi Dell vél kostaði 180 þús ef ég man rétt.

Kærastan mín henti óvart frauðplastinu sem kemur ofan á tölvuna í kassanum, þetta er minnsti hluti frauðplastsins sem er í kassanum.

Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!

Svona verkstæði fá inn helling af vélum, bilaðar og þessháttar, og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að fiffa til eitt helvítis frauðplast af lagernum eða verkstæðinu.

Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju? :face
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af lukkuláki »

GuðjónR skrifaði:
Carragher23 skrifaði:Ég persónulega ætla aldrei að versla aftur við Tölvutek.

Ég keypti Dell vél þar fyrir nokkrum mánuðum síðan. Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél. Þessi Dell vél kostaði 180 þús ef ég man rétt.

Kærastan mín henti óvart frauðplastinu sem kemur ofan á tölvuna í kassanum, þetta er minnsti hluti frauðplastsins sem er í kassanum.

Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!

Svona verkstæði fá inn helling af vélum, bilaðar og þessháttar, og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að fiffa til eitt helvítis frauðplast af lagernum eða verkstæðinu.

Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju? :face

Ég skildi hann þannig að það hafi ALLAR umbúðir fylgt nema eitt smá frauðplast.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af KermitTheFrog »

lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Carragher23 skrifaði:Ég persónulega ætla aldrei að versla aftur við Tölvutek.

Ég keypti Dell vél þar fyrir nokkrum mánuðum síðan. Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél. Þessi Dell vél kostaði 180 þús ef ég man rétt.

Kærastan mín henti óvart frauðplastinu sem kemur ofan á tölvuna í kassanum, þetta er minnsti hluti frauðplastsins sem er í kassanum.

Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!

Svona verkstæði fá inn helling af vélum, bilaðar og þessháttar, og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að fiffa til eitt helvítis frauðplast af lagernum eða verkstæðinu.

Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju? :face

Ég skildi hann þannig að það hafi ALLAR umbúðir fylgt nema eitt smá frauðplast.
Og tölvan notuð...
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af lukkuláki »

Já nú hef ég ekki kynnt mér það hjá Tölvutek en ef það er skilafrestur á vörum hjá þeim þá þarf venjulega að skila þeim í upprunalegum umbúðum en þá er maður nú líklega búinn að prófa (nota) vöruna og þeir hljóta að gera ráð fyrir því. Eða hvað?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Daz »

lukkuláki skrifaði:Já nú hef ég ekki kynnt mér það hjá Tölvutek en ef það er skilafrestur á vörum hjá þeim þá þarf venjulega að skila þeim í upprunalegum umbúðum en þá er maður nú líklega búinn að prófa (nota) vöruna og þeir hljóta að gera ráð fyrir því. Eða hvað?
Ef þú skilar vöru þá er almennt gert ráð fyrir að hún sé ónotuð. Án þess að fletta því upp er ég nokkuð viss um það. Ekki langar mig að kaupa notaðar nærbuxur...

Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Carragher23 »

*
Last edited by Carragher23 on Mán 03. Feb 2014 12:18, edited 1 time in total.
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc

Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Carragher23 »

Vélin var ónotuð, ég er ekki það vitlaus að nota vélina í eh daga og skila henni síðan. Ég sá einfaldlega eftir því að hafa verslað þessa tilteknu vél. Og ég veit að það vantaði umbúðir en í guðanna bænum er ekki hægt að gera betur við kúnnan en að rukka hann 18 þús fyrir plast sem skiptir gjörsamlega engu máli. Mér finnst það skítt og sérstaklega í ljósi þess að hann ætlaði ekki að gefa sig. Það tók mig virkilega langann tíma að ná þessum manni niður í 5 þús, hann ætlaði ekki að gefa sig.

Ég er nú ekki með neytendalögin á hreinu en fann þetta:
Skilafrestur

2. gr. Í neytendakaupum er heimilt að skila vöru innan a.m.k. 14 daga frá því að hún er afhent, enda sé kassakvittun eða sambærilegri sönnun framvísað. Ákvæði þetta takmarkar þó aldrei betri rétt sem neytendur kunna að eiga samkvæmt lögum eða samningi við seljanda.
Verð

4. gr. Við skil vöru skal miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar, sbr. þó 8. gr.



