Síða 4 af 4

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Mið 17. Okt 2012 11:01
af AronOskarss
Ég þarf að mæla með Getril á play. Er að skoða þetta betur með tímanum en eftir að hafa matchað saman baseband og ril virðist ég ná stöðugra sambandi hjá Nova, nema þeir hafi í raun verið að laga eitthvað.

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Mið 17. Okt 2012 11:19
af KermitTheFrog
Geturu uploadað apk? Get ekki fengið það af Play.

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Mið 17. Okt 2012 13:36
af Jón Ragnar
intenz skrifaði:
dori skrifaði:Ef þetta var bilun vegna þess að þeir voru að stækka farsímanetið hjá sér (og m.v. að þeir hafa lent í slíkum bilunum við sama tækifæri áður) þá geturðu látið fólk vita. Hefði getað hljómað sirka svona: "Vegna eflingar 3g dreifikerfis okkar gætu orðið truflanir á þjónustu þann [dagsetning]". Þeir eru með ágætis system til að bögga fólk með sms skilaboðum um tilboð og annað, þeir gætu t.a.m. notað það.
Akkúrat! :happy
Jón Ragnar skrifaði:
intenz skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Nova fær samt prik fyrir gegnsæi og heiðarleika með þessa bilun.

Einnig snöggir að redda þessu.
Vonandi að 3G sambandið fari svo að vera til friðs.
Finnst ég alltaf vera lengur og lengur á 3G hjá þeim sem er EKKERT nema gott mál
76% EDGE hérna megin, 14 klst. Bara bull.

En ég veit um nokkur fyrirtæki sem eru með allt símkerfið sitt hjá Nova og þeir voru allir sambandslausir. Fljótir að redda þessu? Veit það nú ekki, tók þetta ekki heilan dag? Og þarf þetta yfir höfuð að detta út? Vissu þeir ekki af þessum stækkunum þannig gátu þeir ekki gefið smá fyrirvara á þessum niðritíma? :-k

Held að niðurtíminn hafi verið eitthvað um 90mín .

Þetta var bilun, þú planar þær ekkert. Veist betur en þetta Gaui :happy
Lestu svarið frá dori. ;)

Meh shit happens right? :D

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Mið 17. Okt 2012 17:10
af intenz
AronOskarss skrifaði:Ég þarf að mæla með Getril á play. Er að skoða þetta betur með tímanum en eftir að hafa matchað saman baseband og ril virðist ég ná stöðugra sambandi hjá Nova, nema þeir hafi í raun verið að laga eitthvað.
Töff, fæ samt: RIL/baseband is matching

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Mið 17. Okt 2012 17:42
af KermitTheFrog
Nældi mér í GetRIL. Matchaði ekki. Er alltaf með hörmulegt samband svo það verður spennandi að sjá hvað þetta gerir.

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Fim 18. Okt 2012 12:28
af joishine
Var einhver kominn með sambærilegt app í iOS ?

Félagarnir eru Apple hórur og langar að vita hvernig sambandi þeir eru að ná hérna fyrir norðan hjá Nova

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Fös 19. Okt 2012 10:55
af Swooper
Ekki mjög líklegt. iOS leyfir öppum ekki aðgang í neinar upplýsingar sem gætu verið nytsamlegar á einhvern hátt (ég er næstum ekki að ýkja), og miðað við það sem ég hef séð af jailbreak appmarkaðnum er ekki nægur metnaður í gangi þar til að gera eitthvað svona sniðugt.

Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður

Sent: Fös 25. Jan 2013 05:03
af kjartanbj
þetta Nova kerfi er nú meira draslið

Gömlu vinnuni hjá mér þá færðu þeir sig úr Símanum yfir í Nova, ég var að nota S3 símann minn sem vinnusíma og það sem þetta eyddi batteríinu var rugl
á venjulegum vinnudegi var nú síminn hjá mér ekkert að hringja neitt mikið, 1-2 símtöl kannski í 1-2mínútur hvert, og kannski svona 2-3 sms yfir vinnudaginn
notaði símann annars ekkert , notaði Note2 í svona daglegt browse og facebook og svona á mínu eigin símanr
batteríið á S3 var rétt svo að endast daginn, tekinn úr hleðslu á morgnanna , um kvöldið var hann í svona 20%

hætti svo í þessari vinnu og fékk mér bara vodafone nr í símann til að hafa eitthvað nr í honum, notaði síman svipað, ef ekki örlítið meira og batteríið var yfirleitt í svona 70-80% eftir daginn

málið er að þegar síminn missir 3g samband við nova networkið og fer yfir á vodafone roaming samband til að hafa 2g, þá fer hann líka að berjast við að reyna finna 3g samband aftur, eykur mótökustyrkinn þarafleiðandi batterísnotkunina til þess að reyna finna rétta networkið, þetta er bara slæm uppsettning á kerfinu hjá þeim sem veldur þessari gríðarlegu batterísnotkun

svo tók maður líka eftir bara verra sambandi, símtöl að slitna oftar, sms að skila sér ekki fyrr en kannski að allt í einu fékk maður 4-5sms í einu sem höfðu verið send kannski 3 tímum áður, fleiri hjá fyrirtækinu voru að lenda í þessu, gat komið sér virkilega illa, yfirmaðurinn var farinn að senda mér sms í einkanr mitt svo ég fengi rugglega skilaboðin strax


mér dettur bara ekki í hug að vera hjá Nova, borga frekar örlítið meira til að vera hjá símafyrirtæki sem maður er allavega alltaf í sambandi og batteríið hjá manni endist almennilega