Síða 4 af 4

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Mið 20. Jún 2012 13:22
af fallen
Jebb, þetta var mjög fínt í gær.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Mið 20. Jún 2012 13:33
af GuðjónR
Er kominn með RUV HD (rás 201) og nokkrar aðrar kynningarásir frá Símanum.
Og verð að segja að þetta er allt annað líf!
Þvílíkur gæðamunur!

Eini mínusinn sem ég sé er bandvíddin sem HD tekur, en hún er að taka hátt í 800Kbs frá mér, ef ég svissa á venjulega rás þá er það 3-400Kbs...
Ef ég slekk á myndlyklinum þá fæ ég fullan hraða.

Þetta er klárlega framtíðin.

:happy

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Mið 20. Jún 2012 13:44
af Dagur
JReykdal skrifaði:Held að þetta suð hafi verið lagað í gær. Slæmir hljóðnemar og eitthvað EQ lagað.
Já þetta var fínt í gær.

Btw, Stöð 2 sport var með svipað suð í margar vikur. Þeir gætu lært eitthvað af ykkur.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 13:52
af Dagur
Veit einhver af hverju Vodafone er búið að loka fyrir Rúv HD?

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 14:14
af Sallarólegur
Dagur skrifaði:Veit einhver af hverju Vodafone er búið að loka fyrir Rúv HD?
Ríkisútvarpið slökkti á henni 24. sept.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 15:36
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:
Dagur skrifaði:Veit einhver af hverju Vodafone er búið að loka fyrir Rúv HD?
Ríkisútvarpið slökkti á henni 24. sept.
Ég er ennþá með RUV HD á 201.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 15:36
af wicket
Er það ? Hún er enn inni á sama stað í Sjónvarpi Símans.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 18:17
af DJOli
Get staðfest að hd útsendingar virki vandræðalaust á góðri 16mb adsl tengingu.
Er að vísu aðeins búinn að "slá í pípurnar" og fékk hraðann aukinn úr 16mb í 20mb, en mjög mjög flott samt sem áður.
Hlakka til að horfa á Doctor Who á eftir á BBC HD.

Horfi reyndar ekki á Rúv, en er með hana í hd samt sem áður. Kem kannski með álit mitt af henni á eftir.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 18:40
af gardar
Sallarólegur skrifaði:
Dagur skrifaði:Veit einhver af hverju Vodafone er búið að loka fyrir Rúv HD?
Ríkisútvarpið slökkti á henni 24. sept.
Nei það gerði ríkisútvarpið ekki, rásin virkar fínt fyrir þá sem eru hjá Símanum

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 18:54
af sfannar
Hvað hefur Rúv verið að sýna í HD? Fyrir utan EM í fótbolta og Ólympíuleikana

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:03
af hagur
Eurovision og einstaka valda dagskrárliði.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:04
af gardar
Auk þess sem SD efni er upscaled og kemur því betur út en SD rásin

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:34
af sfannar
Er mikill munur á upscaled og venjulega SD rásin. Ég hafði samband við Vodafone og þeir ætla ekki að hafa Rúv HD inni nema þegar það eru viðburðir í gangi sem eru í HD.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:43
af mikkidan97
Tiger skrifaði:Það er alltof mikið mál fyrir mig að leggja CAT kapal frá routernum í afruglaran vegna staðsettningar og því var ég að spá í svona Heimatengi eins og þið auglýsið, myndi 200mb/sek duga í HD eða þarf ég 500mb/sek
Þú þarft að athuga á hvaða tíðni tækið sendir út. Ef það sendir (og tekur á móti) á 2.4Ghz, (sem er sama tíðnin og örbylgjuofninn, wi-fi á routernum og þráðlausi heimasíminn) myndast miklar truflanir sem gera tenginguna óstöðuga og geta látið myndbönd og sjónvarp hökkta mjög mikið.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:49
af hagur
mikkidan97 skrifaði:
Tiger skrifaði:Það er alltof mikið mál fyrir mig að leggja CAT kapal frá routernum í afruglaran vegna staðsettningar og því var ég að spá í svona Heimatengi eins og þið auglýsið, myndi 200mb/sek duga í HD eða þarf ég 500mb/sek
Þú þarft að athuga á hvaða tíðni tækið sendir út. Ef það sendir (og tekur á móti) á 2.4Ghz, (sem er sama tíðnin og örbylgjuofninn, wi-fi á routernum og þráðlausi heimasíminn) myndast miklar truflanir sem gera tenginguna óstöðuga og geta látið myndbönd og sjónvarp hökkta mjög mikið.
Þetta er ekki wireless - notar raflagnir ;-)

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:56
af mikkidan97
hagur skrifaði:
mikkidan97 skrifaði:
Tiger skrifaði:Það er alltof mikið mál fyrir mig að leggja CAT kapal frá routernum í afruglaran vegna staðsettningar og því var ég að spá í svona Heimatengi eins og þið auglýsið, myndi 200mb/sek duga í HD eða þarf ég 500mb/sek
Þú þarft að athuga á hvaða tíðni tækið sendir út. Ef það sendir (og tekur á móti) á 2.4Ghz, (sem er sama tíðnin og örbylgjuofninn, wi-fi á routernum og þráðlausi heimasíminn) myndast miklar truflanir sem gera tenginguna óstöðuga og geta látið myndbönd og sjónvarp hökkta mjög mikið.
Þetta er ekki wireless - notar raflagnir ;-)
I see, þá skiptir það ekki máli

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Mið 10. Okt 2012 01:32
af Sallarólegur
gardar skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Dagur skrifaði:Veit einhver af hverju Vodafone er búið að loka fyrir Rúv HD?
Ríkisútvarpið slökkti á henni 24. sept.
Nei það gerði ríkisútvarpið ekki, rásin virkar fínt fyrir þá sem eru hjá Símanum
Slökkti á straumnum til Vodafone, greinilega ekki til Símans.

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Mið 10. Okt 2012 13:49
af JReykdal
Vodafone lokaði, ekki RÚV :)

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Mið 10. Okt 2012 22:22
af appel
Get lítið tjáð mig um þetta, enda er þetta bullandi pólitík, en get þó bent ykkur á:

45. gr., 46. gr. og 47. gr.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1296.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: RÚV HD - Ykkar álit

Sent: Lau 13. Okt 2012 19:55
af JReykdal
appel skrifaði:Get lítið tjáð mig um þetta, enda er þetta bullandi pólitík, en get þó bent ykkur á:

45. gr., 46. gr. og 47. gr.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1296.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Já hún er bölvuð tík þessi pólitík.