Um 4. gr.

Hér segir að þegar vöru er skilað skuli ávallt miða við upprunalegt kaupverð vörunnar, sbr.þó 8. gr. sem veitir undanþágu frá þessari meginreglu þegar varan er komin á útsölu og hefur verið keypt innan við 14 dögum fyrir upphaf útsölu.
En já smá misskilningur í fyrri pósti, fékk ekki þennan afslátt til frambúðar. Einungis ef mig vantaði eh á næstunni fyrir nýju vélina, því að ég talaði um það við sölumanninn að setja ssd í hana og þessháttar.
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af lukkuláki »

Daz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Já nú hef ég ekki kynnt mér það hjá Tölvutek en ef það er skilafrestur á vörum hjá þeim þá þarf venjulega að skila þeim í upprunalegum umbúðum en þá er maður nú líklega búinn að prófa (nota) vöruna og þeir hljóta að gera ráð fyrir því. Eða hvað?
Ef þú skilar vöru þá er almennt gert ráð fyrir að hún sé ónotuð. Án þess að fletta því upp er ég nokkuð viss um það. Ekki langar mig að kaupa notaðar nærbuxur...
Ef þú veist það ekki þá er einmitt EKKI skilaréttur á nærfatnaði en fullt af raftækjum ER með skilarétti og þú mátt prófa vöruna.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Klemmi »

lukkuláki skrifaði:Ef þú veist það ekki þá er einmitt EKKI skilaréttur á nærfatnaði en fullt af raftækjum ER með skilarétti og þú mátt prófa vöruna.
Samkvæmt lögum er almennt ekki skilaréttur á ógallaðri vöru. Eftir því sem ég bezt veit á þetta bæði við um notaða og ónotaða vöru. Flestar verzlanir bjóða upp á 14 daga skilarétt á ónotuðum vörum í samræmi við verklagsreglur settar af viðskiptaráðuneyti, sem þó eru ekki bundnar í lög heldur einungis viðmið. Verzlanir geta svo útfært skilmálana enn frekar til að bjóða upp á skil á notaðri vöru, líkt og ELKO og einhverjar fleiri verzlanir gera.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Daz »

lukkuláki skrifaði:
Daz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Já nú hef ég ekki kynnt mér það hjá Tölvutek en ef það er skilafrestur á vörum hjá þeim þá þarf venjulega að skila þeim í upprunalegum umbúðum en þá er maður nú líklega búinn að prófa (nota) vöruna og þeir hljóta að gera ráð fyrir því. Eða hvað?
Ef þú skilar vöru þá er almennt gert ráð fyrir að hún sé ónotuð. Án þess að fletta því upp er ég nokkuð viss um það. Ekki langar mig að kaupa notaðar nærbuxur...
Ef þú veist það ekki þá er einmitt EKKI skilaréttur á nærfatnaði en fullt af raftækjum ER með skilarétti og þú mátt prófa vöruna.
Ég hef grun um að Klemmi sé þarna nær lögunum en þú. Þó að það standi á skilti í mátunarklefanum í Hagkaupi, þá eru það samt ekki lög. Ekki enþá í það minnsta.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af lukkuláki »

Þetta er amk. flott hjá ELKO.

Kaupandi getur skilað vöru keyptri af seljanda innan 30 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda* að fullu. Við skil á vöru þarf hún að sjálfsögðu að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum, en ekki er skilyrði að varan sé ónotuð þegar henni er skilað. Undanskilið þessari reglu eru vörur sem eiga við höfundaréttarlög eða vörur sem er með auðveldum hætti hægt að afrita eða fullnýta á 30 dögum. Þær vörur verða að hafa órofið innsigli frá seljanda (s.s. DVD, tölvuleikir o.s.frv.).

