Sjónvarp Símans í snjalltækin


isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af isr »

Hversu mikið ca er niðurhal á klukkutíma þætti.Ef ég horfi í gegnum 3g á spjaldtölvunni,spænist ekki upp gagnamagnið?
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af AntiTrust »

Þetta eru ca 2-3MB á mínútu, fer þó auðvitað eftir gæðum á efninu.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af intenz »

isr skrifaði:Hversu mikið ca er niðurhal á klukkutíma þætti.Ef ég horfi í gegnum 3g á spjaldtölvunni,spænist ekki upp gagnamagnið?
Jú, en það fer alveg eftir gæðunum hversu mikið það spænist upp. 20 mínútna þáttur er ca. 160 MB, sem gera 8 MB á mínútu. Ég myndi ekkert vera að horfa á 3G nema ég væri með 10 GB á 500 kr. hjá TAL. :)
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af AntiTrust »

Sem dæmi prufaði ég að streyma Sky News í nokkrar mín, þar fóru um 11MB per mín. Stöð 2 virtist svo vera að taka um 10MB per mín, svo þetta er greinilega mjög misjafnt eftir efni.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af intenz »

AntiTrust skrifaði:Sem dæmi prufaði ég að streyma Sky News í nokkrar mín, þar fóru um 11MB per mín. Stöð 2 virtist svo vera að taka um 10MB per mín, svo þetta er greinilega mjög misjafnt eftir efni.
Hvernig mældiru þetta?
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Copyright
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 20:37
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af Copyright »

VERTU MEÐ SJÓNVARP SÍMANS APPIÐ

Nú geturðu horft á Sjónvarp Símans hvar sem er með nýju appi. Horfðu á Skjá Einn eða Stöð 2 inni í eldhúsi, spólaðu til baka í strætó eða leigðu þér einn af þúsundum titla sem í boði eru í SkjáBíói á meðan bíllinn er í skoðun.

Það kostar ekkert aukalega að nota appið fyrstu 3 mánuðina, en þjónustan kostar 490 kr. á mánuði eftir það, til viðbótar við grunngjald að Sjónvarpi Símans.

Vertu í sterkara sambandi við Sjónvarp Símans með snjalltækjunum þínum.
http://www.siminn.is/um-simann/frettase ... tem250398/" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af Daz »

Það gat nú verið að þetta myndi kosta, en öðru tek ég eftir
"Hægt er að horfa á allt efni sjónvarpsstöðvanna í appinu tvær stundir aftur í tímann."
Afhverju bara 2 stundir en ekki 24 eins og í afruglaranum?
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af intenz »

Ég kynnti mér þetta smá áðan. Maður borgar sem sagt grunngjald 1490 kr. á mánuði fyrir myndlykil Sjónvarps Símans, svo er appið aukalegar 490 kr. á mánuði með möguleika á að tengja það við fimm snjalltæki. Í grunngjaldi felast þessar opnu sjónvarpsstöðvar eins og RÚV, RÚV+, ÍNN, Omega, einhverjar sjö erlendar sjónvarpsstöðvar og svo SkjárBíó þar sem maður getur leigt kvikmyndir/þætti fyrir einhvern pening.

Það er pakki hjá þeim sem heitir "Allt" sem er með 67 erlendum stöðvum og kostar 5.990 kr. Svo eru þeir með einhverja fleiri pakka.

Svo ef maður vill fleiri stöðvar eins og Stöð2, SkjáEinn, o.s.frv. verður maður að kaupa það sér.

Það sem heillar mig mest er SkjárBíó, Tímaflakk og að geta notað þetta á snjalltækjum. Væri líka gaman að vita hvort maður geti valið gæði á efninu sem maður leigir í SkjárBíó.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af appel »

Jább, þú borgar 490 kr. fyrir einn straum, en getur verið með allt að 5 tæki skráð... en aðeins 1 tæki í einu getur streymt. Í raun borgar þú fyrir fjölda strauma, ekki fjölda tækja. Það er litið á þetta sem aukamyndlykil að því leyti.
Daz skrifaði:Það gat nú verið að þetta myndi kosta, en öðru tek ég eftir
"Hægt er að horfa á allt efni sjónvarpsstöðvanna í appinu tvær stundir aftur í tímann."
Afhverju bara 2 stundir en ekki 24 eins og í afruglaranum?
Það er annað kerfi undir snjalltækin heldur en myndlyklana, og það kerfi enn sem komið er styður bara 2ja tíma buffer. Markmiðið er að lengja þetta í sólarhring fljótlega.
*-*
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af tlord »

appel, þarf ekki að fara að hressa aðeins upp viðmótið myndlyklunum?
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af appel »

tlord skrifaði:appel, þarf ekki að fara að hressa aðeins upp viðmótið myndlyklunum?
:-"
*-*
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af tdog »

