Síða 4 af 4

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Lau 27. Okt 2012 11:52
af Tbot
Sinfóníutónleikar
Sé útgjöldunum og tekjunum jafnað á tónleikagesti kemur í ljós að hver aðgöngumiði kostaði tæplega 11.000 krónur og að gestir greiddu að meðaltali 1.600 krónur fyrir miðann.

Leiksýningar
Með einföldun má áætla að kostnaður á sýningargest hafi numið 9.000 krónur og að til jafnaðar hafi hver þeirra greitt 2.400 krónur fyrir þjónustu leikhússins.

Óperan
greiddi ríkið tæpar 159 milljónir króna fyrir eða um 28.800 krónur á gest

Ég var ekki spurður um peningaaustur í Hörpuna, enda væri það síðasta sem ég mundi gera, að kjósa Samspillinguna.
Siðan er bæði ríki og borg að ráða stöðugt fleiri á jötuna því það er svo framleiðsluhvetjandi. => Skilar svo miklu inn í hagkerfið.

Ég held að flestir geri sér grein fyrir að það er nauðsyn að borga skatta. Spurningin er hversu háir þeir séu og það sem er mest áríðandi hvernig er farið með þá peninga og meðferð þeirra í dag er skelfileg.

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Sent: Sun 28. Okt 2012 10:19
af GuðjónR
biturk skrifaði:flatan skatt já takk, hátekjuskattur er það heimskulegasta sem ég veit um

ég til dæmis þræla mér út 12 tíma á dag lágmark, 20 daga mánaðarins og er að fá umþabil 800.000 fyrir það, þegar allt er dregið af er ég að fá um 400.000 útborgað, ef ég er svo óheppin að lenda í skattaþrepi 3 þá er það svona 50.000 sem er dregið af mér aukalega..........bara fyrir það að hafa unnið örlítið meir til að reina að eiga smá meira í vasan


þetta er fáránlegt að þurfa að borga ríflega helminginn af því sem maður vinnur sér inn í ofurskatta og rugl, ekki eins og maður sé í þægilegri skrifstofu vinnu með ofurlaun :x
Svo er þér refsað meira, þú missir t.d. tekjutengdar vaxta og barnabætur en það getur verið skarð uppá rúma milljón á ári þannig ná þeir af þér sem svarar þriggja mánaða útborguðum launum miðað við þennan þrældóm sem þú vitnar í....
Já og til hamingju með daginn :)

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Sent: Sun 28. Okt 2012 16:18
af Gúrú
biturk skrifaði:ég til dæmis þræla mér út 12 tíma á dag lágmark, 20 daga mánaðarins og er að fá umþabil 800.000 fyrir það, þegar allt er dregið af er ég að fá um 400.000 útborgað, ef ég er svo óheppin að lenda í skattaþrepi 3 þá er það svona 50.000 sem er dregið af mér aukalega..........bara fyrir það að hafa unnið örlítið meir til að reina að eiga smá meira í vasan
Þetta er ekki rétt, ef þú vissir ekki af því.

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Sent: Sun 28. Okt 2012 16:37
af Xovius
lukkuláki skrifaði:
Garri skrifaði:Pointið er kannski að sektir séu nú einmitt eitt form af flötum skatti. Óréttlætið er svo sannanlega til staðar í slíku kerfi og verður ekkert minna þótt "svona sé þetta í dag"
Það er ekkert óréttlæti í sektum ? Sektir eru oftast tilkomnar vegna afbrota/lögbrota. Ef þú brýtur ekkert af þér þá þarftu ekki að borga sekt.
Kostar herraklipping ekki það sama hvort sem það er verið að klippa minn haus eða þinn á sömu hárgreiðslustofunni ? (Dæmi um flatan skatt ? Nei)
Flatur skattur = Föst prósentutala. Að sumu leiti lýst mér vel á þá hugmynd en að öðru leiti ekki.

Skilst að eitthvað land í heiminum sé með "flatan skatt" hafið þið kynnt ykkur hvar og hvernig það er ?
Óréttlætið er ekki það að sá launalági þurfi að þjást vegna lögbrotsins, það er frekar það að sá launahái geti bara gert það sem hann vill án virkilegra afleiðinga ólíkt hinum...

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Sun 28. Okt 2012 16:59
af GuðjónR
Núverandi skattkerfi bitnar verst á millitekjufólki, eða millistéttinni.
Fyrir hrun voru þrjár stéttir hérna og flestir í millistéttinni, í dag eru að myndast tvær stéttir þar sem millistéttin er að þurrkast út.
Tími Jóhönnu hefði aldrei átt að koma...