Ef þú notar vöru eins og tölvu ekki neitt hvernig áttu þá að komast að því hvort þér líkar hún eða ekki?

Það er ekki hægt að skila nærfatnaði nema hann sé í óopnuðum umbúðum.
Almennt er ekkert í lögum um skilarétt þannig að verslunum ber ekki nein skilda til að taka við ógölluðum vörum aftur og geta því alveg neitað að taka við nærfötum.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Carragher23 »

GuðjónR skrifaði:
Carragher23 skrifaði:
Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!

Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju? :face
Frábærlega boðið hjá Tölvutek? Ertu þú að grínast eða? Þú verður að átta þig á því að það sem þeir buðu mér var 10% afföll af 2 daga gamallri, ónotaðri vél.

Ef ekki hefði verið fyrir þrjósku og gríðarlega óánægju hjá mér þá hefði ég ekki náð þessu svona neðarlega. Ég ætlaði ekki að fara standa uppi með vél sem ég keypti óvart í fullmikillri flýti og sætta mig við þessa þjónustu.

Er búinn að leiðrétta þetta með afsláttinn, þetta var ekki til frambúðar.
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Klemmi »

Carragher23 skrifaði: Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél.
Carragher23 skrifaði: Frábærlega boðið hjá Tölvutek? Ertu þú að grínast eða? Þú verður að átta þig á því að það sem þeir buðu mér var 10% afföll af 2 daga gamallri, ónotaðri vél.
Ég verð nú að viðurkenna að miðað við fyrsta quote-ið að þá hljómaði það meira eins og þú hefðir keypt og notað vélina, verið ósáttur með hana og viljað því skila henni. Ég býst við að það sé ástæðan fyrir svarinu hans Guðjóns.

Þú kemur því svo betur frá þér seinna, þar sem þú segir að vélin hafi verið ónotuð og aðeins týnst partur af pakkningum.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Gamligamli
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 12:14
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Gamligamli »

Carragher23 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Carragher23 skrifaði:
Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!

Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju? :face
Frábærlega boðið hjá Tölvutek? Ertu þú að grínast eða? Þú verður að átta þig á því að það sem þeir buðu mér var 10% afföll af 2 daga gamallri, ónotaðri vél.

Ef ekki hefði verið fyrir þrjósku og gríðarlega óánægju hjá mér þá hefði ég ekki náð þessu svona neðarlega. Ég ætlaði ekki að fara standa uppi með vél sem ég keypti óvart í fullmikillri flýti og sætta mig við þessa þjónustu.

Er búinn að leiðrétta þetta með afsláttinn, þetta var ekki til frambúðar.
Svaraðu þá einni spurningu ef þú fengir afhenta aðra tölvu þar sem vantaði hluta af umbúðunum og Tölvutek hefði sagt, "ekki hafa neinar áhyggjur það kom bara gaur og skilaði þessari og var ekki með allar umbúðirnar, hún er sko alveg ónotuð", myndirðu greiða fullt verð fyrir hana?
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af oskar9 »

Carragher23 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Carragher23 skrifaði:
Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!

Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju? :face
Frábærlega boðið hjá Tölvutek? Ertu þú að grínast eða? Þú verður að átta þig á því að það sem þeir buðu mér var 10% afföll af 2 daga gamallri, ónotaðri vél.

Ef ekki hefði verið fyrir þrjósku og gríðarlega óánægju hjá mér þá hefði ég ekki náð þessu svona neðarlega. Ég ætlaði ekki að fara standa uppi með vél sem ég keypti óvart í fullmikillri flýti og sætta mig við þessa þjónustu.

Er búinn að leiðrétta þetta með afsláttinn, þetta var ekki til frambúðar.

"Ég ætlaði ekki að fara standa uppi með vél sem ég keypti óvart í fullmikillri flýti og sætta mig við þessa þjónustu."

Á hvað tímapunkti er þetta Tölvutek að kenna ?