Hví get ég ekki leigt efni í iOS tæki?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af GuðjónR »

tdog skrifaði:Hví get ég ekki leigt efni í iOS tæki?
Af því að þú átt ekki pening.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af appel »

tdog skrifaði:Hví get ég ekki leigt efni í iOS tæki?
Spurðu Apple.

Þeir vilja 30% hlutdeild af öllum pöntunum á iOS platforminu, og að öll kaup fari í gegnum þeirra kerfi. Slíkt gengur ekki upp.

Það eru fjölmargir sem sleppa því að vera á iOS platforminu útaf þessu, og þeir sem láta sig hafa það að búa til iOS app sleppa þessum kaupmöguleika. Þið getið googlað þetta, major mál.
*-*
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af intenz »

appel skrifaði:
tdog skrifaði:Hví get ég ekki leigt efni í iOS tæki?
Spurðu Apple.

Þeir vilja 30% hlutdeild af öllum pöntunum á iOS platforminu, og að öll kaup fari í gegnum þeirra kerfi. Slíkt gengur ekki upp.

Það eru fjölmargir sem sleppa því að vera á iOS platforminu útaf þessu, og þeir sem láta sig hafa það að búa til iOS app sleppa þessum kaupmöguleika. Þið getið googlað þetta, major mál.
Og það hefur engin áhrif á ást þína á Apple? :D
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af appel »

intenz skrifaði:
appel skrifaði:
tdog skrifaði:Hví get ég ekki leigt efni í iOS tæki?
Spurðu Apple.

Þeir vilja 30% hlutdeild af öllum pöntunum á iOS platforminu, og að öll kaup fari í gegnum þeirra kerfi. Slíkt gengur ekki upp.

Það eru fjölmargir sem sleppa því að vera á iOS platforminu útaf þessu, og þeir sem láta sig hafa það að búa til iOS app sleppa þessum kaupmöguleika. Þið getið googlað þetta, major mál.
Og það hefur engin áhrif á ást þína á Apple? :D
Ég nota Windows PC tölvu og Android síma.
*-*
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af tdog »

En ef að contentið sé "frítt" í Appinu, kostar þig samt á myndlyklinum?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af AntiTrust »

tdog skrifaði:En ef að contentið sé "frítt" í Appinu, kostar þig samt á myndlyklinum?
Þetta virkar ef ég man rétt, þeas að leigja efnið í Android eða STB clientinum og horfa svo á efnið í iOS.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af appel »

tdog skrifaði:En ef að contentið sé "frítt" í Appinu, kostar þig samt á myndlyklinum?
Þú getur horft á allt efni sem kostar 0 kr., hvort sem það er frelsi efni sem þú ert með áksrift að, SkjárKrakkar sem þú ert með áskrift að, eða ókeypis efni. Þú getur líka horft á allt efni sem er í leigu.
Þú gætir alveg pantað á gömlum android síma, og svo horft á myndina á iPad.
*-*

Flúðir
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 10. Feb 2014 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af Flúðir »

Af hverju er ekki hægt að horfa sport3 4 5 þegar maður er að horfA a enska boltan eg get bara horft a sport2

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af slapi »

Eru aðrir að lenda í því að geta ekki horft á efni í RÚV frelsi lengur.
Er með iPad 2 og búinn að setja forritið upp aftur og endurskrá það.

shawks
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Mán 12. Sep 2011 18:25
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af shawks »

Það vantar klárlega fleiri stöðvar. Af hverju sér maður ekki þær stöðvar sem áskriftarpakkinn segir til um.
"Time is a drug. Too much of it kills you."
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af AntiTrust »

shawks skrifaði:Það vantar klárlega fleiri stöðvar. Af hverju sér maður ekki þær stöðvar sem áskriftarpakkinn segir til um.
Grunar að það sé ekki beint hlaupið að því að henda 50 stöðvum inní þetta batterý og tímaflakkið flækir þetta líka bæði tæknilega og samningslega.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans í snjalltækin

Póstur af biturk »

Setjum discovery og national geo og allir eru sattir
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Svara