pegasus skrifaði:Já, hvernig er reynslan af þessum tölvum? Ég væri til í að heya það líka!
Ég er rosalega sáttur! Mín vél er í signature.
Mitt álit:
Pros: Vélin étur allt sem ég hendi í hana. Fráááábær þjónusta hjá Start. Gourmé úrval af tengimöguleikum. Þú getur sett gamla örrann uppí nýjan og þeir skipta(var mér sagt við kaup allavega). Glæsileg skel. Ef það er eitthvað vesen með vélina, þá veit ég að það er tekið vel á móti mér í Start, sem fyrir mér er algjört möst, og myndi ég taka Dreamware bara út af þessu.
Cons: Lyklaborðið er brandari. Virðist vera ómögulegt fyrir hana að hlýða mér þegar ég ýti á suma takka og þarf þá að fara yfir allt sem ég skrifa og bæta við stöfum :p Mousepad er leiðinlega staðsett því ég rek alltaf þumalinn í það og byrja að skrifa í miðri ritgerð hehe (auðvitað bara galli fyrir mér, ekki að segja almennt fyrir alla, getur líka slökkt á því með Fn+F1 í hvert sinn sem þú ræsir vélina).
Ég hef átt margar fartölvur frá ýmsum framleiðendum, og ég verð að segja að Dreamware toppar þær allar, á alla vegu(er þá að tala um vélar í svipuðum verðflokk auðvitað). Þannig að ef þú ætlar að fá þér fartölvu á annað borð, þá á ekkert annað en Dreamware að verða fyrir valinu!
Ef vélin mín væri með baklýst lyklaborð, þá væri toppnum hugsanlega náð í satisfaction wink Start wink
Er skelfilegur í að skrifa gagnrýni
Ég er bara alveg hreinskilinn hér að ofan og alls ekki meina sem neitt "diss". Allt sem stendur hér að ofan er MITT álit, en ekki algilt.