Um leið og þú ýtir á ON takkan í fyrsta skipti á raftæki eða setur nýjan bíl í gang í fyrsta skipti þá lækkar sá hlutur töluvert í verði bara við það, ætlastu til þess að þú kaupir vélina, ferð með hana heim, hendir utan af henni umbúðum og notar hana, sé tekinn aftur á sama verð ?
Eiga þeir að selja hana á sama verði og ný vél kostar ?
Ef ég væri að fara versla mér svona Dell vél og þeir biðu mér nýja vél á 180 þús eða "pínu" notaða á 180 þús líka, hvora heldur þú að ég myndi taka? Eða eiga þeir kannski að taka á sig 5-10% tap af vélinni og selja hana sem sýningareintak eða notaða vél, allt vegna þess að þú keyptir vél í of miklum flýti og vilt skipta ??
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Hnykill »

Æji Tölvutek eiga það til að vera dýrari en aðrir.. ég er stundum að leita að skjákorti eða öðru eins og þeir smyrja oftast 5 þús kalli ofaná eðlilegt verð :/ .. en ég kann vel við strákana hérna á Akureyri, veit ekki hvernig þetta er fyrir sunnan en hérna eru þeir bæði kurteisir og vita uppá hár hvað þeir eru að tala um. Þetta er svona Gigabyte og Thermaltake lið eins og ég :Þ ...gott hardware eins og 3x Windforce kælingarnar á skjákortunum og flest móðurborðin algjör klettur.. muna bara að halda inni Ctrl og F1 færir þér faldar Bios stillingar í Gigabyte borðunum ;)

En með svona hluti eins og tugþúsunda græjur. þá lestu bara hverjar reglurnar eru. með skilarétt og bótakröfu og annað eins, þá ertu bara að kaupa ákveðinn hlut undir þeim reglum og skilmálum og þín persónulega skoðun á málinu skiptir bara engu máli. því miður.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Carragher23 »

Að sjálfsögðu ætlast ég til þess að þeir reyni að finna til nýtt frauðplast. Það ætti ekki að vera vandamál fyrir þá. Það er flutt inn gríðarlegt magn af Dell vélum og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að hafa samband við verkstæðið sem þjónustar Dell og finna til kassa af sýninareintaki eða gallaðri vél.

Nú ef að þeir nenna ekki að standa í því, þá bauðst ég meira að segja til þess að keyra um og reyna finna þetta fyrir þá.
hendir utan af henni umbúðum og notar hana, sé tekinn aftur á sama verð ?
Er þetta ekki full harkalega orðarð miðað að þetta plast er svona 5% af umbúðunum, tala nú ekki um að vélin var ónotuð eins og hafði komið fram!

Auk þess sem ég er EKKI að kenna Tölvutek um nokkurn skapaðan hlut, ég er að kvarta yfir lélegri þjónustu sem mér bauðst í þetta tiltekna skipti. Það eru ekki allir eins og að mínum dómi fannst mér þetta léleg þjónusta við kúnnann, vegna þess að ég veit fyrir víst að ég hefði fengið miklu betri þjónustu annars staðar.

Ég veit alveg að það voru mín mistök að kaupa vél sem ég var ekki 100% á því að vilja, ég skipti einfaldlega um skoðun þegar ég var búinn að sofa á þessu, hringdi í verslunina daginn eftir og þar fékk ég þau svör að það væri ekkert mál að skipta og fá dýrari vél.

Mér fannst það alveg ásættanlegt að borga 5 þús fyrir þetta, það er allavega nærri lagi en 18 þús BARA útaf þessu frauðplasti þegar þeir eru búnir að segja við mig að þeir taki hana á fullu verði þegar ég hringdi í þá? Án gríns finnst þér það góð þjónusta.
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af mind »

Carragher23 skrifaði:Mér fannst það alveg ásættanlegt að borga 5 þús fyrir þetta, það er allavega nærri lagi en 18 þús BARA útaf þessu frauðplasti þegar þeir eru búnir að segja við mig að þeir taki hana á fullu verði þegar ég hringdi í þá? Án gríns finnst þér það góð þjónusta.
Þeir voru ekki skildugir til að taka vélina til baka, þeir gerðu það samt
Óánægður með tilætlaða þáttöku þína í kostnaðinum við að taka vélina til baka, þá lækka þeir sig niður í verð sem þú ert sáttur við, og þeir tapa tapið á sig.

