Gettu betur fær kynjakvóta!

Allt utan efnis
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Póstur af tdog »

Ég myndi einmitt að rótin af tveim væri klárlega vísun í kvensköp.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Póstur af tveirmetrar »

Templar skrifaði:Rapport, þú talar þvælu, þetta eru feminísk rök sem eiga ekki við neitt að styðjast, hérna er heimildarmynd sem fjallar nákvæmlega um þetta sem þú segir að umhverfi sé endalaust að hafa áhrif á okkur og við væru svo allt öðru vísi ef við gerðum svona eða hinsegin.

Horfa á þetta áður en þú byrjar að gagnrýna.

Heimildarmynd beint frá feministabælinu Noregi.
http://www.youtube.com/watch?v=p5LRdW8xw70" onclick="window.open(this.href);return false;

Það mega alveg vera hlutir sem að strákar fíla meira og aðrir sem að stelpur sækja svo meira í, þetta er öfgafullt og rangt og mun ekki breyta neinu þegar fram í sækir.
Góð heimildarmynd, mæli með henni fyrir alla sem ætla að tjá sig um þessi málefni :happy
Tveirmetrar* |Rmpg 6 Extr |7900x@4,8ghz |H150i Pro |1080ti Seahawk |32gb@4,0ghz |2x1tb m.2 960 Pro raid 0 |AX 1200i |View 71 |X34A Einnmeter* |Z97-K |4690k@4,5ghz |H150i |GTX 1080 |16gb@2,6ghz |1tb m.2 960 Pro |Crstl 570X |XR3501 Vinnumeter |4 Formula |3930k |970 |16gb |Q32 |BL32 Ferðameter: |MS Book 2 |i7 |GTX 1060 |16gb Hálfurmeter |NUC 7 |TV

Hvað? Skírir þú ekki tölvurnar þínar?
*RGB Mastered
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Póstur af rapport »

Þó svo að ég hafi klúðrað með einhverri vitleysu og rangfærslum umræðunni í þessum þræði þá er það engin staðfesting á að femínismi sé eitthvað slæmt eða rangt.

Við skulum fara varlega í sakirnar, ég hefði átt að gera það og vanda mig betur.


Fyrir mér er femínismi algjör snilld enda þau fræði og nálgun/skilgreining á mismunun sem aðrir minnihlutahópar hafa tileinkað sér.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Gettu betur fær kynjakvóta!

Póstur af Xovius »

Ég nenni hreinlega ekki að finna quotið en það var talað um karllægar spurningar sem mótast af skoðunum og heimsviðhorfi karlmannsins sem semur spurninguna. Það er rétt að karlmenn eru í meirihluta þegar að því kemur að semja spurningarnar og dæma keppnina.
Þessi rök eru hinsvegar algerlega gagnslaus.
Spurt er um staðreyndir en ekki viðhorf. Ef ég spyr hver fjórði forseti bandaríkjanna hafi verið mótast svarið enganveginn af mínum skoðunum, það er bara staðreynd sem konur eru jafn(eða betur) færar um að leggja á minnið og karlar.
Flestar rannsóknir sýna að konur eru alla jafnan áhugasamari um sögu og mannfólk en karlmenn sem laðast fremur að vísindum og verklegu námi. Það eru bara staðreyndir, ekki kynjastaðlar. Konur í framhaldsskólum íslands hafa hinsvegar greinilega ekki mikinn áhuga á að taka þátt í þessari blessuðu keppni og það er bara gott og blessað, þær eiga að hafa frelsi til að gera það sem þær vilja.
Ef ferlið til að velja í liðin er svipað í öðrum skólum og það er í mínum þá virkar þetta þannig að allir sem vilja komast í gettu betur hópinn (sem þjálfar fyrir keppnina og liðið er valið úr) taka próf með spurningum sem eru svipaðar og gettu betur spurningarnar og þeir sem standa sig nógu vel á því prófi komast í hópinn. Hópurinn þjálfar og lærir og við höldum stöðugar litlar keppnir okkar á milli og þá verður eftir svoldinn tíma nokkuð augljóst á hvaða sviði hver er bestur og hverjir geta svarað mest. Þeir eru þá valdir í liðið. Kyn kemur hvergi inní þetta ferli þar sem það tengist málinu engannveginn og að setja kvóta sem blandar kynjum í málið er bara bull að mínu mati.
Svara