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Sun 28. Okt 2012 22:08
af hakkarin
GuðjónR skrifaði:Núverandi skattkerfi bitnar verst á millitekjufólki, eða millistéttinni.
Fyrir hrun voru þrjár stéttir hérna og flestir í millistéttinni, í dag eru að myndast tvær stéttir þar sem millistéttin er að þurrkast út.
Tími Jóhönnu hefði aldrei átt að koma...
Kaldhæðnislegasta við þetta allt er að Jóhanna kallar sig jafnaðarmann... ](*,)

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Sent: Þri 30. Okt 2012 14:41
af tlord
biturk skrifaði:flatan skatt já takk, hátekjuskattur er það heimskulegasta sem ég veit um

ég til dæmis þræla mér út 12 tíma á dag lágmark, 20 daga mánaðarins og er að fá umþabil 800.000 fyrir það, þegar allt er dregið af er ég að fá um 400.000 útborgað, ef ég er svo óheppin að lenda í skattaþrepi 3 þá er það svona 50.000 sem er dregið af mér aukalega..........bara fyrir það að hafa unnið örlítið meir til að reina að eiga smá meira í vasan


þetta er fáránlegt að þurfa að borga ríflega helminginn af því sem maður vinnur sér inn í ofurskatta og rugl, ekki eins og maður sé í þægilegri skrifstofu vinnu með ofurlaun :x
800þ

1. þrep 209.400kr 37,31 % 78.127kr
2. þrep 471.150kr 40.21 % 189.449kr
3. þrep 119.450kr 46.21 % 55.198kr

samt 322.774 kr
afsláttur 44.205 kr

semsagt af 800þ mánaðarlaunum þarf að borga 278.569 í skatt

þetta er alveg langt frá að vera ríflega helmingur!

þetta er ca 35% !!

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Þri 30. Okt 2012 15:57
af Tbot
það er aðeins meira en 35%.
Síðan eru það 4% sem fara í hít sem kallast lífeyrissjóðir, sem þú getur ekki haft nein áhrif á.

Ekki gleyma vörugjöldum og vsk. Ef þú ert með í búð eru það fasteignagjöld og skítaskatturinn hennar Ingibjargar Sólrúnar.

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Þri 30. Okt 2012 16:05
af Talmir
Ég vann verkamannavinnu í mörg ár áður en ég drattaði mér í skóla og kláraði af rafmagns og tölvuverkfræðibraut nú í vor. Ég hef séð báðar hliðarnar, og ég verð að segja að mér þykir ég hafa algerlega unnið fyrir laununum mínum hingað til :P Gerum ekki lítið úr skrifstofustörfum, það getur verið hell fyrir suma að komast í þau, og þau eru mjög oft ekki auðveldari en verkamannastörfin. Vinna er vinna.

En ég er ágætlega fylgjandi þrepasköttum að ákveðnu marki. Þeir meika fullkomið sense fyrir mér fyrir utan að það virðist vera viðbjóðslega auðvelt fyrir marga að misnota þá. Mér þykir það ágætis pæling t.d. að ég, sem gaur sem fer upp í önnur skattþrep borgi hlutfallslega meira af þeim peningum sem fara upp fyrir það þrep svo annar sem þénar minna þurfi ekki að borga meira en hann gerir þegar.

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Þri 30. Okt 2012 16:25
af tlord
3. þrepið er allt of hátt! Það ætti helst að sleppa því.

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Fim 01. Nóv 2012 07:28
af tdog
tlord skrifaði:3. þrepið er allt of hátt! Það ætti helst að sleppa því.
Skattþrepin eru of lág ef eitthvað er... Það er fásinna að byrjunarlaun nái upp í annað skattþrep...

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Sent: Lau 03. Nóv 2012 16:42
af Ic4ruz
tdog skrifaði:Ég væri til í að greiða 50% skatt af mínum tekjum, ef að öll grunnþjónusta á vegum ríkisins væri ókeypis, hér væri mannbjóðandi heilbrigðiskerfi, elliþjónusta og löggæsla. Það mætti líka afnema virðisaukaskattinn – því hann er ekkert nema bull.
Ja algjörlega sammála. Ættum í rauninni að horfa til Noregs í þessum málum. Miklu hærri skattar þar en hér, en samt vinna þeir minna og eru samt með svo miklu meira kaupkraft og heilbrigðisþjónustu en við, og nei það er ekki bara út af olíunni. Siðan eru nú margir hér að fara þangað til að lífa betra lífi og fá vinnu.

Kannski er aðalmunurinn að þar hefur Sósial-demókratiskur flokkur byggt upp landið, en hér höfum við haft sérhagsmunaflokk til hægri......(Sjálfstæðisflokkurinn).

Skil ekki fylgi hans, það var hrun hérna, aðallega af völdum hans, en samt er hann alltaf stærsti flokkurinn ? Er fólk með gullfiskaminni eða er tryggðin(ástin) svo blind ? Minnir meira á cult.

Siðan er ég alltaf að heyra að að þessi rikisstjórn sé þú versta hingað til! og að ,,það" eigi það mun erfiðara núna en áður, já duuh það var hrun hérna en ekki var það þessari ríkistjórn að kenna að fullu leyti ? Finnst að margir ættu að hugsa aðeins til lengri tima heldur en það gerir nú.

http://politico.ie/images/politico/soci ... celand.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

X eru þeir rikustu og fer siðan niður á við (í tekjum). Er hræddur um að óréttlæti myndi rikja ef það væri ekki fyrir þessa rikisstjórn......