Er það léleg þjónusta?

Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af Carragher23 »

mind skrifaði:
Carragher23 skrifaði:Mér fannst það alveg ásættanlegt að borga 5 þús fyrir þetta, það er allavega nærri lagi en 18 þús BARA útaf þessu frauðplasti þegar þeir eru búnir að segja við mig að þeir taki hana á fullu verði þegar ég hringdi í þá? Án gríns finnst þér það góð þjónusta.
Þeir voru ekki skildugir til að taka vélina til baka, þeir gerðu það samt
Óánægður með tilætlaða þáttöku þína í kostnaðinum við að taka vélina til baka, þá lækka þeir sig niður í verð sem þú ert sáttur við, og þeir tapa tapið á sig.

Er það léleg þjónusta?
Ég ætla nú ekki að fara fullyrða neitt, en afskaplega þykir mér það ólíklegt að þeir séu að fara selja þessa vél sem e-h B vöru á afslætti.

Að öllum líkindum var hún seld á því verði sem ég keypti hana á enda ónotuð vél.
Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Póstur af audiophile »

Tölvutek gefur ekki út á að vera með skilarétt og þá ætti viðskiptavinur ekki að vera eitthvað fúll ef hann fær ekki að skila opinni/notaðri voru. Í þessu tilfelli virðast þeir hafa boðist til að koma á móts við viðskiptavin. Ekkert að því.

Elko er með 30 daga skilarétt og hefur alltaf verið.

30 daga skilaréttur
Kaupandi getur skilað vöru keyptri af seljanda innan 30 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda* að fullu. Við skil á vöru þarf hún að sjálfsögðu að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum, en ekki er skilyrði að varan sé ónotuð þegar henni er skilað. Undanskilið þessari reglu eru vörur sem eiga við höfundaréttarlög eða vörur sem er með auðveldum hætti hægt að afrita eða fullnýta á 30 dögum. Þær vörur verða að hafa órofið innsigli frá seljanda (s.s. DVD, tölvuleikir o.s.frv.).
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé í lagi, þó innan eðlilegra tímamarka. Seljandi áskilur sér rétt til þess að koma í veg fyrir alla misnotkun á 30 daga skilarétti.

GILDIR FYRIR ALLAR VÖRUR (nema undanskilda vöruflokka)
• Ábyrgðarskírteini, kaupnóta eða gjafamiði skilyrði fyrir vöruskilum
• *Ef valið er að fá vöru endurgreidda er skilyrið að kaupnóta sé fyrir hendi eða að kaup séu skráð á kennitölu, eingöngu er gefin inneign gegn gjafamiða.
• Ekki er skilyrði að varan sé ónotuð
• Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi
• Rekstrarvörur sem fylgja vörunni þarf að endurnýja við vöruskil s.s. blekhylki, einnota rafhlöður, pappír o.s.frv.
• Æskilegt er að varan sé í upprunalegum umbúðum (undanskilið eru b-vörur og stór heimilistæki s.s. kæliskápar, þvottavélar, þurrkarar, frystikistur o.s.frv.)
• Algjört skilyrði er að allir aukahlutir séu með vörunni
• ELKO áskilur sér rétt til að prófa vöruna ef þörf krefur innan eðlilegra tímamarka

AÐEINS ER TEKIÐ VIÐ VÖRUM Í ÓOPNUÐUM EÐA INNSIGLUÐUM UMBÚÐUM. GILDIR FYRIR EFTIRFARANDI VÖRUFLOKKA:
• Farsímar
• DVD myndir, tölvuleikir og hugbúnaður
• Rekstrarvörur s.s. blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur o.s.frv.
• Vörur sem eru keyptar forsniðnar s.s. ákveðin lengd af snúrum
• Aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum
Have spacesuit. Will travel.
Svara